Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Blaðsíða 11
Ljósmynd: Bára
SJÓNARHORN
11
Samtök innan seilingar
Stjórn og starfsmaður Samtak-
anna 78 árið 1993. Frá vinstri:
Arnbjörg Isleifsdóttir, Ingi Rafn
Hauksson, Helena Önnudóttir,
Reynir Baldursson, Lana K.
Eddudóttir, Sveinn V. Jónasson,
allt stjórnarfólk, og loks Björg-
vin E. Örlygsson, húsfreyja á
Lindargötunni. A myndina vantar
Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur
bókavörð.
Félagsmiðstöð
A Lindargötu 49 er opið hús
tvisvar í viku, mánudaga og
fimmtudaga milli kl. 20-23.
Þegar haustar verður eitt og
annað á döfinni í húsinu um helgar.
Leitið nánari upplýsinga í síma-
tíma félagsins, mánudags- og
fimmtudagskvöld. Sími: 2 85 39.
AA fundir
Ungliðahreyfíng
Ungliðar félagsins undir 26 ára
aldri hittast annað hvert sunnu-
dagskvöld á Lindargötu 49. Sjón
er sögu ríkari og þeir sem vilja
blanda geði við ungliðana og hafa
aldur til, ættu að láta sjá sig á
sunnudagskvöldum. Nánari upp-
lýsingar í síma félagsins á mánu-
dags- og fimmtudagskvöldum.
Síminn er 2 85 39.
Óháð listahátíð - Brennidepill sýnir „Líf úr kviði“
Stiklað á stóru í lífshlaupi
samkynhneigðra
eftir Hauk F. Hannesson
AA fundir eru haldnir í hverri viku
á Lindargötu 49, á þriðjudags-
kvöldum kl. 21 og á sunnudögum
kl. 10:30 (sporafundir). A þessum
tíma fer engin önnur starfsemi
fram í húsinu. Þar hittast al-
kohólistar á batavegi til að miðla
reynslu sinni, styrk og vonum. Hér
koma þeir sem eiga við áfengis- og
vímuefnavandamál að stríða og
eru þreyttir á því oki sem víman
leggur á menn. Löngunin til að
hætta neyslu er eina skilyrðið fyrir
þátttöku í AA.
Bókasafn
Bóka- og myndbandasafn félags-
ins er opið á mánudags- og
fimmtudagskvöldum milli kl. 20-
23. Þar er að finna góðan bókakost,
skáldskap og fræðirit. Einnig að-
stoða starfsmenn bókasafnsins
fúslega nemendur framhaldsskóla
og háskóla sem koma þangað í
gagnasöfnun og efnisleit. Töluvert
hefur bæst við bóka- og mynd-
bandakostinn síðustu mánuði.
Kannið málin hjá Önnu bókaverði.
Á Óháðri listahátíð sem haldinn
var í Reykjavík í júnímánuði var
meðal atriða dagskrá sem nefndist
Líf úr kviði og fjallar um „sögu
fósturs sem örlögin og eðlið leiða
inn í heim samkynhneigðar“, eins
og segir í dagskrá hátíðarinnar.
Agnar Jón Egilsson tók dagskrána
saman og leikstýrði. Leikendur
voru Ásta Sighvats Ólafsdóttir,
Sigurþóra St. Bergsdóttir, Stefán
Baldur Árnason og Ásta Júlía
Theodórsdóttir, sem fóru með
hlutverk hins samkynhneigða ein-
staklings á ýmsum aldursskeiðum.
Tónlistog söngtexta samdi Kristín
Eysteinsdóttir.
Líf úr kviði er dagskrá sem er
byggð upp á fjórum einræðum og
fjalla allar um líf samkynhneigðs
karlmanns frá fósturskeiði fram á
miðjan aldur. Trúbadúr tengir ein-
ræðumar saman með söng og gít-
arspili. Sýning sú sem greinarhöf-
undur sá fór fram á kaffihúsinu
Café Paris og hæfir sú umgerð
verkinu vel. Leikendur nýttu vel
rými það sem þeir höfðu og voru
þetta kvöld ófeimnir við að leita
eftir þátttöku áhorfenda í sýning-
unni. Fyrir vikið verður til ágeng
sýning sem ekki flytur boðskap
sinn eingöngu í orðum, heldur
einnig með virkri nálægð.
Að forminu til minnir Líf úr
kviði meira á fjögur löng prósaljóð
með tónlistarívafi heldur en sam-
fellt leikverk. Umfjöllun um lífs-
hlaup homma í formi sem þessu
verður eðli málsins samkvæmt
nokkuð ágripskennd í stuttri dag-
skrá, en hún tekur tæpa klukku-
stund í flutningi. Það er hins vegar
vel unnið úr því efni sem á borð er
borið og má segja að leikstjómin
hafi bætt það upp sem á vantaði í
sjálfan textann. Sú ráðstöfun að
láta konur leika homma sem fóst-
ur, homma sem er að koma úr fel-
um og eldri „drottningu" heppnað-
ist vel og gerði sýninguna ágengari
fyrir það að áhorfendur gátu ekki
alveg gert sér grein fyrir „hvers
kyns var“ - var þetta kona eða karl-
maður að tala?
Leikendur áttu víða góða
spretti. Einkum er vert að minnast
flutnings Ástu Sighvats Ólafsdótt-
ur í upphafseinræðu fóstursins,
sem hún flutti af næmni og innlif-
un. Aðrir leikarar brugðu upp
myndum úr æviferli hommans og
sýndu góð tilþrif, Sigurþóra í
sjálfsmyndarkreppu unglingsins
sem kemur úr felum, Stefán Bald-
urí ástlausu barlífi drottningarinn-
ar og Ásta Júlía í tilgangsleysi
hommans sem er „kominn fram
yfir síðasta söludag“ og nennir
þessu ekki lengur.
Veikasti punktur sýningarinnar
var endirinn. Áhorfandinn er skil-
inn eftir án þess að gera sér grein
fyrir hvert leiðin liggur og skila-
boðin um dauða og upprisu voru of
ágripskennd til þess að mynda
tengsl við meginefni dagskrárinn-
ar. Sú ráðstöfun að tengja atriðin
með tónlist gekk vel upp, en blær
hennar og innihald söngtexta hefði
oft á tíðum mátt falla betur að
heildarhugsun verksins. Hvað um
það, þá er hér um athyglisverða
leiksýningu að ræða og er vert að
óska leikstjóra sýningarinnar og
höfundi Agnari Jóni Egilssyni til
hamingju með framtakið. Leikhús
hefur gegnt miklu hlutverki í
menningu samkynhneigðra er-
lendis og er ánægjulegt að sjá sýn-
ingu sem „Líf úr kviði“ verða til
hér á landi. Vonandi verður þar
framhald á.
SMÁSAGNASAMKEPPNI
Tvær sögur bárust í samkeppnina um bestu
smásöguna 1993 sem Sjónarhorn efndi til. Það
þykir okkurekki nóg og nú boðum við nýjan skilafrest
- 1. nóvember 1993! Við skorum á ykkur að lyfta
hendi og setjast við tölvuna. Verðlaun í boði.
Klæðskiptingar!
Höldum hópinn - Stöndum saman
Við höfum myndað hóp í Fyllsta trúnaðar er gætt.
Reykjavíktilaðsameinast Utanáskriftin er:
um áhugamál okkar og Elísa Alfreðsdóttir
þarfir. Styðjum hverannan Pósthólf5279
og hveraðra! 125 Reykjavík
Sjókvennadagurinn
Það er orðin árviss viðburður að
hinn fyrsta sunnudag í júní stendur
stór hópur lesbía og homma á
bakkanum í Reykjavíkurhöfn og
öskrar sig hásan í rúmlega þrjár
mínútur. Þessi dagur gengur undir
nafninu Sjókvennadagurinn með-
al hópsins en þá róa Gasellurnar
sínum sexæring í kappróðri yfir
höfnina. Þetta árið endurtóku
Gasellumar leikinn frá því í fyrra
og komu fyrstar í mark, heilum
fjórðungi úr mínútu á undan næsta
liði. Hvatningaróp stuðningsliðs-
ins og forkonunnar voru reyndar
svo kröftug að litlu mátti muna að
fiskiskipið Benedikt, sem lá bund-
ið við bakkann, væri róið í kaf, en
farkostur Gasellana endaði ferð
sína í hægri síðu þess með áhöfn-
ina upp í loft.
Þegar áhöfnin var komin á rétt-
an kjöl og hafði tekið við viður-
kenningum var skundað upp í Hús
þar sem grillaðar voru pulsur og
glaðst fram eftir kvöldi. Sauma-
klúbburinn Gasellurnar vill hér
með þakka öllu sínu stuðnings-
fólki og stefnir nú að því að vinna
bikarinn til eignar næsta ár og
koma þar með út úr skápnum sem
leitt gæti til þess að á Sjómanna-
daginn 1995 verði keppt um róðr-
arbikar Samtakanna 78.
í bátnumfrá hægri: Bogga,
Helena, Sandra, Jóhanna Ríkey,
Inga, Dagný og Halla
Ljósmynd: Bára