Austri


Austri - 15.01.1998, Qupperneq 1

Austri - 15.01.1998, Qupperneq 1
Verið velkomin Verslanir fyrir þig 43.árgangur Egilsstöðum, 15. janúar 1998. 2. tölublað Verð í lausasölu kr. 150 Kúluvarparinn Vigfús Dan kjörinn Austfirðingur ársins Fimmtíu og fimm einstaklingar voru tilnefndir í vali Svæðisútvarps Austurlands á Austfirðingi ársins 1997. Titilinn hlaut að þessu sinni 14 ára frjálsíþróttamaður á Homa- firði, Vigfús Dan Sigurðsson. Vig- fús leggur stund á þrjár kastgreinar, kúluvarp, kringlukast og sleggju- kast. Arangur hans er með eindæm- um góður, en hann hefur unnið öll mót sem hann hefur tekið þátt í frá því hann hóf keppni og hefur sett mörg Islandsmet. Sjálfur telur Vig- fús að hann hafi unnið besta afrekið á sl. sumri en þá sigraði hann í kúlu- varpi á Eyrarsundsleikunum sem haldnir voru í Helsingborg í Sví- þjóð. Vigfús stundar nám við gmnn- skólann á Homafirði, en mun dvelja í Reykjavík næsta sumar og þjálfa undir leiðsögn Þráins Hafsteinsson- ar. Austri sendir Vigfúsi Dan ham- ingjuóskir í tilefni af útnefningunni og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Þetta er í tíunda sinn sem hlustendur Raust velja Aust- firðing ársins og tóku tæplega þrjú hundmð manns þátt í valinu. I öðm sæti varð Róbert Haraldsson hand- boltaþjálfari á Reyðarfirði og Eski- firði og í því þriðja Kristjana Jens- dóttir húsmóðir á Homafirði. Vetur konungur gerði heldur betur vart við sig áAusturlandi í vikunni. Margir voru farnir að ímynda sér að enginn snjór myndi sjástþetta árið, en þeir hinir sömu reyndust ekki sannspáir. Þessi mynd er tekin á Egilsstöðum á þriðjudagsmorgun, en þá svignuðu greinar trjáa undan snjóþunganum, og var töluvert um aðþœr brotnuðu. Austramynd: sbb Skíðasvæðið í Oddsskarði opnar Vigfús Dan, Austfirðingur Arsins Flugleiðin Akureyri - Egilsstaðir Flogið til vors Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Flugfélagi Islands að halda flugi milli Akureyrar og Egilsstaða áfram um sinn. Páll Halldórsson, forstjóri, segir að allavega verði flogið á milli þessara staða til vors, en síð- an verði skoðað hvort það sé gmnd- völlur til að halda því áfram. „Þetta er eitt af þeim flugum sem er alveg á mörkunum," segir Páll. Jafnframt segir Páll að tap sé á flugi á þessari leið, á heildina litið. Páll segir erfitt að keppa við einkabílinn á þessari leið, sérstak- lega á sumrin, en á veturna hefur það gengið betur. Því getur verið að Flugfélag Islands dragi úr ferðum á sumrin, eða hætti þeim alveg. Flugfélag íslands flutti samtals 1545 farþega á þessari flugleið í 262 ferðum fram og til baka, frá 1. júní 1997- 30. nóvember sama ár. Gjaldskráin lækkar Nægur snjór er nú á skíðasvæðinu í Oddsskarði og verður það opnað um næstu helgi. Að sögn Omars Skarphéðinssonar umsjónarmanns verður ein lyfta opnuð til að byrja með, en á svæðinu eru tvær diska- lyftur og byrjendalyfta og fer eftir veðri hvenær hægt verður að koma þeim öllum í gang. Akveðið hefur verið að lækka gjaldskrá og vonast rekstraraðilar til að það verði til þess að auka aðsóknina. Dagskort fyrir fullorðna kosta nú sex hundmð krónur, hafa lækkað um 200 krónur og bamakort lækka úr þrjú hundruð og fimmtíu í þrjú hundruð. Vetrar- kort fyrir fullorðna hafa einnig lækkað úr tíu þúsund krónum í níu Ising veldur tjóni Fyrsti snjóbylur vetrarins olli töluverðum rafmagnstruflunum á Héraði og víðar og áttu starfsmenn Rarik annríkt á þriðjudag við að fjarlægja ísingu af raflínum og gera við það sem aflaga fór. I Fellum slitnaði raflína með þeim afleiðing- um að rafmagnslaust varð á bæjum frá Hofi út í Ekkjufell. Jafnframt slitnaði raflína í Eiðaþinghá og mik- il ísing var á raflínum í Hjaltastaða- þinghá og við bæinn Hlégarð brotnuðu tveir raflínustaurar. Rafmagn var tekið af vegna íshreinsunar á Borgarfirði, Hjaltastaða- og Eiðaþinghám. I Mjóafirði varð einnig raf- magnslaust og var vinnuflokkur frá Neskaupstað sendur sjóleiðis á stað- inn til viðgerða, en einangrari dróst þar upp úr spenni og var bilunin þess eðlis að ekki var hægt að keyra dielselvélar á staðnum. Samsláttur varð á línum á Gagnheiði, en rafmagn fór ekki af þeim sökum Heimir Sveinsson, tæknistjóri hjá RARIK, sagði í gær (miðvikudag) að talsverð vinna væri eftir við viðgerðir, en frekari bilanir höfðu þá ekki komið í ljós. þúsund, en vetrarkort bama standa í stað og kosta fjögur þúsund og fimm hundruð. Þá hefur verið ákveðið að gefa öllum sjö ára böm- um á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað vetrarkort og verður þeim ennfremur boðið upp á ókeyp- is skíðanámskeið í febrúar. Til að byrja með verður svæðið opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00-20:00 og á föstudögum frá 13:00-19:00. Um helgar verður opið frá 11:00-17:00. Upplýsingar um færð og veður er hægt að fá á sím- svara. Hvað er þetta hvíta þarna? Fyrlr nýja árið Hunts tómatsósa Hunts tómatar Hunts Pizzasósa Fínn crisp kryddaðar 200 gr 109 Wasa hrökkbrauð frukost 250 gr 139 Wasa hrökkbrauð sesam 250 gr 138 Appelsínur 1 kg 129 Grape rautt 1 kg 119 FB Ólífuolía 500 ml 288 FB Ólífuolía EV. 500 ml 338 680 ml 109 411 gr 38 361 ml 129 Verslanir

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.