Austri - 19.09.1996, Qupperneq 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum , 19. september 1996.
Þjáningum nýnema M.E.
lauk að mestu sl.
föstudag, í það minnsta á
laugardag. Seinnipart
föstudagsins uar þeim
uppálagt að klæðast fötum
sem að öllu jöfnu eru tengd
hinu kgninu.
Eíns og sjá má reyndu
menn og konur eftir
mætti að standa sig í
nýju hlutuerki, en þrátt
fyrir mikla tilburðí sumra
lét fegurðin á sér standa.
Nú láta þeir sem eldri eru
busaræflana uonandi
uera að mestu það sem
eftir er uetrar.
Mörg námskeið hjá björgunar-
sveitum á Austurlandi í vetur
Mjög líflegt starf verður hjá björgunarsveitum á Austurlandi í vet-
ur þar sem Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavamarfélags Islands
halda 36 námskeið í vetur hér fyrir austan.
Meðal nýrra námskeiða Björgunarskólans má telja „Drukknanir-
hættur í umhverfinu, Félagabjörgun í fjallamennsku, Flutningur slas-
aðra, Gerum bæinn betri fyrir börnin, Notkun reiðhjólahjálma,
Stjómun björgunaraðgerða á sjó, Utivist og ofkæling og Oryggisbún-
aður á heimilum“ svo eitthvað sé nefnt auk námskeiða á borð við
„Veðurfræði til fjalla, Skyndihjálp, Köfun, Bátanámskeið“ og flokks-
stjóranámskeið svo eitthvað sé nefnt. Björgunarskóli Landsbjargar
og Slysavamarfélags Islands er að hefja sitt þriðja skólaár en á síðasta ári hélt skólinn alls 226 námskeið á 84
stöðum á landinu og voru þátttakendur um 3500 talsins.
Þó námskeiðin séu ætluð félagsmönnum Landsbjargar og Slysavamafélags Islands sóttu um 1150 aðilar utan
samtakanna námskeið skólans á sl. skólaári. Skólastjóri Björgunarskólans er Markús Einarsson.
Framsal aflaheimilda
aðalmálið
Aðalfundur félags smábátaeigenda
Tvöföld úrelding talin fráleit
Aðalfundur Félags smábátaeig-
enda á Austurlandi var haldinn á
Hótel Snæfelli föstudaginn 22. sept-
ember. Þessi fundur var eins konar
upphitun fyrir aðalfund Landssam-
taka íslenskra smábátaeigenda, en
hann verður haldinn 7. - 8. nóv. nk.
Meðal þess sem ályktað var á
fundinum var að farið er fram á að
sóknardagar verði framseljanlegir
milli báta í sama flokki í dagakerf-
inu. Skorað er á stjórn Landssam-
bands smábátaeigenda að vinna að
því við Sjávarútvegsráðuneytið að
svokallaður „ Davíðssjóður“ verði
festur í sessi til frambúðar sem föst
úthlutun til þeirra aflamarksskipa
sem þar eiga rétt. Þá er farið fram á
að heimilt verði að geyma 20%
sóknardaga milli fiskveiðiára, eins
og heimilt er í þorskaflahámarki, og
að tryggður verði lágmarksfjöldi
sóknardaga ( 60 dagar). Tvöföld úr-
elding báta er talin „frálcit" og sett
fram skýlaus krafa um að einföld sé
látin nægja. Öryggi sjómanna sé
best tryggt með endumýjun flotans.
Tvöföld úrelding er það nefnt þegar
krókabátur er endurnýjaður og úr-
elda þarf helmingi fleiri brúttólestir
en sem nemur stærð bátsins sem
verið er að smíða.
Kvótasetningu steinbíts er mót-
mælt. Fundurinn vill að veiðar í 5
1/2“ ýsunet verði leyfðar frá 1. júní
til 15. nóvember ár hvert þar sem
sannað sé að til að veiða 1,5 kg ýsu
þurfi þá riðilstærð.Eins vill fundur-
inn að framsal á þorskaflahámarki
innan hópsins verði leyft með sömu
takmörkunum og gilda í aflamarki.
Þá er varað við útþenslu Fiskistofu
undanfarin ár þar sem kostnaður við
fjölgun starfa þar falli á útgerðina.
„Eftirlit eykst dag frá degi, en við
fáum ekki séð að það eftirlit skili sér
í betri umgengni um auðlindina. Við
teljum að Landhelgisgæslan væri
mun betur í stakk búin til að annast
veiðieftirlit.“ Ennfremur er varað
við alræðisvaldi Fiskistofu í úr-
skurði ýmissa ágreiningsmála.
Þá var nokkrum ályktunum beint
til 12. aðalfundar Landssambands
smábátaeigenda. Þar ber helst að
Gasprað upp
í gjóluna
Ég var að horfa á fuglalífs-
mynd í sjónvarpinu í kvöld. Farið
var með ásjáendur í fuglabyggðir
hringinn umlandið eða því sem
næst og byrjað hjá
skúmnum á söndum í
Austur-Skaftafells-
sýslu, endað skömmu
eftir viðkomu í
Skrúðnum. Þetta var
býsna skemmtileg
mynd, en þó nokkurt
klifur hefur kostað að
taka hana, efnið að
mestu leyti sótt í
fuglabjörg. Meðal annars
voru þama sýndar byggðir fugla í
Þúfubjargi þar sem Kolbeinn sat
forðum á brúninni og kvað and-
skotann í kútinn svo sem frægt er
í sögum og kveðskap. A brún
þess bjargs hef ég eitt sinn kom-
ið. Þar af er þessi saga:
Sumarið 1973 buðu þau ágætu
hjón á Eiðum Kristján Gissurar-
son og Bjamey Bjamadóttir konu
minni og mér í ferðalag með sér
um Norðurland, Snæfellsnes og
allt til Reykjavíkur með viðkomu
að Ljósafossi og fleiri merkum
stöðum. Þetta var ákaflega
skemmtileg ferð. Gengið var á
Þúfubjarg á leiðinni austur nesið
sunnanvert. Sem við stöndum á
bjargi þessu allnærri brún veit ég
ekki fyrr til en kona mín tekur
undir sig stökk og stingur sér á
magann út á blábrún þess með
höfuð og hendur fram af og tekur
að ljósmynda í ákafa fuglabyggð-
ina fyrir meðan sig í þessum, í
mínum augum, skelfilega
hengiflugi, enda haldin óheyri-
legu óttaleysi við þverhnípi.
Þennan sljóleika sinn varðandi
hengiflug hlýtur hún að hafa erft
frá langfeðgum sínum norður í
Skagafirði sem ég ímynda mér að
hafi spásserað um syllur Drang-
eyjarbjarga með svipuðu hugar-
fari og þeir stjákluðu um bað-
stofupallinn heima hjá sér, ellegar
fjóströðina.
Hér í mót býður mér ógnarleg-
an ótta við klettum sem rísa úr sjó
og hann svo mikinn að ég má ei
án skelfingar líta þá utan frá hafi,
enda Héraðsmaður í allar áttir
utan ættina hans afa míns sem
fæddur var og uppal-
inn á Berufjarðar-
ströndinni og hafði
með eigin augum séð
sjálfan Skála-Brand í
æsku.
Við áðurgreindar
aðfarir konunnar brá
mér að sjálfsögðu
meir en með orðum
verði lýst, gerði kné-
fall af skyndingu og
skreið á fjórum fótum það nærri
henni að ég gat seilst í fætur
hennar, og togaði ég í þá af öllum
kröftum en bifaði henni ekki um
þumlung enda hallaði hér af þúf-
unni fram á brún þessa gínandi
voða, sem hún var svo áköf að
skoða að hún sinnti hvorki bæn-
um né viturlegum fortölum og ég
of hræddur til þess að bölva að
nokkru gagni, enda gnötraði þá
hvert bein í mínum líkama eins
og öll væru þau án tengsla hvert
við annað en skylfi hvert fyrir sig
af eigin ótta.
Undur varð ég feginn er ég sá
að kona mín tók loks að mjaka
sér aftur á bak frá ógninni, enda
var filman í vél hennar orðin yf-
irfull af fuglum, hengiflugum og
öðrum ódæmum.
Hér um reyndi ég, er ég hafði
jafnað mig ögn, að kveða mér til
hugbótar en tókst ekki betur en
svo að samsetningurinn er bæði
stolinn og stældur eins og allir
geta séð:
Þverhöggvið kom ég á
Þúfubjarg:
Þar er jarmur og kliður.
Fuglar í rákum reigja sig,
rífast hver annan viður.
Eigi virðist þeim, eins og mér,
óa að horfa niður
þreytandi sína þrætubók,
því gefst ei stundarfriður.
15. september
Sigurður Óskar
Pálsson
nefna að fundurinn vill að þeim 500
tonnum af þorski sem koma til út-
hlutunar úr Byggðasjóði verði skipt
á milli aflamarksbáta undir 10 tonn-
um í hlutfalli við aflamark í dag. Að
auki er þess krafist að allur afli, ann-
ar en þorskur sem veiddur er á
króka, verði undanskilinn kvóta og
er þar einkum átt við ýsu, ufsa og
steinbít.
Skorað er á Veðurstofu íslands að
hraða uppsetningu sjálfvirkra veður-
stöðva í Glettingi og Papey. Gunnar
Hjaltason, formaður Félags smá-
bátaeigenda á Austurlandi, sagðist í
samtali við Austra fagna því að Veð-
urstofan væri búin að koma upp
svona stöð í Seley og fylgdi því
mikið öryggi.
Þá er ályktað um dragnótaveiðar.
I þeirri ályktun er Hafrannsóknar-
stofnun átalin fyrir að hafa ekki lagt
til breytingar vegna þessara veiða,
þar sem sannað sé að í flóum og
fjörðum sé um staðbundna hrygn-
ingarstofna þorsks að ræða. Þessir
staðir hafi margir hverjjir lítið sem
ekkert veiðiþþol og því auðvelt að
hreinsa upp nánast allan þorsk sem
gangi til hrygningar. „Fundurinn tel-
ur að banna eigi snurvoðaveiðar á
þeim svæðum frá 1. janúar til og
með 31. maí ár hvert. Jafnframt
skorar fundurinn á Hafrannsóknar-
stofnun að taka afgerandi afstöðu til
þessara afkastamiklu veiðarfæra
uppi í fjörusteinum.“ Til viðbótar er
ályktað um að inni á fjörðum verði
einungis veitt með kolavoð.
Gunnar Hjaltason sagði stærsta
málið sem rætt hafi verið á fundin-
um að sínu mati vera framsal veiði-
réttinda milli báta.“ Það er ekki
leyfilegt eins og er nema báturinn sé
úreltur. Það eru dálítið skiptar skoð-
anir um þennan framsalsrétt. Ég er
afskaplega mikið á móti því. Ég vil
að smábátarnir fái veiðiheimildir
þannig að menn geti haft af þeim af-
komu sína.“