Austri


Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 6

Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 6. júní 1996. fíg sfcgC í^veða við þig veC Umsjón Ágústa Jónsdóttir Heil og sæl Lítið ljóð fann ég í blaðadóti mínu, sem á erindi við okkur á vordögum. Það er undirritað, Sveinn Ingi, sem mun vera Sveinn Ingimar Bjömsson nú bóndi að Hvammi í Dölum vest- ur. Sólin Ijómar. Létt og tœr leikur gola, blómin anga út um móa, engið grœr undir bröttum hlíðarvanga. Vel sé þeim, sem á sér óð um þá björtu sumardaga. Helgar öll sín œviljóð ilmi vors og grœnum haga. Vppheimsdýrð ogylrík mold eiga hjá oss traustar rœtur. Una samleið andi, hold, eldur dags og skuggi nœtur. Sum ykkar hafa eflaust lagt leið ykkar upp á Hrafnafell i' Fellum, framenda Hafrafellsins. Þar er gömul skilarétt, löngu aflögð, grjótveggir hlaðnir milli kletta. I klettinum að vestan við rétt- ina, er þrep sem nefnt er Hái- stallur. Þar geta setið 2-3 menn. Hjálmar Jónsson hét maður sem legni var vinnumaður á ýmsum bæjum í Fellum og víðar. Eitt sinn fékk Hjálmar sér vel á kútinn sinn fyrir göngumar, sat svo á stallinum á réttardaginn og gaf mönnum í staupinu eins og vínið entist. Næsta haust á eftir var hann ekki til staðar og munu menn hafa saknað hans sárlega og þá var kveðin þessi vísa: Nú er af sem áður var uppi á Háa-stallinum, þegar Hjálmar hróið þar hellti á staup úr dallinum. Það hefur löngum verið svo og svo með jafnréttið í þessu landi. Þó væri synd að segja að ekkert hafi áunnist. Það má sjá í æva- gömlum gamanbrag frá Reykja- vík sem ég rakst á um daginn. Ég set hér tvær vísur sem sýna þetta vel en kveðskapurinn er kannske ekki neitt sérstakur: Annars það í Vík að vana er orðið vörurnar að fá við uppboðs borðið. Þarfœst flest og þörf er ekki að sjá það, bara að segja 5 til og 5 betur, Þá slær uppboðshaldarinn og spyr: Hver er það sem á það? Hér er ég var hrópað fram í dyrum. Hver er þessi ég, hann aftur spyr um. Oddbjörg heiti ég. -Ei ég nafnið þekki, má ég sjá framan í yður, eruð þér gift kona eða jómfrú- nei, hvorugt- Þá slœ ég yður ekki. Sagt var að orðaskipti þessi hefðu raunverulega átt sér stað. Síðan ætla ég að láta fljóta með þrjár vísur sem kunningi minn gaukaði að mér og kallaði Flatrímsvísur. Ekki vissi hann neitt um höfund þeirra. Þar byrjar að segja frá því, er maður kemur svangur og þreittur af öræfunum niður í Mývatnssveit: Einu sinni lá mín leið um landið norðan Herðubreiðar. Og mikið er nú mývetnsk reyð miklu betri en aðrar reyðar. Og þessi hefur líklega orðið til þegar ferðamaðurinn var orðinn fótsár af öræfagöngunni: Þetta er fjandi fallegt land, með fjöll í bland við hraunin. Blaðskellandi um brunasand ber ég hland á kaunin. Síðan er best að ljúka þættinum með þessari Flatrímsvísu, sem skýrir sig að sjálfsögðu sjálf: Flatrímuðu masi manns mál er að Ijúka, því að andlega veðrið innan lands er úrkomulaust en skýjað. Verið þið blessuð og sæl að sinni. Ágústa Ósk Jónsdóttir. Fíkniefna upplýsingar Símsvari lögreglunnar 471 1969 Nafnleynd Verum ábyrg Vinnum saman gegn fíkniefnum Segðufráþví sem þú veist QUELLE Fatnaður í yfirstærðum Heimilistæki og fleira Allir nýjustu pöntunarlistamir til láns í heimahús. Nýr pöntunarfulltrúi á Egilsstöðum Margrét Gísladóttir Miðgarði 3a, sími 471-1858 Nýr starfsmaður Heilbrigðis- eftirlits Austurlands Texti: Gunnar Ólafsson og Helga Hreinsdóttir, starfsmenn HAUST. Ljósm. Óttar Guð- mundsson. Dr. Gunnar Ólafsson, jarðfræð- ingur, hefur verið ráðinn til starfa við heilbrigðiseftirlit Austurlands. Gunnar mun starfa í umboði heil- brigðisnefnda á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra, Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað í hluta- starfi og aðallega sinna mengunar- vömum og umhverfisvemd. Helga Hreinsdóttir mun áfram sinna heil- brigðiseftirliti á sama svæði, auk þess að vera framkvæmdastjóri HAUST. Gunnar er búsettur í Neskaupstað og hefur um nokkurt skeið veitt Náttúmstofu Austurlands forstöðu í bamsburðarleyfi konu sinnar Guð- rúnar Jónsdóttir. Starf heilbrigðisfulltrúa felst m.a. í því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir, hafa eftirlit með neyslu- vatni, frárennsli o.fl. Heilbrigðis- fulltrúar þurfa því oftar að vera utan skrifstofu en innan. Aðsetur Heil- brigðiseftirlitsins er í ráðhúsi Reyð- arfjararhrepps. Síminn þar er 474-1235. Þeir sem vilja ná tali af heilbrigðisfulltrúum eru beðnir að skilja eftir skilaboð á símsvara HAUST, því með nútíma tækni hlusta heilbrigðisfulltrúar á símsvarann og sinna erindum sem inn á hann berast, þótt þeir séu ekki á skrifstofunni. Báturinn Glaður á Djúpavogi Báturinn hér á myndinni heitir Glaður og er einn af elstu trébátum sem til eru á landinu, var smíðaður 1962 . Sigurður Jónsson keypti bátinn 1971 og réri á honum allt þar til fyrir tveimur árum. Þá höfðu Sigurður og kona hans róið tvö í átta ár, aðallega farið á rækju. Sigurður sagði að bátur- inn hefði alla tíð reynst ákaflega vel. Það átti að úrelda hann en ákveðið var að bjarga honum og gaf Sigurður Djúpavogshreppi bátinn. Glaður er eins konar safn og mun standa þarna um ókomna tíð. Húsið á myndinni er Langabúð, eitt elsta verslunarhúsnæði á landinu. Austramynd: S.B.B.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.