Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Qupperneq 5

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Qupperneq 5
SJÓNARHORN 5 en sýnileikinn sé nú kannski meiri og fordómarnir minni en fyrir ára- tug? Ég er Kaupmannahafnarbúi í húð og hár og kannski ekki sú rétta að spyrja. Múrar stéttaskiptingar- innar eru líka miklir meðal Dana og það fer eftir menntun og reynslu hvort fólk heyrir yfirhöfuð rök þeirra lesbía og homma sem berjast fyrir réttlæti og mannjöfn- uði. í Kaupmannahöfn verð ég var við fjölda ungs fólks sem á næsta auðvelt með að taka stóra skrefið og segja fjölskyldunni allan sann- leikann. „Taktu ábyrgð á þínu eig- in lífi, við reynum að styðja þig eins vel og við getum.“ Það er svarið sem þau fá. Svo heyri ég af komungu fólki í dreifbýlinu sem varð að hrökklast að heiman þegar þau komu heim með fréttina. En svo mikið er víst að eftir að sam- búðarlöggjöfin varð að vemleika þykir ekki sérlega fínt að viðra for- dóma sína í okkar garð. Samt lúra þeir á sínum stað. Kirkjan er loftvogin Á marga lund speglar þjóðkirkjan vel það rót sem mannréttindabar- átta okkar hefur komið á huga manna. Þótt ég sé sjálf ateisti þá fagna ég umræðunni innan kirkj- unnar, hún er eins konar loftvog á þá vinda sem blása í kringum okk- ur frá íhaldsöflum landsins. Fyrir stuttu skrifaði Theodor Jprgensen Frá fundinum í Norrœna húsinu. Talið frá vinstri: Hákan Andersson, Cecilia Berggren, Tobias Wikström, Anette Larsson, Leif Söderström, Geir Hagland, Jorma Hentild, Gro Lindstad, Guðrún Gísladóttir, Guðni Baldursson, Else Slange, Lana K. Eddudóttir, Haukur F. Hannesson. Fundað í Norræna húsinu í Reykjavík N orðurlandar áð lesbía og homma eftir Hauk F. Hannesson guðfræðiprófessor stóra grein í Politiken þar sem hann deilir hart á kirkjuna fyrir hik sitt gagnvart sambúðarfólki af sama kyni. Kirkjan verður að taka sig saman í andlitinu, segir hann. Hvort sem við lítum á málin frá trúarlegum, siðferðilegum eða pólitískum sjónarhóli, þá er það rangt af þjóð- kirkjunni að hafa ekki fyrir löngu veitt sambúð homma og lesbía blessun sína ef þess er óskað. Þetta er skoðun hans og hún er tímanna tákn. Valdastofnanir samfélagsins geta ekki lengur látið hjá líða að taka afstöðu með eða á móti. Uni mér best með jafningjum Að lokum, Else, hvað þótti þér nú erfiðast íforystuhlutverkinu? Að lenda í viðtali við frétta- mann sem ekki hefur unnið heima- vinnuna sína og veit ekki hvers hann á að spyrja. Það er óþolandi móðgun við lesbíur og homma og beinlínis hættulegt. Því hver mín- úta af skynsamlegri umræðu í fjöl- miðlum er gulls ígildi og það skiptir stundum sköpum ef tals- maður lesbía og homma kemur sjónarmiðunum vel til skila. En það getur verið erfitt þegar spyrill- inn veit ekkert í sinn haus. En ef ég íhuga spurninguna bet- ur, þá hefur mér líkast til liðið hvað verst þegar ég varð að setja mig í hlutverk valdamanneskju. Það er ekki í eðli mínu að vera valdsmannsleg við neinn, ég uni mér best með jafningjum, en oft hef ég setið frammi fyrir áhrifa- mönnum í dönsku samfélagi sem njóta þess beinlínis að fá tækifæri til að breiða úr valdi sínu. Þá dugar ekkert annað en að tefla sama leik ef maður á að ná einhverju fram. Það þótti mér óskemmtilegt. Og þegar ég hef verið ásökuð um að hafa breytt sem valdamanneskja þá verð ég svolítið döpur, þá finnst mér eins og kerfið hafi étið mig. En gleymum því ekki að allt er þetta nú léttvægt miðað við það að koma úr felum í gamla daga. Það var stóra skrefið í lífi mínu og skrefin sem ég hef síðan tekið ósköp viðráðanleg miðað við það. ÞK Það lyftir heldur starfsemin í Nor- ræna húsinu í Reykjavík dagana 15.-17. október sl. þegar Norður- landaráð lesbía og homma - NRH - hélt þar ársþing sitt. Ráðið, sem er samstarfsvettvangur félaga og samtaka samkynhneigðra á Norð- urlöndum, hefur starfað á annan áratug og er þetta í þriðja sinn sem ársþing þess er haldið á íslandi. Tilgangur NRH er að samhæfa reynslu samkynhneigðra Norður- landabúa og veita stjórnvöldum, þá sérstaklega „hinu“ Norður- landaráðinu, aðhald og upplýs- ingu. Fjölbreytt flóra Umræðuvettvangur NRH eru árs- þing þess þar sem fulltrúar hinna ýmsu félaga hittast og ráða ráðum sínum. Meðlimir í ráðinu eru hin ólíkustu félög samkynhneigðra, allt frá landssamtökum eins og Samtökunum 78 og RFSL, sænsku landssamtökunum, í stjórnmálafé- lög eða menningarsamtök eins og TUPILAK, félag samkynhneigðra listamanna og annarra sem að list- um starfa. Frá íslandi eru nú þrjú félög í NRH, Samtökin 78, sem hafa verið með í rúman áratug, Fé- lagið - félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra, sem ásamt les- bíska kvennahópnum í Kvenna- listanum var veitt innganga í ráðið á þinginu í Norræna húsinu. Helstu umræðuefni á þessu árs- þingi voru nýsett lög um sambúð samkynhneigðra í Noregi, ásamt lagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir þingi í Svíþjóð svipaðs efnis. Nokkuð var fjallað almennt um lagalega stöðu samkynhneigðra á Norðurlöndum og nauðsyn þess að samhæfa löggjöf á milli landanna, t. d. þannig að þeir sem öðlast rétt- indi við skráða sambúð í einu landanna, haldi þeim við flutning til annars. Rætt var um stöðu homma og lesbía innan kirkjunnar og hlutverk hennar í ljósi breyttrar lagalegrar stöðu samkynhneigðra í Noregi og Danmörku. Þá var sam- þykkt sérstök ályktun þar sem lögð var áhersla á að landstjórnir Græn- lands og Færeyja gerðu átak í því að afnema misrétti gagnvart hommum og lesbíum. Landflótti þeirra er þó nokkur frá þessum löndum, og segja má að ástandið minni um margt á Island áttunda áratugarins. Loks í sjónvarpið Þingi NRH voru gerð skil í frétta- tíma beggja sjónvarpsstöðvanna og vakt það töluverða athygli. Er það í fyrsta sinn í sögu ráðsins sem sagt er frá starfsemi þess í sjón- varpi. Var það ánægjulegur sýni- leiki sem var vel í samræmi við velheppnað þing. A hverju hausti hittast félög samkynhneigðra á Norðurlöndum og mynda sitt eigið Norðurlandaráð. Tilgangurinn er að samhœfa reynslu lesbía og homma á Norðurlöndum og veita stjórnvöldum, þá sérstaklega „hinu“ Norðurlandaráðinu, aðhald og upplýsingar.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.