Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 6
6
SJÓNARHORN
Alkohólismi og samkynhneigð
í fastri sambúð við óttann
„Ég heiti Katla og ég er alkohólisti og lesbíau. Stutt setning,
sögð á AA-fundi homma og lesbía segir langa sögu - sögu af
djúpri þjáningu og síðar af miklum sigrum. Við höfðum
þekkst í nokkur ár, ég hafði dáðst að þessari ungu, reiðu konu
og fundið í henni einhvers konar samsvörun við mína eigin
reiði. Svo var Katla líka orðheppnari en allt sem heppið er. En
það er stundum sitthvað - heppni og hamingja. Dag nokkurn
í janúar 1989 hittumst við Katla Sigurgeirsdóttir svo á með-
s *
ferðarstöð SAA á Sogni og hugsuðum bæði það sama: Hvað
ert þú nú að gera hér? Það var þó ekki fyrr en rúmum fjórum
árum síðar að við vorum bæði tilbúin að setjast niður og
spjalla rækilega saman um hina leyndu þjáningu samkyn-
hneigðra alkohólista og aðstandenda þeirra.
„Ég veit að ég hljóma eins og rosk-
in kona þegar ég segi að í nærri
aldarfjórðung lifði ég lífinu í
skugga fíknarinnar. Þó er ég ekki
nema 34 ára gömul. Ég átti við
veikindi að stríða sem lítil stelpa
og 6-7 ára gömul var ég á sterkum
lyfjum. Þá kynntist ég vímunni og
í því ástandi fann ég fyrir öryggi og
vellíðan sem ég fékk ekki annars
staðar. Um fermingu stundaði ég
það að lesa mértil um sjúkdóma og
lyfj agjafir til að gera mér upp veik-
indi og fá þau lyf sem sem ég vissi
að „gerðu mér gott“. Samt gerði ég
mér ekki meðvitaða grein fyrir því
hvað ég var að gera fyrr en ég var
komin á fullorðinsár. Hin eigin-
lega þróun alkohólismans hófst
mjög snemma þannig að skilyrðin
fyrir stjómlausri neyslu vora fyrir
hendi í upphafi unglingsáranna.
Sextán ára fór ég fyrst inn á með-
ferðarstofnun og þær ferðir urðu
smám saman fleiri en ég hef tölu á.
Frelsið flaug burt
Reynsla mín sem alkohólisti og líf
mitt sem lesbía - þetta tvennt er
svo samtvinnað að ég verð nánast
að hafa það í einu orði. Ég var í
gagnfræðaskóla þegar ég átti í
mínu fyrsta ástarsambandi. Við
vorum jafnöldrur og þetta var sam-
band án orða - án útskýringa. Það
gerðist bara og þar fann ég fyrsta
sinn fyrir frelsinu sem ég hef
stöðugt reynt að höndla þótt það
hafi hvað eftir annað flogið frá
mér. Sautján ára tók ég upp sam-
búð við mann, en hafði þó þann
fyrirvara á við hann að það kynni
að taka enda, einhvem tíma fengi
ég kjark til að elska konur. Við
bjuggum saman í þrjú ár og eign-
uðumst dóttur, en ég yfirgaf hann
til þess að taka saman við konu. Ég
hélt að hún gæti gefið mér styrk til
að standa við tilfinningamar en
svo varð ekki, við gátum ekki
fylgst að á þeirri leið og nú jókst
áfengis- og lyfjaneyslan til muna.
Síðan hef ég verið í samböndum
við aðrar konur, stundum sambúð,
en alltaf í skugga fíknarinnar.
„Hörðu efnin“ komu inn í mynd-
ina og árum saman hafði ég enga
stjórn á lífi mínu, sóknin í vímuna
stjómaði öllu, og flóttinn undan
ábyrgðinni varð gegndarlaus.
Það var ekki fyrr en dóttir mín
varð ellefu ára að ég ákvað að gefa
okkur báðum nýtt líf. Þá var líka
fokið í flest skjól, engin meðferð-
arstofnun vildi taka við mér leng-
ur, ég varð að berjast um á hæl og
hnakka, með hjálp AA og góðra
vina, og það tókst. Þá var svo kom-
ið að lífið var einn endalaus harm-
ur - ég vissi varla lengur hvort ég
var lífs eða liðin. En þama tók ég
í fyrsta skipti mark á tilfinningum
mínum og hlustaði á þær. Það var
fyrsta batamerkið.“
Geturðu lýst samböndum þín-
um við konur á þessum árum, á
hverju byggðustþau viðþessarað-
stæður sem þú ert að lýsa ?
„Sumar kvennanna í lífi mínu
hafa líka verið alkohólistar og í
þeim tilfellum hafa samböndin
varað lengur, vegna þess að leik-
hlutverkin bundu okkur saman,
hvorugur aðilinn hefur efni á að
hreinsa til. En eftir að ég verð betur
edrú geri ég mér grei n fyrir h vað ég
átti lítið erindi í sambúð á þessum
tíma - ég var fullkomlega vanhæf
um að axla ábyrgð. Ekki svo að
skilja að um fjöllyndi væri að
ræða, því þegar sjálfsvirðingin er
farin til fjandans þá höldum við oft
á tíðum í það eina sem er áþreifan-
legt: „Ég hef þó alltaf verið þér
trú“ - hvað sem það nú merkir. En
í rauninni var ég aldrei með þess-
um konum, því árum saman var ég
í fastri sambúð við óttann sem
stöðugt fylgir vanmætti al-
kohólistans og kom ævinlega í veg
fyrir að ég gæti lagt það í lífið sem
til þurfti.“
Endalaus skilyrði
Hvers konar sambönd eru þetta
þá?
„Ég get varla kallað þetta ástar-
sambönd þótt þau gangi undir því
nafni, en vissulega elskaði ég þess-
ar konur engu að síður. Meinið var
bara það að þau byggðust á enda-
lausum skilyrðum þar sem sektar-
kenndin hafði völdin og það er
einmitt það sem gerði þau sjúkleg.
Það sem ræður ferðinni í svona
samböndum er sektarkenndin en
ekki gjöf ástarinnar, ef ég má nota
svo hátíðlegt orðalag um það besta
sem ég þekki. Við þetta má bæta að
fjölmörg tilfinningasambönd sem
við stofnum til eru tengd vímunni
á svipaðan hátt þótt þau nái ekki að
þróast á þann háskalega hátt sem
þau gera meðal alkohólista.
Víman er nefnilega svo ná-
tengd ástarsamböndum okkar
lesbía og homma, og hvað lesbíur
snertir á sinn sérstakan hátt. Ég
geri mér ekki grein fyrir hvort það
sama á við um homma. En vegna
fámennisins hér á landi er mikið
um það sem kallað er raðsambönd
milli okkar kvennanna. Hugsum
okkur fjórar konur sem sitja saman
í hóp og þær hafa allar verið pör
hver með annarri. Við þær aðstæð-
ur getur verið erfitt að vemda
einkalíf sitt og hjartans mál, það er
lítil virðing borin fyrir þeim, upp-
lýsingastreymi er mikið og þessi
gömlu sambönd eru illa eða jafn-
vel alls ekki frágengin. En þetta
flæði er ljótt og það leiðir af sér
óöryggi svo erfitt er að treysta öðr-
um. Þá emm við eins og í fjötmm
og ég spyr: Hvar er frelsið? Það er
helst að finna í vímunni, þar getum
við svæft tilfinningarnar og við-
kvæmnina. Er furða þó að svo
margir ánetjist henni meðal okk-
ar? I ofsanum sem tengist vímunni
gerist allt svo hratt, það er varla að
fólk eigi sér tilhugalíf. A örfáum
dögum er sambandið orðið eld-
gamalt. Við höfum lagt upp í ferð
án fyrirheits, illa skóaðar, og
ferðalokin verða harkaleg. Af
þessu leiðir mikill harmur og ég
held að það sé hluti af vítahring
samkynhneigðra á Islandi, ekki
síst samkynhneigðra alkohólista,
því þar er vegið svo harkalega og
svo lengi áður en yfir lýkur.“
Flott föt, dýrir bflar,
öfgafullt örlæti
Mér er það svo minnisstœtt frá
þessumárumhvaðþúbarstþigvel,
þú varst vel klœdd þegarþú sást úti
á lífinu, örlátogþarfram eftirgöt-
unum.
„Alkohólistar berjast upp á líf
og dauða við að halda ímyndinni út
á við, þeirri ímynd að allt gangi
vel. Það er ekki fyrr en maður er
orðinn fársj úkuroghefur ekkert að
verja að eymdin blasir fyrst við
hinum. Við keyrum svo lengi á út-
hverfunni til að sannfæra okkur
sjálf um að allt sé í lagi og sendum
skilaboð sem við ætlumst til að séu
meðtekin. Því sjúkari sem ég var,
því meira lagði ég á mig til að sýn-
ast, gekk í dýrum fötum, keyrði
iðulega á dýrum bílum og stráði
peningum í kringum mig þótt eng-
um peningum væri svo sem til að
dreifa. í þessari sýndarveröld brýst
líka út ofuráhersla á kynlíf, það er
hluti af vinsældum og áhrifum, og
um leið er alkohólistinn í öllum
sínum einmanaleika að sanna það
fyrir sjálfum sér að hann tilheyri
mannkyninu. En hvað sem líður
örlætinu, réttu fötunum og öllum
þessum skyndikynnum þá myndar
enginn tilfinningatengsl í þessu
ástandi. I ástum okkar ræður ein-
hvers konar jarðýtutækni sem ég
beitti sjálf og sé oft líkamnast í
öðmm lesbíum. Svo man ég
hvernig allt þetta sjónarspil hrundi