Austri


Austri - 15.01.1998, Síða 7

Austri - 15.01.1998, Síða 7
Egilsstöðum, -15. janúar 1998. AUSTRI 7 Annað opið bréf til Egilsstaðabúa um málefni unglinga Hverning líta þeir sjálfír á málið? Kæru lesendur! Við héma í félagsmiðstöðinni Ný- ung á Egilsstöðum vorum ekki allt of hrifin af grein sem birt var í blað- inu um daginn. Þó finnst okkur ánægjulegt að loksins skulu hjólin farin að snúast um þau málefni sem okkur varðar. Finnum við okkur því knúin til þess að halda umræðunni á lífi og viljum við fá tækifæri til að lýsa okkar skoðun. Það sem okkur finnst sárast er að í greininni er ekki litið á okkur sem manneskjur heldur markaðshóp og kom það eins og högg í andlitið að kannski þyrfti að fara að kalla okkur „utangarðsmenn.“ Auðvitað hafa sum okkar ekki hagað sér eins og best væri á kosið en okkur finnst ekki rétt að eingöngu sé litið á okk- ar verstu hliðar og við séum öll sett undir sama hatt. Unglingar gera ým- islegt gott en það er eins og það sé aldrei metið við okkur. Við teljum að fyrsta skrefið í átt að betra sam- starfi ungmenna, lögreglu og full- orðinna sé umturnun á hugarfari ALLRA bæjarbúa. Við erum ekki vond í gegn. Eru reykingar að aukast meðal unglinga? Spurt er í greininni um reykingar og hvað sé til ráða. Við höfum nú ekkert eitt rétt svar við því og auð- vitað finnst okkur tóbaksreykingar í auknu mæli vera hryggileg stað- reynd og vitum upp á okkur sökina. En reykingar eru ekki eitthvað sem hægt er að binda við einn aldurshóp. Auðvitað byrja flestir að reykja á þessum aldri en aldrei höfum við heyrt um að menn hætti þegar þeir eru komnir upp fyrir unglingsárin. Þið fullorðnu reykingamenn leynist hérna í bænum líka. Þetta er dökk hlið á okkur unglingum, því verður ekki neitað en svona erum við. Okk- ur finnst því hræðilegt að sagt sé að við séum öllum til vansa og bænum til smánar. Við eigum svona ásakan- ir ekki skilið. Áfengisneysla unglinga er að aukast. Áfengisneysla unglinga er stórt vandamál, við getum verið ykkur hjartanlega sammála í þeim efnum. En eins og kemur fram í greininni er þetta vandamál ekki eingöngu eitt- hvað sem bundið er við bæinn okk- ar. Egilsstaðir eru miðpunktur Hér- aðsins og hingað flykkist fólk um helgar. Allir sem vettlingi geta vald- ið koma hingað í þeirri von að hér sé menningin, sem hún og er. Okkur í grunnskólanum finnst þó að vandamálið sé mikið til bundið við menntaskólaaldurinn, (aldurinn 16- 20 ára). Greinin var bundin við ald- helst sækir félagsmiðstöðina felld- um tár yfir þeim ásökunum og þeirri niðurrifsstarfsemi sem gerð var á starfi okkar það sem af er þessum vetri. Við viljum reyna að opna augu bæjarbúa á þeirri starfsemi sem hérna fer fram. Við erum að gera héma mjög góða hluti en það er eins og þið viljið ekki meta það við okkur. Okkur finnst hugarfar bæjarbúa snúast um það eitt að finna okkar verstu hliðar og reyna af öllum mætti að traðka okkar vinnu niður í svaðið. í greininni fannst okkur hart til orða tekið að starfsemi Nýungar lægi í láginni vegna þagn- arinnar sem hér ríkti um daginn. Mikill misskilningur er í gangi ef þið haldið að þessar aðgerðir okkar hafi verið framkvæmdar upp á grín. Frá okkur var stolið 15 geisladisk- um að andvirði rúmlega 30 þúsund >5is. ;■•... ::í'í . ■ ' ■ : ..;v::;v:í, ;:'v íí'S-s:::'1::'':: : Nemendur við grunnskólann á Egilsstöðum vinna við gerð veggskreytingar í Opinni viku á síðastliðnu vori. Austramyndtsbb urinn 14-16 ára en okkur finnst mikilvægara að rætt sé við þann aldurshóp sem hlut á að máli. Er félags- og tómstundastarf á upp- eða niðurleið? Við sem erum í þeim hópi sem krónur. Það er allur peningurinn sem við fáum fyrir geisladiskum yfir árið. Okkur finnst því að grein- arritari hefði átt að kynna sér þetta mál mun betur áður en farið var að gagnrýna þessar aðgerðir. Kannski var þetta ekki töfralausn að stöðva alla tónlist í húsinu en hún virkaði þó, enda ómar þar tónlist í dag. Kvartanir höfum við líka heyrt um að opnunartíminn sé stuttur og hús- Valborg Ösp Arnadóttir formaður nemendaráðs. ið illa nýtt. Opnun kallar á starfsfólk og er einhver af ykkur foreldrum sem finnur hjá sér löngun til að vinna með okkur? Við bara spyrj- um. Auðvitað langar okkur að vera hérna. Þetta er jú „okkar hús.“ En þetta er mál sem við ráðum ekki við. Því viljum við skora á bæjar- stjórn að endurskoða afstöðu sína um fjármagn til félagsmiðstöðvar- innar Nýungar. En við viljum líka hitta eldra fólk og ætli það sé ekki megin ástæðan fyrir veru okkar í Söluskálanum öll kvöld. Þess vegna viljum við láta endurskoða aldurs- takmarkið í Nýung. Má það ekki vera 14-18 ára? Þann hóp vantar at- hvarf og þá ekki síst á föstudags- og laugardagskvöldum. Unglingar eru ekki alslæmir Við gerum ýmislegt gott. í þessu sambandi viljum við minna á Tjam- argarðinn sem þið kallið stolt ykkar og prýði. Það vorum við sem kom- um honum í gagnið. Bærinn kom í fréttum helgina 4.-6. október sl. Þar vorum við enn að verkii. Þá helgi héldum við Landsmót samtaka fé- lagsmiðstöðva á Islandi (Samfés). Þá lögðum við nótt við dag til að koma öllu í gagnið og erum við enn að taka við þökkum og hrósi fyrir það frábæra starf sem við unnum þá af hendi. Er þetta metið við okkur? Við héma í félagsmiðstöðinni eig- um marga afreksmenn. Við eigum Austurlandsmeistara í fótbolta, freestyle og spice girls dansi svo að eitthvað sé nefnt. Það getur því eng- inn með góðri samvisku sagt að við séum ekki að gera góða hluti. En góðir hlutir falla ekki af himnum ofan. Við höfum notið dyggs stuðn- ings æskulýðs- og íþróttafulltrúa og því finnst okkur nokkuð alvarlegar ásakanair sem á hann vom bomar í áður umræddri grein. Það var jú hann sem fékk landsmótið (Samfés) hingað en þetta var í fyrsta skiptið í rúmlega 8 ár sem það fer út fyrir höfuðborgarsvæðið. Er hægt að fá betri kynningu fyrir einn bæ heldur en rúmlega 200 manns í heimsókn sömu helgina? Við viljum þakka fyrir það hrós sem við fengum í greininni þó að lítið væri og að lok- um vonum við að við mætum aukn- um skilningi á málefnum unglinga. Einnig langar okkur að heyra í þeim aldurshópi sem talað er um í grein- inni en lokið hefur gmnnskóla (16- 20 ára). Við höfum áhuga á að gera hér byltingu í bænum okkar. En við þörfnumst hjálpar. Fh. nemenda í grunnskólanum á Egilsstöðum Valborg Ösp Árnadóttir formaður nemendaráðs. Fjárlögin 1998 Hraðfrystihús Eskifjarðar Besta ár í sögu félagsins I næstu blöðum Austra verður stiklað á stóru í fjárlögum næsta árs. Litið verður á þá liði sem varða Austurland og gerð stuttlega grein fyrir þeim. I þessu blaði byrjum við á því að líta á heimildir fjármálaráðherra til að selja eignir ríkisins á Austur- landi, en það skal tekið fram að ráðherra er ekki skylt að selja þessar eignir, einungis heimilt. Fjármálaráðherra er heimilt að selja eftirfarandi húseignir eða húshluta á Austurlandi: Eignarhlut ríkissjóðs í fjölbýlishúsinu Mið- garði 4 á Egilsstöðum, eignarhlut ríkissjóðs í gamla súkrahúsinu á Seyðisfirði eða semja um hugsan- lega yfirtöku eignarinnar, selja sinn hlut í læknisbústað við Laufás 4, Egilsstöðum og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn. Þá er fjármálaráðherra heimilt að selja eftirtaldar jarðir á Austur- landi: Hól í Fljótsdalshreppi, Ána- staði í Hjaltastaðarþinghá og Gvendarnes (Hafnarnes) í Fá- skrúðsfjarðarhreppi. Einnig er ráð- herra heimilt að selja hlutabréf rík- issjóðs í Barra hf. og verja hluta af andvirðinu í þágu Skógræktar rík- isins og Héraðsskóga. Ráðherra má og afhenda safnaðarstjórn Eiðaskóknar Eiðakirkju. Undir liðnum ýmsar heimildir er fjármálaráðherra heimilt að “ráð- stafa, að fengnum tillögum iðnað- arráðherra, allt að 80 m,kr. til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Sér- staklega skal huga að atvinnusköp- un á þeim landssvæðum sem ekki njóta góðs af atvinnustarfsemi sem tengist uppbyggingu á orku- og stóriðjusviði. Sl. ár var það besta í útgerðar- sögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Heildaraflaverðmæti hinna 5 skipa félagsins nam 984 milljónum króna. Hólmaborgin sló Islandsmet hvað landað magn varðar og kom með að landi 61.500 tonn af loðnu, síld og kolmuna. Er það langmesta magn sem íslenskt skip hefur kom- ið með að landi á einu ári. Heild- arverðmæti afla var 384 milljónir króna og hásetahlutur 6.084.000,- . Uthaldsdagar voru 211. Jón Kjartansson SU kom með 39.500 tonn að landi. Verðmæti aflans var 231 milljón króna og hásetahlutur 3.657.000, kr. Út- haldsdagar voru 140, en skipið hefur verið í Póllandi síðan í byrj- un september sl., í gagngerum breytingum og endurnýjun. Reikn- að er með að verkinu ljúki í lok mars nk. Heildarafli Guðrúnar Þorkels- dóttur SU var 22.900 tonn og verð- mæti aflans 154 milljónir króna. Hásetahlutur var 3.042.000, kr. Út- haldsdagar voru 167. ísfisktogarinn Hólmatindur SU kom með 2.098 tonn að landi og var verðmæti aflands 132 milljónir króna, og hásetahlutur 2.500.000, kr. Úthaldsdagar voru 178. Heildarafli ísfisktogarans Hólmanes SU var 1.258 tonn, mest rækja. Verðmæti aflans var 84 milljónir króna og hásetahlutur 2.329.000, kr. Úthaldsdagar voru 207. Til sölu er hringlaga eldhúsborð og fjórir stólar. Upplýsingar í síma: 471-1671 eftir klukkan 18.00 Til sölu hjónarúm. Uppl. í síma 471-2191 Fjögurra herbergja íbúð til leigu á Egilsstöðum, frá og með 1. febrúar. Uppl. í síma 471-1024 eða í farsíma 853-2397

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.