Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 15

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 15
SJÓNARHORN 15 Eitt merkasta umræðuefnið á alnæmisráðstefnunni í Berlín var „hinir langlífu44. Þeir gefa milljónum smitaðra nýja von. Þróun bóluefna fer nokkuð fram en koma þau nógu snemma / til að stöðva útbreiðslu veirunnar? I alnæmismeðferð eru vonir helst bundnar við notkun margra lyfja samtímis. „Fyrstu myndina, takk!“ Á tjaldinu í ráðstefnusalnum í Berlín birtist ein einasta setning: „Hvað er þessi maður að gera í ræðustólnum?“ Þannig byrjar Aldyn McKean alnæmisbar- áttumaður í Act-Up samtökun- um í New York ræður sínar. Það gerði hann í Amsterdam 1992 og aftur í Berlín 1993. Munurinn er sá að fyrir ári talaði hann í litlum hliðarsal en nú í stærsta ráð- stefnusalnum. Síðan svarar McKean spurningunni. Hann segist vera hér vegna þess að hann sé einn hinna langlífu; einn þeirra sem virðast hafa það af að lifa með alnæmisveiruna. McKean segist hafa reynt að vekja athygli á þessu fyrirbrigði, þeim langlífu, í flmm ár. Nú virð- ist hann loks hafa náð eyrum manna. í Berlín var í fyrsta sinn Iögð áhersla á hina langlífu á heimsráðstefnu um alnæmi. Haldnir voru fjórir fundir um efnið og áhuginn var gífurlegur. Á lífi eftir fímmtán ár McKean smitaðist líklega 1978 og fékk fyrstu einkenni um veiklað ónæmiskerfi 1980. Ári síðar ráð- lagði læknirinn hans honum að koma öllum sínum málum í lag. McKean gerði það: Hann skipti um lækni! Nú, eftir fimmtán ár með alnæmissmit, virðist hann vera hress og alheilbrigður þótt CD4-hjálparfrumutala hans sé langt undir 200 („heilbrigt" er talið 1000-1200 CD4-frumur). Hann hefur meira að segja þyngst um nokkur pund síðan í fyrra. „Rannsakið þá hei 1 brigðu! “ er nýtt vígorð alnæmisbaráttu- manna. Vísindamenn ættu sem fyrst að athuga þá langlífu: Hvað er dæmigert fyrir þá, hvað er öðru- vísi? „Með meiri vitneskju um þá fáum við betri skilning á alnæmi og meiri von um að finna rétta meðferð,“ segir McKean. Hve margir eru „langlífir“ sést vel á hóp homma í San Francisco sem upphaflega var valinn til könnunar á útbreiðslu B-lifrarbólgu. Með því að skoða gömul blóðsýni var eftir á hægt að ákvarða hvenær menn höfðu smitast af HIV- veirunni og fylgjast með fram- vindunni. Niðurstaða: Eftir fimm ár höfðu 12% hinna smituðu veikst af alnæmi; eftir tíu ár voru það 51%. Nú, eftir 13,8 ára athugun, hafa 68% fengið öll einkenni al- næmis. Með öðrum orðum: 32% eða þriðji hver smitaður „hefur ekki fengið alnæmi" eins og far- aldursfræðingurinn Nancy Hessol orðar það. Sumir fá það líklega aldrei. En hvers vegna? Hvaða þýðingu hafa CD8-frumurnar? Vægari veirustofnar, góð læknis- hjálp, rétt mataræði, mikill svefn, reglubundið kynlíf, lítil streita, ósködduð félagsleg tengsl, sterkur persónuleiki, maríjúanareykingar. í umræðunum á ráðstefnunni koma margir þættir til tals. Við fyrstu sýn virðist heildarmyndin ruglingsleg. Sumir þeirra langlífu hafa aldrei tekið eitt einasta lyf gegn veirum, aðrir hafa gleypt AZT árum saman. Sumir hafa stöðuga hjálpar- frumutölu um 800, aðrir hafa tap- að næstum öllum. Vísindamenn skiptast nú á blóðsýnum úr hinum langlífu eins og dýrgripum. Eftir rannsókn á þeim komst bandanski alnæmissérfræðingurinn Jay Levy að þeirri niðurstöðu að CD8-frum- umar, næstmikilvægustu T-hjálp- arfmmurnar, skiptu þar höfuð- máli. Þær gætu haldið veirunni í skefjum. Levy og fleiri vísindamenn heimta „risakannanir“ til að skýra þetta fyrirbrigði. En mikilvægasta atriðið er þegar komið fram: Það er aftur von! „Enginn á að fyrirfara sér þótt hann greinist jákvæður því það er hægt að lifa með smitið í 10, 15 eða 20 ár og jafnvel enn leng- ur,“ sagði einn þátttakandinn í um- ræðunum. Hinir langlífu verða fyrirmynd Sönke Mtiller hjá þýsku alnæmis- hjálparsamtökunum telur að um- ræðan um „hina langlífu“ hafi greinileg sálræn áhrif meðal já- kvæðra þar í landi. „Þeir koma í hrönnum til að fá meiri upplýsing- ar.“ Hingað til hafi hver einasti já- kvæður beðið eftir því að verða loksins veikur en nú sé lögð stór- aukin áhersla á heilsurækt. Muller Ku Klux Klan Hálfvitar í sængurfötum? Rúmlega eitt þúsund lesbíur og hommar tóku þátt í hátíðahöld- um í lok júní í hafnarborginni Tampa í Flórida. Fólk safnaðist saman við ráð- hús borgarinnar þar sem lúðrasveit lék og borgarstjórinn Sandy Freedman hélt ræðu. í ræðu sinni sagði hún meðal annars að tími væri til kominn að skera upp herör gegn hvers konar misrétti í borg- inni og útnefndi júní sem sérstak- an baráttumánuð lesbía og homma í Tampa. Eftir ræðuhöldin stroll- uðu samkomugestir í helsta skemmtigarð borgarinnar þar sem hátíðin hélt áfram. Eitt skyggði þó á gleði göngu- fólksins: Fimm menn í hvítum búningum Ku Klux Klan, auk stuðningsmanna, sem stilitu sér upp meðfram göngunni og hróp- uðu ókvæðisorð og bannfæringar að þátttakendum. Forsvarsmenn göngunnar hvöttu fólk í gjallar- hornin til þess að láta fúkyrðin sem vind um eyru þjóta og að sögn lög- reglu kom ekki til neinna átaka þó að sumt göngufólkið hafi átt bágt með að stilla sig. Talsmaður samkynhneigðra í borginni, Nadine Smith, sagði að þessi neikvæðu viðbrögð væru fylgifiskur hinnar auknu um- ræðu um málefni lesbía og homma undanfarin misseri, en hún lét í ljósi bjartsýni og sagði þessa „hálfvita í sængurfötun- um“ aðeins verða til þess að fleiri snerust á sveif með samkyn- hneigðum í baráttu þeirra. Betra að satt væri! segir að loks hafi heimsráðstefnan um alnæmi gefið jákvæða vís- bendingu. Önnur helstu umræðuefni ráð- stefnunnar, meðferð og bóluefni, vekja einnig nokkra von. I lyfja- rannsóknum hefur það vakið nýja bjartsýni að fimmtán stór lyfjafyr- irtæki hafa samið um samvinnu, m. a. AZT-framleiðendurnir Wellcome, Glaxo, Abott, Boehrin- ger og LaRoche. I sameiningu á að gera allsherjarás á veiruna. Líkt og í berklameðferð á að beita mörg- um lyfjum samtímis. Auk AZT, DDI og DDC verður innan skamms hægt að nota 3TC, L661, D4T og önnur ný lyf sem hrífa á veiruna á mismunandi skeiðum. Talið er að þótt HlV-veiran sé breytileg geti hún ekki verið ónæm gegn mörgum lyfjum samtímis. Mikilvægustu forsendur meðferð- arinnar: Lyfin, sem notuð eru, verða að vera í jafnvægi innbyrðis og þó fyrst og fremst án aukaverk- ana. Nýjar vonir um bólu- efni í þróun bóluefnis „höfum við náð árangri sem við töldum útilokað að ná“. Þessi ályktun Daniels Bolog- nesi, sem sér um samhæfingu al- næmisbóluefna hjá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum, sýnir þann Aldyn KcKean vekur athygli á málstað sínum í Berlín vongóða anda sem ríkir meðal vís- indamanna. Ástæðan er ný kyn- slóð bóluefnisfyrirmynda sem líkja mun betur eftir yfirborði HlV-frumunnar og eru sumar reyndar í sameiningu. Árangur: Mjög litlar aukaverkanir, mun betri og nógu langvarandi ónæm- issvörun. Bolognesi er sannfærður um að „við höfum það af‘. Góðu fréttanna þarf maður að leita en þær slæmu eru alls staðar. Útbreiðsla HIV í Asíu og Suður- Ameríku heldur áfram og menn óttast að með tímanum verði ástandið þar verra en í Afríku. Berklasýkingar sem fylgja alnæmi verða sífellt alvarlegra vandamál. Á mörgum svæðum eru berklar þegar orðnir algengasta fylgisýk- ingin og stöðugt fjölgar berkla- stofnum sem eru ónæmir gegn lyfjum. í Berlín voru einnig heitar umræður um HlV-smit með brjóstamjólk. I Evrópu er áhætta jákvæðra mæðra á að smita bam sitt um 15%, en hafi þær barnið á brjósti tvöfaldast áhættan í 30%. Aðrar slæmar fréttir koma fram í þeim sæg upplýsingarita sem dreift er á ráðstefnunni en eru lítið ræddar: Panos-stofnunin upplýsir að kaþólsku biskupamir í Kenýa hafi komið því til leiðar að kyn- fræðslu í skólum (og þar með al- næmisfræðslu) verði aftur hætt. Það virðist óumflýjanlegt að þang- að til næsta heimsráðstefna um al- næmi verður haldin í Yokohama 1994 smitist ein milljón manna af HlV-veimnni. Manfred Kriener. Tageszeitung, Berlín Jákvæðar vís- bendingar fyrir jákvæða

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.