Austri


Austri - 19.09.1996, Qupperneq 4

Austri - 19.09.1996, Qupperneq 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 19. september 1996. Umhverfisnefnd skoðar virkjunarstæði Umhverfisnefnd Alþingis kom til Austurlands sl. miðvikudag, m.a. til að skoða hugsanleg virkjunarstæði og uppistöðulón. Olafur Örn Haraldsson, formaður nefndarinnar, segir tvö þemu vera í ferðinni, annarsvegar virkjunar- framkvæmdir og miðlunarlón og hins vegar skipulag hálendisins. Ferðin tekur tvo daga og er þeim fyrri varið inni á hálendinu inn af Fljótsdalsheiði þar sem hugsanlegt virkjunarstæði og miðlunarlón em, en þaðan verður haldið að Mývatni. Þar verður gist og haldinn fundur um tvö áðumefnd þemu með fram- söguerindum frá þeim aðilum sem að þessum málum vinna og þekkja til. Seinni daginn verður ekið suður Sprengisand og ýmsir staðir skoðað- ir. Ólafur segir að til dæmis verði reynt að skoða Eyjabakka, þó að ekki sé hægt að komast út á allt svæðið eins og best væri. Með þeim ágætu leiðsögumönnum sem eru með í för, bæði þeim sem komu að sunnan og góðu fólki hér að austan telur Ólafur að þokkaleg mynd fáist af ástandi mála. „Eg lagði áherslu á það að fá menn sem eru bæði með og á móti (virkjunarframkvæmdum; innskot blm.). Hópurinn hérna eru bæði aðilar sem koma að málinu vegna starfa sinna og embætta, s.s. oddvitar viðkomandi hreppa, sveit- arstjórnarmenn og þeir sem eru í nefndum hér um stóriðju og skipu- lagsmál. Svo hef ég leitað uppi og verið óhræddur við að biðja aðra að koma hér, heimamenn sem eru fróð- ir um svæðið. ‘Eg legg mikla áherslu á að vera í sem bestu sam- bandi við fólkið sem býr hér og þekkir þetta manna best og kemur þetta meira við en flestum öðrum.“ Flutningur grunn- skólanna frá ríki til sveitarfélaga Nú eru gengin í gildi lög um flutning grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga. Eg hef ekki kynnt mér þessi lög, en lesið talsvert um þau í dagblöðunum. Samkvæmt því sem ég hef lesið um lögin finnst mér að á þeim séu fleiri gallar en kostir. Þar vil ég fyrst og fremst nefna að ég óttast að fólk sem býr í fámennum hreppum víðs vegar um landið, t.d. í hreppum sem hafa færri íbúa en 300, hafi ekki bolmagn til þess að reka skólana á fullnægjandi hátt, þ.e.a.s. með svipuðum hætti og ríkið hefur gert á undanfömum ámm. Ef svo fer að börn úti á lands- byggðinni fá ekki álíka góða kennslu og bömin í þéttbýlinu skap- ast sú hætta að barnafólk flytji í stómm stíl úr dreifbýlinu til þéttbýl- isstaðanna. Mér sýnist fljótt á litið að eina vörnin gegn því sé að sameina hreppana í eitt til tvö þúsund manna byggðarlög eftir ástæðum á hverjum stað. Ég hef ekki verið talsmaður þess að sameina sveitahreppa fjöl- mennum bæjarfélögum, en mér sýn- ist það muni verða nauðsynlegt eins og nú er komið. A komandi vetri kemur þetta betur í ljós. Það hefur oft og lengi verið talað og skrifað um að sameina allt Fljótsdalshérað og jafnvel Borgar- fjörð líka í eitt sveitarfélag. Ef af þeirri sameiningu gæti orðið þá vil ég stinga upp á að Breiðdalshrepp- ur fylgdi einnig með. Það hefur ver- ið kannað að sameina Breiðdals- hrepp og Stöðvarhrepp, en sú hug- mynd var kolfelld í almennri at- kvæðagreiðslu í báðum hreppum. Þá var einnig kosin samstarfsnefnd til að athuga sameiningu Breiðdals- og Djúpavogshrepp, en þær viðræð- ur gáfu neikvæða niðurstöðu. Breiðdalshreppur er allt of lítill til þess að geta rekið skóla með mynd- arskap þó að skólahúsið sé stórt og myndarlegt. Þegar samþykkt var að byggja þann skóla fyrir 20 árum eða þar um bil voru skólaskyld börn í Breiðdalshreppi á milli 70 og 80. Nú eru meira en helmingi færri böm í hreppnum. Þorpið á Breiðdalsvík byggðist örast upp á síldarárunum og aðallega af ungu fólki. A þeim árum voru hreppsbúar margir, en þróunin hefur orðið allt önnur, en það skal ekki rakið frekar hér. Ég læt því þessum hugleiðingum lokið. Sigurður Lárusson Eiríksstaðakirkja Messað eftir viðgerð Sunnudaginn 8. september síðast- liðinn var messað í Eiríksstaða- kirkju. Var það fyrsta almenna mess- an í kirkjunni eftir gagngera viðgerð á henni, sem staðið hefur yfir síðast- liðin tvö ár. Má segja að kirkjan sé eins og nýtt hús. Viðgerðina annaðist Aðal- steinn Maríusson frá Sauðárkróki. Tveir prestar vom við athöfnina, þeir séra Bjami Guðjónsson sóknar- prestur og séra Einar Þór Þorsteins- son prófastur á Eiðum. Prestarnir þjónuðu báðir fyrir altari, en séra Bjami flutti stólræðuna. I messulok ávarpaði pró- fastur söfnuðinn. Þá tal- aði kirkjusmiðurinn Að- alsteinn Maríusson og lýsti hann ánægju sinni yfir að hafa fengið að vinna þetta verk. Þakkaði hann heimamönnum góð kynni og samstarf. Þá má geta þess að Séra Bjarni Guðjónsson, Aðalsteinn Mariusson kirkjusmiður og séra Einar Þór Þor- steinsson prófastur. nýtt rafmagnsorgel er komið í kirkj- una og var leikið á það í fyrsta sinn við þessa athöfn. Að síðustu bað séra Bjami kirkjugesti að rísa úr sæt- um og syngja sálminn „Son guðs ertu með sanni“. Var athöfnin öll mjög hátíðleg. Veður var þannig þennan dag að sól skein í heiði allan daginn, sást ekki ský á lofti. Eftir messu buðu formaður sókn- amefndar, Karl Jakobsson á Gmnd, ásamt konu sinni Kolbrúnu Sigurð- ardóttur öllum kirkjugestum til kaffidrykkju á Gmnd. Jóhann Björnsson. Heildaraflinn á Austurlandi kominn í 477.566 tonn Mjög góður afli var hjá fiskiskipaflotanum í júlímánuði þrátt fyrir 23 % samdrátt í botnfiskveiðum. Aflinn nú var 290 þúsund tonn í júlí sem er nær helmingi meiri afli en á sama tíma í fyrra en þá var aflinn í júlí 135.800 tonn. Júlí komst næst þessum afla en þá veiddust 197 þúsund tonn. Veiðin er svona mikil vegna tilkomu loðnuveiðanna. Núna vom veidd 250 þúsund tonn en aftur á móti var samdráttur í öðmm fiskitegundum en loðnu miðað við sama tíma í fyrra. I júlí á þessu ári var aflinn 40.308 tonn á móti 51.648 tonn- um í fyrra sem er samdráttur um 22%. Minnst veiddist af karfa, eða 50%, tæplega 40% í grálúðu, tæplega 25% í þorski, um 20% í ufsa, úthafskarfa og humri og 15% í rækju og steinbít. Ysuaflinn jókst aftur. Botnfiskafli júlímánaðar nú er 35.243 tonn á móti 45.715 tonnum í fyrra, eða 23% . Samkvæmt spá ffá Utvegstölum er gert ráð fyrir að heildar- afli verði kominn í 1,9 milljón tonn og stefni í að fiskveiði- árið skili yfir 2 milljónum tonna þegar allt verður talið með en eftir er að reikna einn mánuð er eftir að fiskveiðiárinu. Heildaraflinn í janúar-júlí 1996 allar tölur í tonnum Togarar Steinbítur 377 Alls botnfiskur 5.073 Þorskur 4.135 Úthafskarfi 0 Sfld 0 Ýsa 4.047 Grálúða 353 Humar 0 Ufsi 2.070 Skarkoli 434 Hörpudiskur 0 Karfi2.065 Annar botnfiskur 907 Samtals 454.285 Steinbítur 110 Alls botnfiskur 8.502 ÖIl skip Úthafskarfi 644 Sfld 14.043 Þorskur 12.813 Grálúða 1.418 Loðna 429.899 Ýsa 4.674 Skarkoli 10 Humar 239 Ufsi 2.909 Annar botnfiskur 145 Rækja 1.602 Karfi 2.204 Alls botnfiskur 14.644 Hörpudiskur 0 Steinbítur 1.146 Sfld 0 Samtals 454.285 Úthafskarfi 644 Loðna 3.019 Grálúða 1.771 Humar 0 Smábátar Skarkoli 851 Rækja 546 Þorskur 3.455 Annar botnfiskur 1.205 Samtals 18.209 Ýsa 76 Alls botnfiskur 28.218 Ufsi 242 Síld 14.043 Bátar Karfi 21 Loðna 432.918 Þorskur 5.223 Steinbítur 659 Humar 239 Ýsa 492 Grálúða 0 Rækja 2.148 Ufsi 598 Skarkoli 407 Hörpudiskur 0 Karfi 118 Annar botnfiskur 153 Samtals 477.566 Afli og verðmæti í janúar - júlí 1994-1996 1994 Afli í tonnum 1995 1996 1994 Verðmæti í milljónum kr. 1995 1996 Þorskur 116.506 99.780 103.879 7.818 6.965 7.211 Ýsa 38.509 40.983 33.589 3.035 2.949 2.388 Ufsi 41.087 31.027 25.405 1.434 1.427 1.139 Karfi 48.734 49.373 39.282 3.509 3.484 2.803 Stcinbítur 10.617 10.117 12.701 545 578 695 Úthafskarfi 46.306 23.542 43.734 2.001 1.061 2.034 Grálúða 20.466 20.236 14.433 2.851 3.669 2.608 Skarkoli 7.564 6.897 7.422 697 641 77 2 Annar botnfiskur 16.357 18.989 23.885 1.094 1.264 1.338 Botnfiskur alls 346.146 300.944 304.331 22.984 22.038 20.988 Síld 2.377 4.998 19.976 14 31 157 Loðna 672.213 616.442 953.756 2.824 2.646 5.216 Loðnuhrogn 5.066 8.250 541 423 337 4 Íslandssíld 21.146 174.109 0 111 948 0 Síld og loðna alls 700.802 803.799 974.273 3.373 3.962 5.377 llumar 2.180 946 1.484 461 233 357 Rækja 39.358 38.900 41.409 3.691 4.781 4.997 Hörpudiskur 1.241 2.507 2.130 38 82 68 Krabbi og skeldýr alls 42.778 42.353 45.022 4.190 5.096 5.422 Heildarafli og verðmæti 1.089.726 1.147.096 1.323.626 30.547 31.096 31.786 Tölur eftir apríl 1996 eru bráöabirgðatölur. Heimild: Útvegstölur

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.