Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Qupperneq 4

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Qupperneq 4
4 SJÓNARHORN ífimm ár hefur Else Slange veitt samtökum homma og lesbía í Danmörku forystu, en hún lœtur afþví embœtti um þessar mundir. Dönsku samtökin nefnast sem kunn- ugt er LBL, Landsforeningen for bösser og lesbiske. Else var fulltrúi síns félags áfundi Norðurlandaráðs lesbía og homma, NRH, í Reykjavík í vetur og eftirfundinn náði Sjónarhorn tali afhenni og spurði hana um gang mála í Danmörku. Else Slange frá LBL í viðtali við Sjónarhorn „Þá dugar ekkert annað að tefla sama leik“ Hvað finnst þér hafa tekist best í starfi dönsku samtakanna þau fimm ár sem þú hefur sinnt for- mennsku? Mér er það efst í huga hversu viðfangsefni samtakanna okkar eru orðin fjölbreytt, hvemig félag- inu hefur smám saman tekist að gefa gaum að fjölbreyttum og ólík- um þáttum í lífi og tilveru lesbía og homma. Við vomm um tíma mjög upptekin af löggjafarmálum og það náðist stórkostlegur árangur í jafnréttisátt við lok síðasta áratug- ar. En það að lifa og njóta lífsins sem samkynhneigð manneskja snýst bara að hluta til um réttláta löggjöf. Sú tilhneiging var nokkuð ríkjandi eftir að sambúðar- og jafnréttisákvæði fengust lögleidd, að hommar og lesbíur hölluðu sér aftur og sögðu: Jæja, þá höfum við fengið það sem við þurftum. Þessi ótrúlega og óþolandi ánægja í okk- ar hópi varð til þess að félags- mönnum LBL fækkaði talsvert í nokkur ár. En verkefnunum er sannarlega ekki lokið. Ut á landsbyggðina Að hverju hefurðu beint kröftun- um eftir að sigri var náð á vett- vangi löggjafarmála? Eg geri ósköp fátt ein og óstudd. En svo dæmi sé nefnt þá hefur okkur í sameiningu tekist að beina athyglinni að þörfum sam- kynhneigðra á landsbyggðinni og gera áætlanir um að styrkja stöðu þeirra. Hommar og lesbíur í dreif- býlinu vita best sjálf hvað hægt er að gera til úrbóta, en síðan er það hlutverk stóru félagsdeildanna að koma til móts við þessar þarfir. Við í Kaupmannahöfn höfum tak- markaðar forsendur til að styrkja félagslíf og samstöðu fólks í smá- bæjum á Jótlandi, en við höfum reynt að skipuleggja LBL þannig að fólk fái aðstoð til að eiga sitt frumkvæði úti á landi. Þó að lesbí- ur og hommar í stórborgum Dan- merkur hafi fundið lífi sínu tiltölu- lega þægilegan farveg, þá gildir annað um lesbíumar í Vejle eða hommana í Tpnder. Þeirra hlut- skipti er allt annað. En að frum- kvæði LBL eru samkynhneigðir í smábæjunum núna hvattir til að stofna litla hópa sem tengjast laus- lega félagsdeildum LBL í næstu bæjum. Eina krafan sem við gerum til slíkra hópa er að þeir tilnefni ábyrgan gjaldkera sem getur sótt um fjárhagsaðstoð og fengið móralskan stuðning hjá félags- deild LBL í næsta nágrenni. Þessi óformlegu hópar fá þannig nokkum fjárhagsstuðning frá fé- lagsdeildunum en starfa að öðm leyti á eigin forsendum. Það er kannski broslegt að tala um fjarlægðir og mun á sveit og borg þegar maður er staddur á ís- landi þar sem fjarlægðimar em gífurlegar, en vandi dreifbýlisins er engu að síður staðreynd í Dan- mörku. Fordómarnir þrífast í litl- um bæ þar sem fólk hefur kannski aldrei haft spurnir af öðmm homma en gamla rakaranum á hominu, og ungir hommar eða ungar lesbíur leggja ekki í það að koma úr felum á sínum heimaslóð- um, heldur leysa málin með því að flytja til stórborganna. En þessu má breyta því strax og samkynhneigðir í smábæjunum kynnast einum eða tveimur í sömu stöðu verður allt léttara. Oft er nóg að byrja með pósthólf, tengilið og heimili þar sem sem lesbíur og hommar geta hist. Þetta fólk er vissulega ósýnilegt öðmm en samt er það lagt af stað út úr skápnum þegar það hefur fundið fjóra aðra í sömu stöðu. Og því fyrr á lífsleið- inni sem við sjáum okkur fært að koma út, því betra. Og ef LBL tekst í næstu framtíð að ná sam- bandi við samkynhneigða í dreif- býlinu, þá lít ég á það sem mikinn sigur. Út í heim Bætt réttarstaða lesbía og homma hefur ábyggilega haft eitt og ann- að íför með sér og kallað á ann- ars konar ábyrgð en áður? Jú, það má segja að sigrarnir í löggjafarmálunum hafi fært dönsku samtökunum nýja og meiri ábyrgð á alþjóðavettvangi. Við emm núna í þeirri stöðu að geta ráðlagt þeim þjóðum sem koma í kjölfar okkar með sína baráttu. Til dæmis höfum við að vissu leyti betri forsendur til að fara til Aust- urríkis og deila við dómsmálaráð- herrann um ástand mála þar í landi heldur en þau í félagi heimamanna í Austurríki, HOSI-Wien, geta gert. Þannig höfum við skyldum að gegna á alþjóðavettvangi vegna þess hversu staða okkar nýtur mik- illar viðurkenningar heima í Dan- mörku. Hafið þið efni á þessu aþjóða- starfi? Þar hittirðu á viðkvæman blett. Við njótum engra styrkja til þessa starfs nema geta sýnt fram á að það tengist Evrópusambandinu. Auk þess er fjárhagur LBL afleitur og nú stefnir í mikinn háska þar, því við njótum engra opinberra fjár- veitinga. Við fáum árlegan ríkis- styrk til alnæmisvarna, 8-10 millj- ónir danskra króna, en það starf er algjörlega aðskilið félaginu. Við fáum þá fjárveitingu vegna þess að við höfðum forsendur og þekkingu til að vinna forvarnar- og upplýs- ingarstarf. En sá menningarlegi grundvöllur sem við höfum byggt UPP gegnum árin til að skapa hommum og lesbíum í Danmörku virðingarvert líf, hann nýtur engrar viðurkenningar. Samt hefði okkur ekki verið mögulegt að takast á hendur forvamarstarf alnæmis ef félagið okkar hefði ekki áratugum saman byggt upp sjálfsöryggi og þekkingu þeirra sem alnæmisstarf- inu tengjast. Því finnst okkur súrt í broti að félags- og menningarstarf LBL skuli ekki njóta neinna opin- berra fjárveitinga. Ekki fínt að viðra fordómana Finnst þér hœgt að benda á um- talsverðar breytingar í dönsku samfélagi þann tíma sem þú hefur starfað með LBL? Er eitthvað að baki þeirri óskhyggju okkar að „Ég uni mér best með jafningjum, en oft hefég setið frammi fyrir áhrifamönnum í dönsku samfélagi sem njóta þess beinlínis aðfá tœkifæri til að breiða úr valdi sínu. Þá dugar ekkert annað en að tefla sama leik, efmaður á að ná einhverju fram. Það þótti mér óskemmtilegt“

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.