Austri


Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 4

Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 6. júní 1996. Hjörleifur Guttormsson: Afanga náð eftir 50 ára baráttu Fáein atriði tengd sögu Minjasafns Austurlands. Opnun sýningar Minjasafns Aust- urlands í eigin húsnæði 27. maí sl. var stór stund sem lengi hefur verið beðið eftir. Safnið var formlega stofnað á árunum 1942-43. í ræðu sem Gunnar Gunnarsson skáld á Skriðuklaustri flutti á samkomu í Atlavík 19. júlí 1942 gerði hann að umtalsefni þörfina á að efla þjóðem- iskennd íslendinga með því að rækta tengslin við fortíðina. Þýðing- armikill þáttur þess máls væri að koma á fót byggðasöfnum og lagði Gunnar til að hafíst yrði handa um stofnun slíks safns fyrir Múlasýslur. Ljóst er að mál þetta hafði verið til umræðu fyrir samkomuna, bæði innan Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands og Sambands austfirskra kvenna. Þannig hafði Sigrún P. Blöndal á Hallormsstað haft áhuga á að koma upp minja- safni og vafalaust rætt um það við Gunnar frænda sinn. Sá sem þetta ritar man vel eftir Gunnari skáldi þar í ræðustóli, þótt efni máls hans festist mér ekki í minni. Eftir ræðu Gunnars komu saman nokkrir samkomugestir til að ræða hugmyndina um byggðasafn. Kom í ljós að bæði Ungmennasamband Austurlands og Samband austfirskra kvenna höfðu haft stofnun slíks safns fyrir Austurland á stefnuskrá sinni, en þessi samtök ásamt Búnað- arsambandi Austurlands urðu brátt samkvæmt stofnskrá helstu bak- hjarlar Minjasafns Austurlands og tilnefndu menn í stjóm þess. Á þessari Atlavíkursamkomu var kosin 7 manna undirbúningsnefnd til að vinna að framkvæmd málsins og var Gunnar skáld formaður hennar. Þessi nefnd hélt tvo fundi, 17. nóvember 1942 og 26. septem- ber 1943, til undirbúnings að stofn- un safnsins. Á síðari fundinn kom samkvæmt tilmælum formanns nefndarinnar, Ragnar Ásgeirsson ráðunautur Búnaðarsambands Is- lands, og tók hann að sér að afla muna fyrir safnið og sinnti því í nokkur sumur í tengslum við erind- rekstur sinn. Dagana 10. og 11. október 1943 var stofnfundur safnsins haldinn að Hallormsstað. Þar var gengið frá skipulagsskrá þess, stjómarkjöri og verkaskiptingu stjórnar. Gunnar Gunnarsson var kosinn formaður, Sigrún P. Blöndal féhirðir og Þór- oddur Guðmundsson ritari. Þórodd- ur var þá kennari á Eiðum en fluttist úr fjórðungnum ári síðar. „Hin ný- kjöma stjóm safnsins var sammála um að byggðasafn mundi best sett á Hallormsstað vegna staðhátta allra.“ Var aflað vilyrðis skóg- ræktarstjóra fyrir lóð handa safninu. Fjárráð vom hins vegar engin til að hefja byggingafram- kvæmdir og stóð það lengst af safninu fyrir þrifum. Það er því að vonum að ýmsir staðir vom á Héraði í tímans rás til um- ræðu sem aðsetur safnsins. Sigrún Blöndal féll frá síðla árs 1944 og Gunnar Gunnarsson flutti til Reykjavíkur árið 1948. Við brott- för gáfu Gunnar og kona hans Franzisca ríkinu Skriðuklausturs- jörðina með gögnum og gæðum. „Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hag- nýtt á þann hátt, að til menningar- auka horfi...“. Meðal allmargra at- riða sem nefnd eru sem dæmi í gjafabréfinu er tilraunastarfsemi í landbúnaði og byggðasafn. Sumar- ið 1950 setti Ragnar Ásgeirsson muni safnsins upp „í herbergi í kjallara hússins“. Þar voru munir safnsins til sýnis til ársins 1971 að stjóm safnsins samþykkti „að með- an núverandi ástand ríkir í málum safnsins verði það lokað.“ Munir safnsins vom endanlega fluttir frá Skriðuklaustri í geymslu Safna- stofnunar Austurlands á Egilsstöð- um sumarið 1976. Sumarið 1949 barst stjóm safns- ins bréf ffá menntamálaráðuneytinu, dags. 18. júní, og er efni þess svo lýst í fundargerð frá aðalfundi 29. nóv. 1949: „....þar sem ráðuneytið gefur kost á að Byggðasafn Austur- lands fái húsnæði að Skriðuklaustri, og æskir ráðuneytið að taka upp um það samninga við forráðamenn safnsins. Húsnæði það sem til greina kemur em allt að fimm her- bergi auk rishæðarinnar yfir þeim. I nefndu bréfi er bent á sem skilyrði að ríkissjóður mundi ekki bera neinn kostnað af húsnæði safnsins, hvorki hitun né lýsingu, viðhaldi né umhirðu.“ Tók stjórnin þessu til- boði fagnandi og fól Halldóri Ás- grímssyni alþingismanni Norðmýl- inga „umboð til að gera um þetta nefnda samninga við ráðuneytið fyr- ir sína hönd.“ Þessi gleði varð hins vegar skammvinn, því að ári síðar hefur ráðuneytið dregið tilboð sitt til baka með bréfum 2. maí og 26. septem- ber 1950. „Kemur þar fram að ekk- ert hefur orðið úr samningum þeim um húsnæði fyrir safnið, svo sem bókað var á síðasta aðal- fundi. Virðist hafa strandað á því að ráðu- neytið geti ekki látið safnið hafa stóru stofuna sem var þó með í tilboð- inu í bréfi dags. 18. júní f.á.“ stendur í fundar- gerð 20. nóv. 1950. Tilraunastöð í landbúnaði hafði verið flutt frá Hafursá í Skógum í Skriðuklaustur 1949 og var íbúðar- húsið lagt undir tilraunastjóra og annað starfslið. Toguðust landbún- aðarráðuneyti og menntamálaráðu- neyti á um forræði yfir staðnum upp frá því og hafði hið fyrmefnda betur í þeim reipdrætti í þrjá áratugi. Minjasafn Austurlands klemmdist á milli í þeirri togstreitu lengi vel og lamaði það alla starfsemi þess. Á árunum 1971-72 var komið á fót Safnastofnun Austurlands á veg- um SSA til stuðings skipulegri upp- byggingu safna á Austurlandi. Aðal- fundur SSA 1972 samþykkti tillögur undirbúningsnefndar að verkaskipt- ingu og sérhæfingu safna í fjórð- ungnum. Samkvæmt þeim skyldi minja- og landbúnaðarsafn byggt upp á Skriðuklaustri. Tókst stjóm Safnastofnunar þegar á fyrsta starfs- ári sínu að fá gerðan formlegan samning við mennta- og landbúnað- arráðuneyti, undirritaðan af viðkom- andi ráðherrum, þess efnis að land- búnaðarráðuneytið afhendi mennta- málaráðuneytinu Skriðuklausturs- húsið „með það fyrir augum að það geti komið Safnastofnun Austur- lands til góða fyrir Minjasafn Aust- urlands. - Afhending þessi fari fram þegar komið hefur verið upp nægi- legum byggingum fyrir tilrauna- starfsemina á Skriðuklaustri, og er að því stefnt að það geti orðið á ár- unum 1974-75.“ Hér var kominn nýr grunnur í húsnæðismál safnsins. Fram- kvæmdir á vegum landbúnaðarráðu- neytis á Skriðuklaustri urðu hins vegar ekki í samræmi við hin skrif- legu loforð. Því varð það að ráði á árinu 1979 að gerður var nýr samn- ingur milli Safnastofnunar og ríkis- ins, undirritaður af þremur ráðherr- um, þar sem ríkið keypti sig frá fyrri samningi um aðstöðu fyrir minja- safnið á Skriðuklaustri og skuldbatt sig til að veita fé til nýbyggingar. í framhaldi af því var tekin ákvörðun um byggingu húsnæðis fyrir minja- safnið á Egilsstöðum. Var fljótlega ráðinn arkitekt Stefán Öm Stefáns- son og kosin bygginganefnd. Síðar kom til þátttaka Héraðsskjalasafns Múlasýslna og Héraðsbókasafns í safnahúsinu, en fyrsti áfangi þess er nú að heita má fullbúinn. Þótt Minjasafni Austurlands hafi sárlega vantað sýningarhúsnæði fram undir þetta, var frá árinu 1975 að telja settur kraftur í söfnun minja fyrir söfn í fjórðungnum á vegum Safnastofnunar Austurlands. Kom sú söfnun ekki síst Minjasafni Aust- urlands til góða sem lagði fram styrki til þeirrar starfsemi. Að söfn- uninni kom fyrsta árið Þórður Tóm- asson í Skógum ásamt Gunnlaugi Haraldssyni sem árið 1976 réðist til Safnastofnunar sem minjavörður. Stóð Safnastofnun í samvinnu við Minjasafn Austurlands að myndar- legri „þjóðminjasýningu" í skólan- um á Egilsstöðum 19. júní - 8. ágúst. Var sýningunni að því er seg- ir í myndarlegri sýningarskrá „fyrst og fremst ætlað að vekja Austfirð- inga til umhugsunar um þennan þátt Fögnum hreinu landi 17. júní Það er ánægjuefni að Ungmennafélag Islands og Um- hverfissjóður Verslunarinnar skuli gangast fyrir hreins- unarátaki um allt land dagana 1-17. júní. Sem betur fer hefur ástandið í ýmsum umverfismálum, t.d. sorphirðu, meðferð úrgangsefna og umhirðu lóða, batnað mikið hin síðari ár. En betur má ef duga skal og umgengni okkar við landið og okkar nánasta umhverfi er ekki alltaf til fyrirmyndar. Bærinn okkar er oft illa útleik- inn af rusli, sem stingur í augun, t.d. tómum bjórdósum, sælgætisbréfum og vindlingastubbum, sem einhverjir henda frá sér á götuna þó næsti rusladallur sé í seilingarfjarlægð. Látum ekki slíkt afskiptalaust og reynum að breyta hegðun og hugar- fari þeirra, sem slíkt gera. Tökum öll þátt í umhverfisátakinu 1.-17. júní. Byrj- um á okkar nán- asta umhverfi og flöggum hreinum Egilsstaðabæ 17. júní og alla aðra daga. Umhverfisnefnd Egilsstaðabæjar. menningarmála...en síðan hverfur hún í geymslur, uns úr rætist um safnhúsnæði til frambúðar.“ Nú hefur ræst úr til frambúðar, eins og allir geta fullvissað sig um sem heimsækja safnahúsið á Egils- stöðum. Stjóm Safnastofnunar Austurlands og minjaverðir á veg- um hennar hafa lagt málefnum Minjasafns Austurlands mikið lið undanfarin 20 ár. Fyrstur var þar á vettvangi Gunnlaugur Haraldsson, þá Ragnheiður Þórarinsdóttir og síð- astliðinn áratug Guðrún Kristins- dóttir sem nú hefur verið ráðin fyrsti minjavörður Þjóðminjasafnsins utan höfuðstaðarins með Austurland sem starfsvettvang. Guðmundur Magn- ússon fyrrverandi sveitarstjóri hefur haft umsjón með byggingu safna- hússins af trúmennsku og alúð. Stjóm Minjasafnsins réði í fyrra til sín menntaðan safnvörð Steinunni Kristjánsdóttur sem komið hefur upp sýningu í nýja húsnæðinu með aðstoð margra vaskra heimamanna. Minjasafn Austurlands er nú orðið fyllilega sjálfbjarga og mikilvægur hlekkur í þjóðminjavörslu í landinu. Fyrir þrotlaust starf í áratugi hafa orðið mikil umskipti, sem margir hafa átt þátt í, einnig forstöðumenn þjóðminjavörslunnar í landinu. Við höfum að nokkm greitt þeim skuld- ina sem fyrst lyftu merki fyrir hálfri öld. Hjörleifur Guttormsson Ungir knapar á námskeiði í vikunni hófst reiðnámskeið fyrir unga hestaáhugamenn á Ketilsstöð- um á Völlum. Það er hinn mikli hestamaður Bergur Jónsson sem stend- ur að baki þessu þarfa verki og sér um kennslu. Flest bömin á námskeið- inu eru á aldrinum 5-8 ára en einhverjir em ögn eldri. Bergur sagði að sennilega hefði ekki áður verið haldið reiðnámskeið fyrir svo unga krakka hér á Héraði, allavega ekki þetta stóran hóp í einu en einn og einn hefði slæðst með þeim sem eldri em í gegn um tíðina. Níu krakkar em saman á þessu námskeiði. Kennsla þessara krakka fer að mestu fram í gerði sem er 20x40m. í slíku rými næst gott samband milli manns og hests og stjómun og skiln- ingur á getu og þörfum reiðskjótans eykst. Auk þess er þetta góður vett- vangur fyrir krakkana til að ná góðu jafnvægi. Bókleg kennsla er líka nokkur og er þá meðai annars farið yfir reiðtygin og þarfir hestsins t.d. járningu, hófvöxt og hirðingu. Bergur er líka með námskeið fyrir þá sem eldri em og í allt verður hann með um 40 manns í læri í sumar. Þetta fólk er mislangt komið í reiðlistinni, allt frá algjömm byrjendum upp í góða knapa. Hluti knapanna ungu sent nú eru að stíga sín fyrstu spor í reiðmennsku á Ketilsstöðum.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.