Austri - 15.01.1998, Qupperneq 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 15. janúar 1998
Ný stefna í
vegamálum
Vegaáætlun hefur verið lögð fram á Alþingi. Að þessu sinni telst
framlagning hennar til meiri tíðinda en venjulega vegna þess að nú er
gert ráð fyrir að langtímaáætlun verði til umræðu sem markar stefn-
una í vegagerð til ársins 2010. Vegaáætlunin er því tvíþætt. Annars
vegar endurskoðun næstu fjögurra ára, og skipting verkefna á það
tímabil. Hins vegar langtímaáætlun þar sem gert er ráð fyrir að nálg-
ast verkefnið með nýjum hætti. Skipting á einstök verkefni árið 1998
liggur fyrir, en árið 1999 er gert ráð fyrir að ný skipting taki gildi sem
byggist á nýjum skilgreiningum verkefna.
Það er fólgið í því í fyrsta lagi að leggja bundið slitlag til allra þétt-
býlisstaða sem telja yfir 200 íbúa, og tengja nálæga byggðakjama
með fleiri en 1000 íbúa, endurbæta ferðamannaleiðir með mikilli um-
ferð, endurbyggja brýr sem ekki þola fullan Evrópu þunga, breikka
vegi með mikla umferð til þess að auka umferðaröryggi, endurbyggja
hættulega kafla og breikka brýr á vegum með mikilli umferð.
Kostnaður við þessar aðgerðir er mestur á Austurlandi, Norður-
landi eystra og Vestfjörðum.
Reiknað er með því að á áætlunartímabilinu verði nokkrum fjár-
munum óskipt til þess að auka sveigjanleika í áætluninni. Sömuleið-
is að hægt sé að færa, tímabundið, úr stórverkefnum til annarra að-
kallandi verkefna.
Fyrir Austurland myndi samþykkt vegaáætlunarinnar þýða að lok-
ið yrði, á áætlanatímabilinu, tengingu norður í land að Jökuldal með-
töldum og um Vopnafjarðarheiði, og tengingu um Fjarðaleiðina suð-
ur um land. Nauðsyn er einnig að bæta vegasambandið um Breið-
dalsheiði og ekki er hægt að skilja við þetta mál án þess að fyrir því
sé séð með þeim möguleikum sem sveigjanleiki áætlunarinnar felur í
sér.
Inn í þessum áætlunum er gert ráð fyrir áframhaldandi framlögum
til jarðgangnarannsókna, en að jarðgangnagerð sé sjálfstæð ákvörðun
sem myndi þá krefjast ákvarðana um fjáröflun fyrir utan þann ramma
sem lagður er í áætluninni. Ahersla skal lögð á það að vinna ber
áfram að því að ákveða hvar skal hefja jarðgangnagerð á Austurlandi
og samþykkt breyttra áherslna í almennri vegagerð á ekki að breyta
neinu þar um.
Með þessum fyrirvara um jarðgangnagerð og vegagerð um Breið-
dalsheiði er ljóst að langtímaáætlun ef hún verður samþykkt og eftir
henni farið horfir til framfara fyrir Austurland. Það er afar mikil-
vægt að haldið sé við þær áætlanir sem upp eru settar, hvað varðar
framkvæmdamagn þótt utanaðkomandi ástæður geti valdið því að
ástæða sé til áherslubreytinga. Því er nauðsyn að áætlunin verði af-
greidd nú í vetur á Alþingi, og það er ljóst að ekki er eftirsjá fyrir
Austfirðinga að hinni gömlu skiptingu vegafjár milli kjördæma og
mál til komið að nýjar áherslur komi til.
J.K.
Framsóknarfélag Egilsstaða
Félagsfundur í Framsóknarfélagi Egilsstaða verður haldinn í
Austrahúsinu (fundarsalur í kjallara) laugardaginn 17. janúar 1998
kl.: 13:00
Dagskrá:
1. Sveitarstjórnarkosningar í vor (Hvernig skal standa
að uppstyllingu á framboðslista)
2. Önnur mál
Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. Fólk úr
öllum sveitarfélögum sem sameinast er hvatt til að mæta.
Stjórnin
Karlar verða að leyna karl-
mennsku sinni í starfínu
- umhverfið er orðið svo mjúkt!
Nú stendur yfir námskeið í Kenn-
araháskóla íslands um karlmennsku
í grunnskólum. Það eru karlkyns
nemendur á þriðja ári í skólanum
sem sækja námskeiðið, en hug-
myndin að því er komin frá Jóni
Guðmundssyni, kennara á Hall-
ormsstað.
Körlum fer mjög fækkandi í
kennarastétt og nú em tæplega 20%
nemenda í KHI karlar. Flestir bera
því við að laun kennara séu svo
slæm og það sé aðalástæða þess að
þeir vilji ekki fara í kennslu, en svo
em aðrir sem halda því fram að
fleira hangi á spýtunni. Umhverfið í
grunnskólum landsins sé orðið
þannig að karlar eigi erfitt með að
vera þeir sjálfir, séu nauðbeygðir til
að samsamast því mjúka umhverfi
sem meirihluti kennara, konur, hafi
skapað þar.
Bent er á að nemendur hafi ekki
gott af því að alast upp við einslitt
kynjaumverfi, þar sem annað kynið
sé í miklum meirihluta og munurinn
á framkomu karla og kvenna sé
lítill. Auk þess sem fyrirmyndir t.d.
bama einstæðra mæðra séu nánast
eingöngu konur á meðan þau eru á
leikskóla og svo í gmnnskóla.
Hvað er karlmennska?
Jón Guðmundsson segir menn
að sjálfsögðu leggja mismunandi
merkingu í hugtakið karlmennsku
og það flæki málið. „Ég var í við-
tali á Bylgjunni um daginn og for-
málinn að því var þannig að kunn-
ingi minn hélt að það ætti að fara
að tala við einhvem jaxl. Svo kom
ég bara og það fannst honum ekki
mikið karlmenni.
Karlar verða að vera sýnilegri.
Kennari í skóla þarf ekkert að fara
í felur með það þó hann hafi áhuga
á jeppum, skytteríi, enska boltan-
um eða öðru sem konum finnst oft
bara vera framlenging af bernsk-
unni. Það er eins og þær séu með
hin stóm vandamál heimsins á sín-
um herðum, af því að karlinn taki
aldrei ábyrgð á þeim. Hann er
alltaf að leika sér.“
Jón segir þessa umræðu líka
tengjast stöðu stráka í grunnskólum,
menn spyrji sig hvort það væri t.d.
betra fyrir baldna stráka að vera hjá
karlkennara en konu. Myndu þeir
frekar samsama sig honum?
Fela jeppatal
Einar Sveinn Ámason, skólastjóri
Gmnnskólans í Neskaupstað, hefur
skoðað þessi mál nokkuð, þar sem
hann var í karlanefnd Jafnréttisráðs,
en segist ekki hafa geta rökstutt mál
sitt með neinum vísindalegum nið-
urstöðum. „Það er nokkuð ljóst að
kynin glíma ólíkt við einstaklinga,
og þá er ég ekki að dæma hvort er
betra eða verra, en nálgunin er ólík.
Það þýðir að kennsluaðferðir verða
alltaf svolítið öðmvísi." Hann tekur
undir að leið kvenna við kennslu
hafi orðið ofan á og það geti verið
erfitt fyrir karlkennara að vera orfur-
seldur mati kvenna á hvemig eigi að
gera hlutina. Þetta eigi sérstaklega
við um þá sem kenna yngri bömum,
þar sem konur hafa í flestum tilfell-
um séð um kennslu barna á fyrri
skólastigum.
Það hefur heyrst að skortur á karl-
fyrirmyndum í skólakerfinu hefti
stráka í gmnnskólunum, geri þeim
erfiðara að aðlaga sig að skólanum.
„Maður veit ekkert um þetta. Mæð-
ur hafa alið upp stráka alla tíð, og
menn geta deilt um hvort þeim hefur
tekist það vel eða illa. Ég vil alls
ekki gera lítið úr gæðum kvenkenn-
ara, því þær hafa nú haldið skólun-
um gangandi.“ Hann segir að ung-
lingsstrákar sem hafa komist upp
með að vaða yfir allt og alla veigri
sér frekar við því að vaða yfir karl-
kennara, sem kannski láti ekki bjóða
sér jafn mikið og konumar. „Það er
ofboðslega óhollt fyrir stráka að
komast upp með valdbeitingu.“
Karlar flýja gjarnar úr kennara-
starfinu vegna launa, þó að það sé
varla eina skýringin á fækkun í stétt-
inni. „Það er mikill galli fyrir karla
að kvennalaunum skuli vera haldið
niðri, það heldur okkur úti á vinnu-
markaðnum þar sem við vinnum
langan vinnudag, kannski í tvöföldu
starfi. Því fáum við ekki að njóta
þess að vera með bömunum okkar?“
Einar segist sammála því að karl-
ar í kennarastétt séu farnir að fela
ýmislegt sem flokkast undir hefð-
bundna karlmennskuskilgreiningu,
s.s. jeppatal o.fl. „Það em allt aðrar
umræður hér í Nesskóla en t.d. upp í
Verkmenntaskóla þar sem karlar em
í miklum meirihluta." Hann segist
ekki leggja mat á hvomm staðnum
umræðan er gáfulegri, en „karlamál"
séu ekki í hávegum höfð á kennara-
stofum þar sem konur eru í meiri-
hluta. Það vanti töluvert á að kynin
hafi umburðarlyndi fyrir áhugamál-
um hvors annars, best væri að þau
gætu tekið fordómalaust þátt í um-
ræðum, hvort sem þær fjalla um
bleiuskipti eða enska boltann.
Einar telur að strákar geti fengið
mjög brenglaðar hugmyndir um
karlmennsku ef þeir sjá enga karla í
skólunum, þar sem stór hluti upp-
eldisins fer orðið fram. „Maður er
hræddur um þessa stráka sem skerp-
ast allir í einhverju karlmennskuæði,
sjá aldrei neina karlmenn nema
þennan sem er með nærbuxurnar
utan yfir buxumar og flýgur út um
allt. Eða þá sem drepa fjölda manns
með einu kjaftshöggi. Þetta eru
kannski krakkar sem eiga pabba
sem búa allt annars staðar á landinu
og sjá þá aldrei. Hluti af bamapíun-
um er vídeótækið og ég hef mestar
áhyggjur af því að þau sjái aldrei
karla sem bregðast við á eðlilegan
hátt, og ráða meira að segja ekki við
öll vandamál."
Harði karlinn á erfitt
uppdráttar
Sigurður Friðleifsson, kennari í
Vopnafjarðarskóla segir karla vera í
miklum minnihluta meðal kennara
skólans. Skólastjórinn er karlmaður
og auk hans eru 2 aðrir karlar í 11
manna kennaraliði skólans. Hann
segist sammála því að hin hefð-
bundna karlmennskuímynd eigi ekki
upp á pallborðið í skólastarfinu, en
telur þó að starfsumhverfið skapi
menn sér mikið til sjálfir í kennsl-
unni. „Harði karlinn á frekar erfitt
uppdráttar í skólakerfinu í dag,“ seg-
ir Sigurður. „Menn verða að halda
karlmennsku sinni niðri, en það er
ekkert sem aftrar mér í starfi. Samt
myndi ég skilja ef það gerði það hjá
einhverjum karlkennumm.“
Auglýsingasími
Austra er 471-1600
Margir telja að nemendur hafi ekki gott afþví að alast upp við einslitt kynjaumverfi,
þar sem annað kynið sé í miklum meirihluta. Körlum fer ört fœkkandi í stétt
grunnskólakennara og fyrir vikið fer að vanta sárlega karlímyndir íþessar stofnanir.