Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Side 7

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Side 7
SJÓNARHORN 7 um leið og ég gekk inn á heimili mitt, þar gat ég varla staðið upprétt úti við glugga af vanlíðan og skömm - og ótta við heiminn, ótta sem ég vel að merkja viðurkenndi ekki fyrir sjálfri mér, hvað þá öðr- um.“ En þótt við hœttum að drekka - ekki kemur batinn á einum degi. „Nei, nú er ég á þriðja ári í nýju lífi og tek það skref fyrir skref. En bati minn er fyrst og fremst fólginn íþeim hæfileikaseméghefþrosk- að með sjálfri mér, til að laga mig að aðstæðum og vinna að þeim verkefnum sem ég stend frammi fyrir hverju sinni. Maður þarf að yfirvinna óttann við lífið, við sjálf- an sig. Ég spurði mig árum saman: Hver er hún þessi Katla, og um hvað snýst líf hennar? Núna er ég miklu nær um hver ég er og finn til stolts við þá uppgötvun. Ég má gera mistök Það erfiðasta við batann er að losna við sektarkenndina. Sam- skiptin við dóttur mína stjómuðust lengi vel af henni, enda liðu langir tímar hér áður fyrr þegar hún vissi ekki hvort ég var lífs eða liðin. Lengi vel gekk hvorki né rak, ég vildi vera eins góð og ég gæti til að bæta henni upp allt það sem hún hafði farið á mis við. Eftir að af mér rann skildi ég loksins að málið snerist ekki um það, heldur að vera henni sú móðir sem hún þarfnast og biður um. Þá verður sambandið ekki síður á hennar forsendum en mínum og við erum kannski betri vinir núna en gengur og gerist með mæðgur. Það var til dæmis ekki fyrr en seint og um síðir að ég leyfði henni að nálgast mig með öllum mínum göllum og kostum. En ég neita því ekki að ég þarf stundum að taka á honum stóra mínum til að láta sektarkenndina ekki ná yfirhöndinni. Með sam- viskubitið í hnakkanum kemst maður ekkert. En ég hef yfirunnið óttann við móðurhlutverkið og veit jafnframt að mér leyfist að gera mistök, sem og að reyna aftur og gera betur. Ég hef það sem til þarf.“ En hvernig gengur þér að lifa félagslífi allsgáð í heimi sem virð- ist ekki síst miðast við œvintýri næturinnar og vináttuna á börun- um? „Samkynhneigður alkohólisti sem hættir að drekka er auðvitað í fyrstu hálfbæklaður. Nema hvað! Við finnum óhjákvæmilega fyrst fyrir félagslegri einangrun og spyrjum hvort annarra kosta sé völ. Ég átti mínafélaga í AAen þar fyrir utan raskaðist allt. Ef ég vildi vera með varð ég að ganga inn í heim sem ég hef lítil áhrif á - þar sem allt er tengt neyslunni. En auðvitað finnum við nýjar leiðir ef við leitum. Ég hef forðast barina að mestu en hef þó brugðið mér á „22“ og finn þá vel fyrir því hve ég hef stækkað að innan. Víst var margt að læra, ég fann að ég var allt of alvarleg allsgáð, gætti mín um of og kunni hvorki á sjálfa mig né aðrar konur. Astæðan var óttinn við höfnunina sem stafar af því að alkohólistinn er svo óvarinn edrú. En styrkur vex af veikleika og ég er sterkust þar sem mér hefur gengið best að vinna úr veikleikunum. Edrú fyrir sjálfa mig Ég einsetti mér að fá nautnina út úr lífinu annars staðar en á barnum, og komst að því að það er hægt, en það tók mig langan tíma að skilja að valið er mitt. Ég er edrú fyrir sjálfa mig og sú ákvörðun er ekki kvöð. Ég er allsgáð vegna þess að mér þykir vænt um sjálfa mig og með það í hugsuninni varð eftir- leikurinn auðveldur. Ég varð þó að ákveða með sjálfri mér að forðast tilfinningasambönd og kynlíf í ákveðinn tíma eftir að af mér rann, vegna þess að það var mér nauð- synlegt. Ég var svo tætt tilfinn- ingalega og búin að misbjóða mér svo lengi á þessum sviðum að ég varð að kynnast sjálfri mér áður en ég gat kynnst öðrum konum náið. Ég held að þessi mál hafi þá fyrst byrjað að ganga vel hjá mér þegar ég skildi að félagsleg ein- angrun er fyrirbæri sem þrífst fyrst og fremst innra með manni, málið er að opna fyrir tilfinningar gagn- vart öðru fólki, verða félagsvera í orðsins fyllstu merkingu. Þá er eins og félagsskapurinn sópist að manni og þátttakan verður eðlileg í samskiptunum. Víst veit ég að margir samkynhneigðir al- kohólistar ráða ekki við þetta - þeim mistekst að finna leiðir hand- an við næturlífið. En ef við getum ekki verið góð við sjálf okkur, þá getum við ekki tekið á móti gæsku heimsins. Á þessu stranda margir óvirkir alkohólistar.“ Hvað brást í þeirri hjálp sem meðferðarstofnanir reyndu að veita þér í öll þessi ár? „Ég sló alltaf á útréttar hendur vegna þess að meðferðarkerfið brást mér sem samkynhneigðum alkohólista. Meðferðin á að veita okkur stuðning til að rétta okkur af sem tilfinningaverur. Þegar ég var að glíma við það að vera lesbía komst ég að því að þær tilfinningar voru ekki viðurkenndar. „Þú réttir þig af síðar í þeim málum, fólk fer nú svo margar leiðir í neyslunni,“ var viðkvæðið. En ég held við náum ekki góðum bata nema við vinnum úr tilfinningum okkar sem samkynhneigðir alkohólistar - þetta hvort tveggja þarf að vinnast samtímis. Þú snýrð öllu húsinu Núna er verið að gera stórkostlega hluti á Vífilsstöðum. Þarfáhomm- ar og lesbíur sinn sérstaka stuðning og þörfin er greinilega fyrir hendi. Það sýnir sig best á því hversu hommamir sækja mikið þangað. En maður rekur sig stöðugt á veggi. Eftir að ég náði bata varð ég starfsmaður vistheimilis fyrir kon- ur á batavegi eftir áfengismeðferð. Þar var ég opinber lesbía og til staðar ef konur vildu ræða tilfinn- ingarsínartil kvenna. I ljóskom að þörfin var fyrir hendi, þær þurftu ekki að réttlæta sig og eða afsaka sig fyrir mér, og sú reynsla og þekking sem ég hafði veitti þeim kjark til að takast á við spurning- una: Er ég kannski lesbía og get ég lifað sem slík? Ég fékk svo sem að heyra það að ég væri bara „að snúa öllu húsinu“. Það sýnir best van- þroska og dómhörku hinna og þann múr sem mætir samkyn- hneigðum sem ganga í gegnum meðferðarkerfið. Kannski hefði ég sjálf náð tökum á mínum eigin alkohólisma fyrr í lífinu ef ég hefði fengið þennan stuðning. Þó er ég ekki dómbær á það, því margt ann- að kom til.“ Þú hefur talað frekar varfœrn- islega um aðra alkohólista í hópi lesbía og homma, en miðarvið eig- in reynslu. Hvað er að segja um aðra samkynhneigða? „Ég breyti ekki öðrum, aðeins sjálfri mér. Reynsla mín getur komið öðrum til góða, það er þetta sem á máli okkar í AA heitir „að miðla reynslu sinni, styrk og von- um“. Ef einhver áttar sig betur á vandamálum vímunnar með því að lesa það sem eftir mér er haft, þá hef ég kannski ekki talað út í tómið. Hins vegar liggur mér eitt og annað á hjarta um svokallaða stuðningsmenn okkar fíklanna, „kó-alkana“ eins og þeir eru stund- um kallaðir. Ovirkur alkohólisti verður oft ótrúlega næmur fyrir því sem gerist í kringum hann þótt fátt sé sagt beinum orðum og í heimi homma og lesbía sé ég ótrú- lega marga af þessum meðvirku einstaklingum, fólk sem er að leggja líf sitt í rúst til að styðja alkann sinn - fíkilinn sinn. Fórnfýsin er því miður til einskis Það er oft talað niðrandi um þetta meðvirka fólk, „kóarana", en ég hef andstyggð á slíku tali. Málið er flóknara en svo. Sá meðvirki í samböndum alkohólista sýnir ótrúlega fórnfýsi og óeigingimi til að halda sjúklingnum sínum á floti. Hann vill leggja líkama og sál í það að bjarga hinum, en það sorglega er að þetta er allt til einskis. Það bjargar þér enginn úr greipum fíknarinnar nema þinn eigin vilji sé fyrir hendi. En það gerist alltaf það sama í sambandi eða sambúð þar sem annar er al- kohólisti en hinn ekki: Sá með- virki er sá ábyrgi í sambandinu og týnir sér bókstaflega í makanum. Brotalamimar koma í veg fyrir að þeir verði raunveruleg heild, sá meðvirki verður skuggi hins og hvorugur nýtur sín, sá meðvirki lifir á forsendum alkohólistans. Það sem brýtur niður þessi sam- bönd er einkum það að sá meðvirki er alltaf tilbúinn til að axla ábyrgð en er um leið miklu berskjaldaðri fyrir sársaukanum en hinn, hann getur ekki með góðu móti deyft tilfinningarnar með vímunni - þótt hann reyni það stundum. Meðvirk manneskja hefur að upplagi til að bera ótrúlegt stolt og mikla sjálfsvirðingu, hún slær aldrei af, vill ekki játa það að henni hafi skjátlast. „Mér hefur skjátlast, ég hef beðið ósigur, ég get ekki bjargað þér.“ Það þarf sterk bein til að segja þessa setningu og þess vegna uppgötvar stuðningsmaður- inn kannski aldrei að sá sem játar ósigur sinn í baráttu við alkóhól- isma stendur í rauninni með pálmann í höndunum. Þetta er skrýtið, því að mjög fljótlega eftir að manneskjan gengur inn í sam- band uppgötvar hún að það hriktir meira en lítið í stoðunum. En af hverju gengur hún svona langt? Jú, stuðningsmaðurinn elskar svo mikið, hann skýlir sér á bak við „ástina“ sem smám saman verður lítið annað en draumur um ást. Þetta þekki ég sjálf, en minn besti „kóari" frá fyrri tíð, sem er falleg kona til líkama og sálar, hafði vit á að ganga í burtu áður en mér tókst að brjóta gjörsamlega niður sjálfs- virðingu hennar og sjálfstraust. Því það er einmitt þetta sem al- kohólistinn gerir, hann gefur hin- um engan kost á að eiga sitt sjálf- stæða líf og að lokum brotnar sá meðvirki í sambandinu niður og verður skuggi af sjálfum sér og hinum.“ Við veljum frekar kvölina en frelsið Þetta er sameiginlegt einkenni allra meðvirkra. En er hœgt að benda á einhver sérkenni meðal meðvirkra homma og lesbía ? „Einmitt þetta er býsna eldfímt mál. Jú, mér sýnist við eiga okkur þá sérstöðu að ríghalda lengur en hinir í sjúk sambönd. Við erum svo hrædd við að verða ein, við lesbíur og hommar erum svo aðþrengd í félagslegu tilliti, úrvalið er minna og við nálgumst aðallega í nætur- lífinu, við látum okkur frekar hafa kvölina í sambandinu en að leita að frelsinu eftir krókaleiðum lífs- ins. Og enginn vill berskjalda sig svo að örli á þessum ótta. Þá finnst okkur betra að loka augunum.“ Okkar á milli sagt, hvað varð um þessa ungu og reiðu Kötlu sem ég dáðist einu sinni að? „Ég er ennþá ung, en ekki „ung og reið kona“. Reiðin sem stafar af vanmættinum og niðurlægingunni er miðpunktur tilfinningalífsins meðal virkra alkohólista og það er ekki þverfótað fyrir sökudólgum í lífi þeirra. En eftir að ég fann að öll reynsla mín nýtist mér á jákvæðan hátt, þá hef ég einskis að iðrast, og því síður hef ég við neinn að sakast. Ég varð einfaldlega fórnar- lamb sjúkdóms og tókst eftir lang- an barning að stöðva framgöngu hans með því að horfast í augu við sjálfa mig. Lífíð snýst ekki um hörkuna En þegar þú minnir mig á reiðina, þá rifjast upp fyrir mér hvað böm voru einu sinni hrædd við mig. „Hún er svo grimm, þessi kona,“ sögðu þau, því krakkar skynja vel þá strauma sem maður sendir frá sér þó að margir fullorðnir hafi glatað þeim næmleika. Jú, harð- neskjan var sannarlega meitluð í fasið. En þegar maður fæðist til nýs lífs skilur maður að lífið snýst ekki um hörkuna, mýktin er eðli- legri lífsmáti og við förum svo miklu lengra á henni. Það besta í lífi mínu gerðist líkast til þegar orðtækið „að berjast um á hæl og hnakka“ missti merkingu sína.“ Texti: Þorvaldur Kristinsson Myndir: Bára Kristinsdóttir

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.