Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Qupperneq 8
8
SJÓNARHORN
Alkóhólismi og samkynhneigð
Þess vegna
Flestir hommar og lesbíur hafa drukkið áfengi. Mikill hluti af
✓
félagslífí samkynhneigðs fólks á Islandi fer fram í umhverfí
þar sem áfengi er haft um hönd. I því umhverfí sem víman
býður upp á er hægt að líta framhjá fjandsamlegum raun-
veruleika með því að fá sér í glas og það gefur mörgum mann-
inum nauðsynlegt hugrekki til að vera hann sjálfur. En hvers
vegna drekkum við? Til að slaka á eftir leiðindi hversdagsins
eða erum við á flótta? Eru kannski til aðrar skýringar?
Það er laugardagskvöld á „22“.
' Allir fullir - rosa fjör - og
strákurinn, sem var ekkert merki-
legur fyrir tveimur glösum síðan,
er bara orðinn nokkuð huggulegur.
Næsta glas og hann er orðinn sæt-
ur. Eitt í viðbót - nú reyni ég við
hann. „Hvað segirðu? Viltu bjór?“
Bamum lokað - „eigum við að fara
heim til mín?“ Vakna næsta morg-
un - sjá manninn sem sefur í rúm-
inu - oj bara. Ætli við höfum gert
það? Jæja, að minnsta kosti náði ég
í eitthvað á bamum - hvernig ætli
ég geti losnað við hann, fljótt, áður
en rennur meira af mér? Timbur-
menn - gott að hann fór - þetta geri
ég sko aldrei aftur. ALDREIAFT-
UR. Hvað er eiginlega að mér - ég
meinaða. Hvers konar gæja er ég
farinn að taka með mér heim - eru
virkilega engin takmörk fyrir vit-
leysunni? Eg verð að fara gera eitt-
hvað í þessu.
Vikan líður. Kannski var þetta
nú ekkert svo slæmt þama á laug-
ardaginn. Eg hafði þó að minnsta
kosti sjens! Vá, kominn föstudag-
ur - skrepp í Ríkið. Kannski fer ég
út um helgina, ef mig skyldi langa
þá er betra að eiga eitthvað, það er
svo dýrt að fá sér bjór á börunum.
Eg fæ mér bara einn áður en ég fer
út. Heyrðu, það er kominn laugar-
dagur. Djöfull er ég búinn að vinna
þessa viku - ég held ég eigi það nú
inni að fá mér aðeins í glas og
skreppa og kíkja á liðið. Hvað?
Búinn með bjórinn sem ég keypti
í Ríkinu? Þetta sem ekkert var! Er
búið að minnka magnið í dósun-
um, það er ekki að spyrja að helvít-
is ríkisstjórninni - maður getur
ekki einu sinni verið viss um að fá
fullar dósir lengur. Andskotinn -
nú fer ég sko út.
Það er laugardagskvöld á „22“.
Allir fullir - rosa fjör - og strákur-
inn sem var ekkert merkilegur fyr-
ir tveimur glösum síðan er bara
orðinn nokkuð huggulegur. Næsta
glas og hann er orðinn sætur. Eitt í
viðbót. . .
Sætur, sætari,
sætastur
Margir kannast við hringekjuna
sem hér er lýst. Hún hefur snúist
um áratuga skeið og kemur til með
að gera svo áfram. Félagslíf
homma og lesbía snerist lengi svo
til eingöngu á þessari hringekju
þar sem barinn varð uppspretta
samskipta og veigarnar meðal á
kvíðann. I tilveru samkynhneigðra
varð að verja sig fyrir fjandsam-
legu gildismati þjóðfélagsins með
því sækja styrk í hópinn á barnum
- og einnig í flöskuna.
Þessi mynd hefur breyst. Síð-
astliðna áratugi hefur barátta
homma og lesbía fyrir mannrétt-
indum sínum fært þeim frelsi til að
velja. Fleiri möguleikar eru nú á
félagslegum samskiptum en þeim
einum sem grundvallast á stöðu
við barinn og þátttöku í þeirri
menningu sem þar fer fram. Eftir
sem áður er barinn mikilvirkur
hluti af félagslífi margra samkyn-
hneigðra og veigar þær sem þar eru
framreiddar, áfengi, verulegur
hluti af tilveru þeirra.
Þau áhrif, sem lýst var í upphafi
þessara greinar og höfðu áhrif á
þann sem þar stóð og upplifði vax-
andi fegurð barfélaga síns í gegn-
um botninn á glasinu, eru vel
þekkt. Aðrar hliðar áfengisneyslu
samkynhneigðra eru minna þekkt-
ar. I þessari grein er ætlunin að
fjalla um áfengisneyslu samkyn-
hneigðra* og skoða hvernig hún
hefur áhrif á líf þeirra. Hommar og
lesbíur hafa, eins og aðrir þjóðfé-
lagsþegnar, orðið fyrir barðinu á
sjúkdómi þeim sem nefnist al-
kohólismi. Um hann verður einnig
fjallað og einnig um þær leiðir sem
samkynhneigðir hafa leitað til
bata.
Rétt er rangt, rangt er
rétt
í lífi hverrar einustu manneskju
eru forsendur sem hún verður að
virða til þess að ná því takmarki að
lifa í jafnvægi við umhverfi sitt.
* I þessari grein er eingöngu talað um
„áfengisneyslu“ samkynhneigðra. Þrátt
fyrir að tekið sé til orða á þennan hátt, er að
sjálfsögðu átt við neyslu allra fíkniefna þeg-
ar talað er um neyslu og síðar í greininni um
alkohólisma.
Sumum veitist létt að laga sig að
þessum forsendum en öðrum reyn-
ist það erfiðara. Ein af ástæðunum
fyrir þessu er sú að í forsendunum
felast mismunandi kröfur. Til að
standast þessar kröfur þarf einnig
að fá stuðning til að geta mótað
þroskabraut sína og fetað hana síð-
an óhindrað. Þjóðfélagið og stofn-
anir þess hvetja til ákveðinnar
hegðunar. Sem verðlaun fyrir
þessa hegðun er þjóðfélagsþegn-
um veittur ýmiss konar stuðningur
og vernd, t. d. í formi lagasetninga.
Skilyrðið er hins vegar það að ein-
staklingurinn haldi sig innan þess
ramma sem honum er settur. Það
að virða meginforsendu meiri-
hluta þeirra einstaklinga sem þjóð-
félagið mynda, þá forsendu að
hafa sömu kynhneigð og meiri-
hlutinn, verður þannig skilyrði
þess að njóta margs konar stuðn-
ings sem umhverfið veitir.
Það er hins vegar ekki alltaf svo
að einstaklingurinn virði eða geti
virt allar leikreglurnar, sérstaklega
þær sem óskráðar eru. Samkyn-
hneigðir finna snemma fyrir þ ví að
tilfinningar þeirra falla ekki að
viðurkenndum gildum. Þau eru til-
finningalífi þeirra framandi, en til
þess að verða ekki hafnað af um-
hverfinu verða samkynhneigðir að
móta afstöðu sína til sjálfra sín á
forsendum annarra, þ. e. forsend-
um sem eru falskar fyrir hinn sam-
kynhneigða einstakling. A þessu
stigi lærist hommanum eða lesbí-
unni að ljúga að sjálfum sér, og
öðrum, um tilfinningar sínar. Jafn-
framt lærist það að vantreysta hin-
um réttu tilfinningum. Þær falla
ekki að forsendum umhverfisins
og þess vegna ályktar fólk að þær
séu rangar. í stuttu máli - rétt verð-
ur rangt.
Það sálarstríð sem þetta mis-
ræmi veldur getur orðið mann-
eskjunni erfitt. Það kallar líka á
einhver viðbrögð sem eru mjög
mismunandi eftir hverjum og ein-
um. Samkynhneigðir eru breiður
hópur fólks, með mismunandi
skoðanir og þarfir. Það sem sam-
eiginlegt er hins vegar, er sá hæfi-
leiki að geta myndað náin tilfinn-
ingaleg tengsl við einstakling af
sama kyni. Það er viðurkenningin
á þessum hæfileika, bæði fyrir
sjálfum sér og öðrum, sem er sam-
eiginleg reynsla samkynhneigðra
karla og kvenna.
Frelsi með ábyrgð og
átökum
Þrátt fyrir það frelsi sem flestir
hommar og lesbíur upplifa við það
að viðurkenna sitt eigið sjálf, eða
að koma úr felum, er þjáningin
sem því fylgir oft mikil. Mann-
eskjan hefur frá upphafi leitast við
að deyfa þjáningar sínar og notað
til þess ýmis meðöl. Eitt af þessum
meðölum er áfengi.
Afengi er notað í ýmsum til-
gangi. Það geturbæði verið félags-
legt fyrirbæri og líka lyf sem notað
er til að breyta ástandi eða bæta
líðan einstaklingsins sem það
drekkur. Afengið losar um hömlur,
það hjálpar hommanum eða lesbí-
unni til að gleyma öllum tillærðu
forsendunum sem ekki passa og að
ná þannig tengslum við sjálfan sig
og aðra á réttum forsendum.
Afengið á sér hins vegar líka
aðrar hliðar. Með því að tengja
neyslu þess við spennuna sem felst
í því að vera heiðarlegur gagnvart
kynhneigð sinni skapast skilyrð-
ing sem getur leitt til þess lífið
sjálft verði hommanum eða lesbí-
unni óbærilegt, nema þegar hann
eða hún er undir áhrifum.
Hómófóbían og systir
hennar, Afneitunin
Allir þeir sem gengið hafa í gegn-
um þann hreinsunareld sem felst í
því að koma úr felum, kannast við
afneitunina. En hvað er afneitun?
Þegar einhver atriði í lífinu
verða óþægilega nærgöngul erþað
eðli manneskjunnar að verja sig.
Afneitun er slík vörn. „Eg meiddi
mig sko ekki neitt,“ segja krakk-
arnir og geyma það að fara að
grenja þangað til þeir eru komnir í
öruggt skjól til mömmu sinnar.
Þjáningin er ekki upprætt, heldur
er henni slegið á frest. Sama á við
um samkynhneigða. Afneitun þess
að vera hommi eða lesbía hefur á
einhverju tímabili í ævi allra sam-
kynhneigðra einstaklinga verið
sterk og yfirgnæfandi. Þessi til-
finning er ráðrík í lífi þess sem
finnst hann ekki falla að neinum
viðurkenndum fyrirmyndum og
hún getur að mörgu leyti verið
nauðsynleg til að halda lífi í heimi
sem ekki gerir ráð fyrir þeim til-
finningum sem samkynhneigðir
bera í brjósti til sjálfra sín og ann-
arra.
Afneitunin á sér hins vegar aðra
hlið. Hún er þroskaheftandi fyrir-
bæri sem setur hindranir í líf ein-
staklingsins, þannig að hann getur
ekki notið tilfinninga sinna á eðli-
legan hátt, heldur verður bundinn
framandi gildismati umhverfis
síns. Þessi afneitun á tilfinningar
mótar allt atferli okkar og verður
til þess að skapa tilveru þar sem
flóttaleiðirnar verða að lokum
nauðsynlegar til að halda lífi.
Neysla áfengis er ein þessara
flóttaleiða og sú sem er hvað ein-
földust og fljótlegust.
Lífínu er lifað í tveim-
ur heimum
Lífinu er sem sé lifað í afneitun,
nema þegar áfengið hjálpar til að
svipta henni burt. Þá verður til
tvenns konar líf, líf sem hommi
eða lesbía á barnum, en sem
„venjulegur“ einstaklingur á öðr-
um tímum. Hérna er rétt að staldra
aðeins við og skoða þessa tilveru
frá sjónarhóli þess sem orsakar
hana - sjónarhóli hómófóbíunnar.
Hómófóbía er skilgreind sem
sjúkleg hræðsla við samkyn-
hneigð í hvaða mynd sem hún birt-
ist. Það er óhætt að segja að flestir
hommar og lesbíur hafi fyrirhitt
þetta fyrirbæri á lífsleiðinni á einn
eða annan hátt. Það er hins vegar
kaldhæðnislegt að oft á tíðum lifir
hómófóbían bestu lífi í hinum
samkynhneigða einstaklingi sjálf-
um og verðurþar uppspretta sjálfs-
fyrirlitningar og kvíða, sem ein-
hvern veginn verður að bregðast
við.
Þessi innri hómófóbía er vafa-
laust til staðar í flestum hommum
og lesbíum. Hún er afleiðing inn-
rætingar sem við öll urðum fyrir í
uppvextinum. Það erað sjálfsögðu
mjög mismunandi hvemig fólk