Austri


Austri - 13.02.1997, Síða 8

Austri - 13.02.1997, Síða 8
Öryggi Stundvísi Þjónusta Þægindi Ávallt þrír í áhöfn Aukin þjónusta Helgarfargjöld fyrir hópa frá Reykjavík Munið Gjugg í Borg og Bæ 15 ferðir á uiku Þjóðbraut innanlands Afmæl- issundið vinsælt Þáttakendur í afmælissundinu, sem Sundlaug Egilsstaða heldur í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins, eru nú komnir á annað hundraðið. Fékk hundraðasti þátttakandinn, Erla Sig- rún Einarsdóttir, óvænt afhentan Skrifstofa ASA til Eski- fjarðar Um síðustu áramót flutti Al- þýðusamband Austurlands bækistöðvar sínar frá Neskaup- stað til Eskifjarðar, þar sem það hefur opnað skrifstofu í húsi Verkalýðsfélagsins Árvakurs að Botnabraut 3. Skrifstofan er opin fyrir hádegi frá mánudegi til föstudags, nema á miðviku- dögum, en þá er hún einnig opin eftir hádegi. Auk Sigurðar Ingvarssonar, forseta ASA, vinnur á skrifstofunni ritari í hálfu starfí. Hreinn Halldórsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, afhendir Erlu Sigrúnu Ein- arsdóttur, hundraðasta þátttakandanum íafmælissundinu, blómvönd. blómvönd af þessu tilefni. Afmæl- issundið hefur aukið til muna sund- áhuga bæjarbúa. Mæting í morgun- sund er svipuð og verið hefur, en aðsókn hefur stóraukist seinni part dags og á kvöldin. Afmælissundið hófst 1. febrúar og stendur til 24. maí. Verða nöfn allra sem mæta í sund 50 sinnum eða oftar sett í sér- stakan pott og úr honum dreginn verðlaunahafi. Norðfjarðar- kirkja 100 ára Norðfjarðarkirkja er 100 ára um þessar mundir. Hún var vígð snemma árs 1897 og sunnudaginn 16. feb. kl. 14:00 verður haldin há- tíðarguðsþjónusta í tilefni af þess- um tímamótum. Séra Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti, mun predika, Ingveldur Hjaltested syngja einsöng og Halldóra Hall- dórsdóttir leika á þverflautu. Fleiri góðir gestir eru væntanlegir þenn- an sunnudag og má þar m.a. nefna séra Svavar Stefánsson, sem var sóknarprestur í Norðfirði um margra ára skeið. Að lokinni guðsþjónustu verður kirkjukaffi í safnaðarheimilinu og sjá safnaðarkonur og kvenfélags- konur um það. Verið að bora um Starfsmenn Jarðborana hf. standa í heilmiklum framkvæmdum hér á Austurlandi um þessar mundir. Nú er verið að bora eftir neysluvatni á Reyðarfirði, en hola sem þar er fyr- ir er orðin 32 ára gömul og södd líf- daga, að sögn ísaks Ólafssonar bæj- arstjóra. Þá ætla fiskvinnslufyrirtæki á staðnum, Kambfell og SR-mjöl, að láta bora fyrir sig holur í sjó, en Ás- geir Margeirsson, tæknistjóri Jarð- borana, segir að fyrirtæki láti víða bora slíkar holur fyrir sig. Einnig stendur til að bora slíkar holur í Neskaupstað og á Eskifirði. Fisk- vinnslufyrirtækin vantar sjó til að fleyta loðnu og sfld í gegnum flokk- unarlínumar hjá sér.. Ekki samræm- ist kröfum nútímans að taka sjóinn úr flæðarmálinu, en með bomn fæst hann síaður og hreinn. Holurnar, sem verið er að bora hér nú, em 20 sm víðar og 18-20 m djúpar. Ásgeir segir þessa tækni vera orðna vel þróaða og mun fljótlegra að bora en áður. Um 1-2 dagar fara í borun hverrar holu og kostar hver hola í kringum 350 þús. kr., fyrir utan skatt. Séu borholumar vel nýttar, endast þær, að sögn Ásgeirs, nánast um aldur og ævi, þ.e. þangað til að jarð- fræðin á svæðinu fer eitthvað að breytast, eða úrkoma breytist vem- lega. Líftími mannvirkisins sjálfs er hins vegar 2-4 áratugir, því að rörin í holunum tærast. Leitað hefur verið að jarðhita í Austur-Skaftafellssýslu og segir Ásgeir að menn telji rétt að kanna aðstæður betur á nokkmm stöðum. “Víða á Austurlandi mun verða leitað að jarðhita, þegar tímar líða,” segir Ásgeir. Kortagerð-gervi- tungl Verkfræðistof- an Hönnun og ráðgjöf hefur ný- lega tekið í notk- un ný GPS-mæli- tæki til landmæl- inga. Tækin bjóða upp á nýja og áður óþekkta möguleika við kortagerð og landmælingar og mun meiri ná- kvæmni en áður hefur þekkst. Björn Sveins- son, starfsmaður Hönnunar og ráð- gjafar, segir tækið virka þannig að það nemi merki frá gervihnöttum, minnst 3-4 í einu og allt upp í 7-8, eftir því hve mörg tungl sjáist. Tvö eða fleiri tæki em notuð í einu og sé eitt þeirra í þekkt- um GPS-punkti, er hægt að ná þessari miklu nákvæmni í hæð og staðsetningu á punktum. Það þýðir að skekkjur verða mjög litlar. Hægt er að nota tækið bæði til að leiðrétta loftmyndir og eins til að kortleggja, en þá geta menn t.a.m. sett tækið á fjórhjól og ekið um landið sem á að kortleggja. Punktar em teknir, t.d. á 5 sek. fresti og út frá því er hægt að Bergsteinn Hilmar Metúsalemsson og Björn Sveinsson, starfsmenn HOR, að stilla tœkið góða. Austram. sbb. búa til líkan af landinu, reikna hæð- arlínur o.s.frv. Björn vildi láta það koma fram, að vænta má að loftnet þessi sjáist í notkun á stöðum hér á Austurlandi í náinni framtíð og mælist til þess að menn komi ekki nálægt þeim, þar sem þeir geta þá skyggt á merki frá gervitunglunum og eyðilagt mæl- inguna. Tæki þessi eru framleidd af Trimble Navigation í Bandaríkjun- um, en það fyrirtæki er þekkt fyrir framleiðslu á siglingatækjum. Jarðboranir hf. eru víða að bora eftir neysluvatni, leita að jarðhita, gera rannsóknir í grjótnámi o..s.frv. Fyrirtækið á 8 bora og em 4 í gangi innanlands þessa dagana og einn í útlöndum. Hann er á Asóreyjum við bomn eftir neysluvatni. r \ olís Fellabæ 1 Sími 4711623 Fax471 1693 _y % Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar Másseli, sími 471-1093 * Útihurðir o.fl. Ódýrasta frainköllun á Austurlandi Kynnið ykkur tilboðin O klst. Strax 1.254 kr. (24 myndir) á Royal pappír H RAÐ mijná dagar Hagkvæmt 990 kr. (24 myndir) á Royal pappír o dagar Ódýrast 690 kr. (24 myndir) Ljósritum myndir. Stækkum - minnkum í lit og svarthv. - einnig á boli og glærur_____ Egilsstöðum, sími 471-1777 Opnunartími: Mánud. - fimmtud. kl. 9-12:10 og 12:50-18. Föstud. kl. 9-12:10 og 12:50-19. Laugard. kl. 10-14. Gottverð Kodak gœði Þinnhamr Nýtið ykkur afsláttarkortin L L ‘ - w s t 6 u t c| •[ y e- f o s s s

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.