Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 3
SJÓNARHORN
3
27. júní 1993
Hýr - skýr - og greinileg
eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur
f hinum stóru útlöndum hafa víst
lesbíur og hommar stormað í
fjöldagöngur ár eftir ár, oftast nær
þann 27. júní og undir slagorðum
og gunnfánum Gay Pride eða
hinnar stoltu samkynhneigðar ...
„Stolt samkynhneigð" er náttúr-
lega slík afburða smekkleysa í
þýðingu að hún ein og sér hefði
getað haldið Samtökunum 78 frá
fjöldagöngum á þessum alþjóð-
lega baráttudegi. Síðasta sumar
var alla vega látið duga að halda
upp á daginn með pylsugrilli bak
við hús á Lindargötunni - en ég get
þó ekki fullyrt að það hafi ein-
göngu verið vegna örðugleika við
þýðingu á slagorðinu Gay Pride.
Slík fullyrðing væri gróf ögrun við
allan þann fjölda orðsins kvenna
og manna sem skipa félagslista
umræddra samtaka.
Hýrt og skýrt bíó
Árið 1993 fannst þýðing sem
dugði. Hýr og skýr varð að veru-
leika og nú skyldi íslenska þjóðin
geta státað af Gay Pride degi eins
og aðrar siðmenntaðar þjóðir.
Gleði mín var umtalsverð. Grill-
veislur kvaddar að sinni. Pólítísk
meðvitund dregin að húni eftir að
hafa verið í orlofi á ögurstundum
og öðrum baráttudögum svo sem í
maíbyrjun þessa árs. Mæting í
Húsinu fyrir fjöldagöngu. Loforð
um samkynhneigt bíó - eða var
það Hýrt og skýrt bíó. Móttaka fyr-
ir félagskonur og félagsmenn
ásamt vinum, velunnurum, fjöl-
skyldum, frændliði, stjórnmála-
fólki, fjölmiðlafólki og öðru fólki
í Húsinu eftir að hinni opinberu
aðgerð væri lokið.
Hún er eins og fískur
án reiðhjóls
Og við hjónumar lögðum af stað
ásamt vini og velunnara, enda vik-
an skipulögð með það eitt fyrir
augum að taka þátt í fyrstu opin-
bem fjöldagöngu lesbía og
homma á Islandi. Fyrsta ánægju-
stundin var að fá ekki stæði við
Húsið og sú næsta að komast vart
inn úr dyrunum. Allt stefndi sem
sagt í alvöru fjöldagöngu og sú
varð raunin. Á auglýstum tíma
skondraði hópurinn af stað með
bleikar veifur, bleikar blöðrur og
kröfuspjöld sem undirbúnings-
nefndin hafði af fyrirhyggju sinni
útbúið fyrir þátttakendur. Kröfur
dagsins sýndust tvíþættar; annars
vegar var róið á mið félagslegra
réttinda og krafist húsnæðisörygg-
is, atvinnuöryggis og annars ör-
yggis. Hins vegar voru flóknari
kröfur hugmyndafræðilegs eðlis
svo sem Maður er manns gaman
og Kona án karlmanns er eins og
fiskurán reiðhjóls. Fyrirgöngunni
töltu þau Lilja og Árni Glóbó með
nafn Samtakanna 78 á borða svo
og heiti dagsins Hýr og skýr, enda
er það heiti einstaklega lýsandi og
opinberandi fyrir allan almenning
til að glöggva sig á málefnum
lesbía og homma.
í ljós kom að 66 fólk hafði tekið
þátt í göngunni - eða svo sagði
Guðrún Gísla með þeim fyrirvara
um talningu sína að hún sæi reynd-
ar tvöfalt þegar hún horfði á sumar
konur. Talningin var þó tekin góð
og gild. Yngra fólkið í Samtökun-
um var fjölmennt - gamla 68-kyn-
slóðin var fámenn, enda slíkt fólk
orðið aldrað og komið að fótum
fram.
Sami fjöldi sótti síðan sýning-
una í Regnboganum á myndinni
um líf Harveys Milk þar sem póli-
tísk vitund og samstaða ásamt ein-
urð hins Friskóska forystusauðs
framkallaði gæsahúð á þeirri al-
mennu félagskonu sem þetta ritar.
Sú hin sama saknaði nefnilega
sinna forystuáa og -sauða til að
vita gjörla um kröfur Samtakanna
svo vér gætum lagt vort af liði fyrir
guð og ættjörðina.
Með bakkasystrum og
bakkabræðrum
Ekki skal kampavínið lastað né
heldur frammistaða bakkasystra
og bakkabræðra við að koma því í
hendur fólks. Að vísu var hvorki
ræðuhöldum og hvatningarorðum
fyrir að fara til að spilla tíma fólks
við skálamar, enda ef til vill óþarft
að trufla fólk við sína iðju. Loks
skal nefnt að klukkan sex komust
félagar að raun um að skemmtistað
vantar sárlega og hið snarasta fyrir
lessur og homma til að halda fagn-
aðaraðgerðum áfram þegar enginn
er til að annast húsvörslu.
27. júní 1993 var einstæður
dagur - tímamótadagur sem
gleymist engum þeim sem gekk
með. Mættum við fá að ganga sem
oftast og sem flest - og smátt og
smátt bæta því sem upp á vantaði
við þann undirbúning og óbilandi
bjartsýni sem örfáir félagar sýndu
með því að skipuleggja þennan
dag.
Takk - og til hamingju.
Gústaf Gísli Þorvarðarson
1963 - 1993
Kveðjafrá Jóku og Lönu
tárin eru sölt líkt og hafið
sem oftast skildi okkur að
mávarnir vagga letilega
yfir öldunum við Hornafjarðarós
líkt og frændur þeirra við Eyrarsund
nú ertu kominn heim
síðasta áfangann fórstu fljúgandi
brosandi með blik í auga
alltaf gefandi
„við sjáumst“ sagði ég og þú faðmaðir mig
þögull beiðstu þess sem koma skyldi
en alltaf gefandi
eldurinn brenndi hverja taug
en flug andans hélst óskert
nú ertu kominn heim elsku vinur minn
nú ertu kominn heim . . .
Lana Kolbrún
Ljósmynd: Bára