Austri - 15.01.1998, Page 3
Egilsstöðum, 15. janúar 1998
AUSTRI
3
• •
Álitsgjafarnir
Nú eru áramótin liðin og nýtt ár gengið í garð.
Þau liðu hjá á hefðbundinn hátt, með ræðum forystu-
manna þjóðarinnar, áramótagreinum, spákonum og
mönnum í ljósvakamiðlunum sem létu ljós sitt skína
um atburði liðins árs og spáði um framtíðina. Allt
var þetta með nokkuð hefðbundnum hætti. Flestir
vom sammála um að síðasta ár hefði verið gjöfult,
enda mun svo að það var metár í sjávarafla og munar
um minna hér á landi þar sem útflutningsstarfsemin
byggist á sjónum og því sem úr hafinu kemur að
tveimur þriðju hlutum.
Ræður landsfeðranna
Eftir ræður forsætisráðherra og forseta íslands um
áramótin kemur á vettvang her spekinga til þess að
orðtaka þær og leggja út af þeim. Þeim varð nokkuð
gott til fanga að þessu sinni um mismunandi áherslur,
einkum í umhverfismálum. Forsetinn gerðist
heimsendaspámaður, en forsætisráðherrann minnti á
veðurspámar sem stæðust misjafnlega, þrátt fyrir öll
vísindi.
Eg er með þeim ósköpum gerður að ég hef til-
hneigingu til þess að draga frá og fara bil beggja.
Það er ekki ástæða til þess að gera lítið úr vísindun-
um varðandi gróðurhúsaáhrif og áhrifa mannlegrar
starfsemi á veðurfarið, en þó ætti að fara varlega í
heimsendaspámar, og kenningar um hafstrauma em
umdeildar. Að sjálfssögðu er full ástæða til þess fyr-
ir okkur að fylgjast vel með á þessum sviðum, því
golfstraumurinn er undirstaða okkar tilvem. Hitt er
svo annað mál að náttúmvísindin era ekki enn þess
umkomin að segja fyrir um orsakir hlýskeiða og
kuldaskeiða sem ávallt hafa gengið yfir á norðlæg-
um slóðum, þótt vissulega fleygi þekkingunni fram
með auknum rannsóknum. Greindur og athugull
maður minnti mig á í viðræðu um þessi mál, fyrir
nokkmm dögum, að landið okkar hefði ekki verið
byggilegt nema tiltölulega skamman tíma sé litið tug-
þúsundir ára aftur í tímann. Gróðurhúsaáhrif þurfti
þá ekki til loftslagsbreytinga.
Umhverfismálaumræðan
Umræður og staðhæfíngar ýmissa greinarhöfúnda í
blöðum um umhverfismál hafa ekki verið mjög sann-
gjamar í garð okkar manna sem fóm til Kyoto, eða
þjóðarinnar almennt. Við emm stimplaðir umhverf-
issóðar sem þráum það helst að mega menga sem
mest. Staðreyndum um útrýmingu á kolum og olíu
til húshitunar er alveg sleppt úr þessari umræðu. Það
er ekki heldur á það minnst að sveitarfélög í landinu
hafa kostað mjög miklu til á undanfömum ámm til
að útrýma sorpbrennslu. Þetta breytir því ekki að
þörf er að taka til á ýmsum sviðum. Samgöngumar
hjá okkur em mikill mengunarvaldur en einn þriðja
af menguninni má rekja til þeirra og einn þriðja til
fiskiskipaflotans og brennslu olíu við veiðar.
Alþjóðasamningar
Losun koldíoxíðs í andrúmsloftið er alheimsvanda-
mál sem ekki verður tekið á nema með mjög víðtæku
alþjóðlegu samkomulagi. Vissulega verðum við Is-
lendingar að taka þátt í þeirri samningagerð af full-
um krafti. Tækniframfarir varðandi brennslu
eldsneytis em okkar möguleikar til vemlegrar minnk-
unar á þeirri mengun, sem nú er staðreynd hér á
landi. Þær framfarir taka óhjákvæmilega nokkum
tíma en þar á ég við brennslu á vetni og notkun raf-
magns sem orkugjafa í samgöngum. Staða okkar er
því slík að fráleitt er að vera með gífuryrði í garð
þeirra sem fjalla um stöðu mála hér á landi, á
erlendum vettvangi.
Glettingur kominn út
Glettingur (7. árg. 2. tbl.), tímarit
um austfirsk málefni, er kominn út.
Þetta er 14. hefti blaðsins, sem hefur
verið gefið út sl. 7 ár. Blaðið er 44
síður og er að þessu sinni ritstýrt af
Helga Hallgrímssyni.
í Glettingi hefur á þeim tíma sem
hann hefur komið út verið fjallað ít-
arlega um ýmis mál er tengjast Aust-
urlandi, menningu, náttúru, listir og
þjóðlegan fróðleik. I nýjasta heftinu
skrifar Smári Geirsson, í Neskaup-
stað, um Viðfjarðarveg og gerð vegar
um Oddsskarð. Hálfdan Haraldsson á
Kirkjumel, Norðfirði, rekur sögu
gamalla gatna í Norðfjarðarhreppi
hinum foma, Guðrún Kristinsdóttir
greinir frá endurbyggingu Löngubúð-
ar á Djúpavogi og opnun Ríkarðs-
safns, Theodór Ámason fiðluleikari
Forsíðumyndin er af súlu á hreiðri í
Skrúðnum og er hún tekin af Jóhanni
Ola Hilmarssyni.
segir frá undrum Lagarfljótsins 1907.
Þá skoðar Magnús H. Helgason,
sagnfræðingur, Kjólsvíkurmál 1707-
1708, dómsmál úr Borgarfirði eystra.
í heftinu er einnig kynning á rithöf-
undinum Unni Sólrúnu Bragadóttur
og birt er ljóðsagan Vonbrigði úr
óprentaðri bók hennar. Sigurjón
Bjarnason skrifar ritdóm um Egils-
staðabók - Frá býli til bæjar. Helgi
Hallgrímsson skrifar um rithöfunda-
feril Vilhjálms Hjálmarssonar auk rit-
dóma um tvær bækur hans. Helgi
skrifar líka um myndlist og leiklist á
fimmtugsafmæli Egilsstaðabæjar og
minningu um Áma Margeirsson. Jó-
hann Óli Hilmarsson og Smári
Brynjarsson segja frá fuglalífi í
Skrúðnum í máli og myndum. Gamla
myndin er á sínum stað og þá eru í
heftinu tvö áður óbirt kvæði eftir
Gunnar Gunnarsson.
Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar
eykst
Eg skal kveða
við þig vel
Umsjón:
*
Agústa Jónsdóttir
Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár
með þökk fyrir ánægjuleg sam-
skipti á liðnu ári.
Alltaf leiðist mér að leggja rými
þáttarins undir leiðréttingar, en hér
verður ekki hjá því komist. í texta
með vísunni um bæjardymar, sem
bretta nefið, hefur fallið niður heil
lína og heldur betur haft áhrif á frá-
sögnina. Tæplega lætur nokkur sér
detta í hug að Héraðsskjalasafnið
okkar hafi gefið út kver eftir Símon
Dalaskáld?
Setningin á að vera svona: - Vís-
an er birt í kveri eftir Símon Dala-
skáld, sem heitir Saga Eiríks Magn-
ússonar og Hannesar Bjamasonar
og kom út árið 1912. Kverið er til á
Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum.
Prentvillupúki - eða hvað? Hvað
mun innar? sagði karlinn þegar
hann fann lús á tanngarðinum.
En þá að vísum. Tvær vísur,
gamlar, fékk ég eftir mann sem hét
Ólafur Bergsson. Um hann veit ég
lítið utan það að hann var bama-
kennari í Tunguhreppi eitt eða tvö
ár laust eftir aldamótin síðustu og
var langafi Sigfúsar á Brekku í
Mjóafirði og fleiri ágætis manna og
kvenna.
Vetrarvísa:
Nú er rétt að bresta í byl,
búist fljótt til sauða.
Loftvogin er líkast til
að lesa um hríð og dauða.
Og vorvísa:
Himininn fellir feginstár,
flúin er mjöll úr högum.
Sunnanvindur, svanur og már
syngja nú öllum dögum.
Tvær nýjar vísur eftir Birgi Þ.
Ágústsson í Keflavík. Hann og
nokkrir vinir hans hafa fyrir sið að
fara á þorranum vestur á Snæfells-
nes, gista þar í húsi sem þeir fá til
afnota og halda eins konar þorrablót
um kvöldið. Eitt sinn vaknaði
Birgir á undan hinum, fékk sér
morgunverð og skildi eftir vísu á
borðinu:
Snemma ég á fœtur fer
feikna hress og kátur.
Aðeins til að ylja mér
át ég pung og slátur.
Birgir fékk lánaðan sumarbústað
hjá vini sínum er Guðmundur heitir.
I bústaðnum skildi hann eftir þessa
vísu:
Gœðablóð ertu Gvendur minn,
greiðasemina skal ég muna.
Kom ég þreyttur íkofann þinn,
kœra þökk fyrir gistinguna.
Á hagyrðingamótum nútímans
þykir hin besta skemmtun í vel
gerðum fyndnum og tvíræðum vís-
um. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri.
Margir okkar gömlu hagyrðinga
vom snillingar á þessu sviði. Vatns-
enda - Rósa er sögð höfundur
alkunnrar vísu:
Sátu tvö að tafli þar
tafls óæfð ísóknum.
Aftur á bak og áfram var
einum leikið hróknum.
Önnur efir Rósu, óljósari, full af
líkingamáli síns tíma, svo mönnum
kemur fyrst í hug einhver falleg
kvöldstemmning, en meiningin er
reyndar önnur:
Oft á veiðar Venusar
vopnameiða jjöldinn,
upp á heiðar hafsólar
hefja reið á kvöldin.
Ekki veit ég hver Síma-Mangi
var, en um hann gerði Óskar Arin-
bjamarson þessa ágætu vísu:
Síma - Mangi sjafnardröfn
siglir ífangi nœtur.
Orminn langa höfn úr höfn
liraðan ganga lætur.
Þá fer líklega einhverjum að
þykja nóg komið. Eg ætla að enda
þetta með vísu sem varð til á hag-
yrðingamóti í Tungubúð þann 29.
nóv. sl. Varpað var fram fyrriparti:
Nú er hlýtt og nú er blautt
nú er vetur blíður.
Aðalsteinn Aðalsteinsson frá
Vaðbrekku botnaði:
Nú er þýtt og nú er autt
nú er kátur lýður.
Þá er nóg kveðið að sinni. Hafið
þökk fyrir lesturinn.
Ágústa Ósk Jónsdóttir
Eiríksstöðum 2
Þar sem vetur virðist loks vera
genginn í garð höfðum við samband
við Vegagerðina og fengum upplýs-
ingar um fyrirkomulag snjómoksturs
í vetur. Ef ekki hamla veður verður
opnað daglega ef þörf krefur, frá Eg-
ilsstöðum yfir Fagradal til Reykjavík-
ur, frá Reyðarfirði til Norðíjarðar, yfir
Fjarðarheiði, frá Egilsstöðum úti í
Eiða, inn í Hallormsstað og yfir í
Fellabæ. Frá Egilsstöðum til Borgar-
ljarðar verður opnað þrisvar í viku, á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum og yfir Breiðdalsheiði á
mánudögum og föstudögum. Á veg-
inum yfir Möðrudalsöræfi verður
vetrarþjónusta fjóra daga í viku, á
mánudögum, miðvikudögum,
fimmtudögum og föstudögum. Sömu
daga verður opnað yfir Vopnafjarðar-
heiði, en daglega er opnað frá kaup-
túninu yfir á flugvöll. Frá Vopnafirði
norður til Húsavíkur verður einnig
haldið opnu fjóra daga í viku, á
sunnudögum, mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum. Upplýsingar
um opnunardaga liggja frammi á
bensínstöðvum, hótelum og víðar. Á
undanfömum árum hafa verið settar
upp sjálfvirkar veðurathugunarstöðv-
ar víða um land og er nú svo komið
að ferðamenn geta gengið að upplýs-
ingum um veður og færð á fjallveg-
um. Þær er að finna: í textavarpi,
Vegvísi á Intemetinu, græna númer-
inu 800-6316, auk þess að starfsmenn
Vegagerðarinnar veita upplýsingar ef
til þeirra er leitað.
Bændaferðir árið 1998
Vorferðir Sumarferðir
Skipulagðar hafa verið tvær ferðir suður að Gardavatni á Italíu með viðkomu í suður Þýskalandi og Frakklandi. Fyrri ferðin hefst 26. mars og komið tilbaka 5. apríl. Síðari ferðin er frá 22. apríl til 1. maí. Verð kr 65.000 og 68.000 Þá verður farin ein ferð í Svartaskóg í Þýskalandi. Gist verður í Oberkirch. Flogið verður til Luxemborgar þann 20. apríl. Verð kr. 58.000 Gert er ráð fyrir að fara 4 ferðir í júní til Mið- Evrópu. Þar af verða þrjár að Gardavatni og Tyról í Austrurríki með viðkomu í S.- Þýskalandi. Þá er í lok júní í boði ferð til Ungverjalands, Austurríkis, Tékklands og Þýskalands. Boðið verður uppá fjölbreyttar skoðunarferðir til m.a. Vínarborg, Budapest, Prag og fleiri þekktra staða. Þetta verða 2ja vikna ferðir.
Nánari uppl. er hægt að fá hjá Bændasamtökum íslands í síma 563-0300 eða hjá Samvinnuferðum/Landsýn á Hótel Sögu f síma 562-2277