Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Side 8
8
SJÓNARHORN
Samkynhneigðir og börn
F rá mínu lesbíska
sjónarhorni
eftir Lilju S. Sigurðardóttur
Ég er ekki á leiðinni að verða
ólétt! Hvorki með gervifrjóvgun,
tæknifrjóvgun, sjálfsfrjóvgun, bý-
flugnafrjóvgun eða annarri frjóvg-
un. Ég er nýorðin tuttugu og
tveggja ára, og góðkunningjar
mínir spyrja mig hvort ég sé ekki
búin að skipuleggja bameign! í
fyrstu komu svona spumingar
mjög flatt upp á mig og ég svaraði
í einlægri hneykslan: „Nei, ég er
lesbísk.“ Þá sagði fólk að það
skipti engu máli.
En ég held að það skipti tals-
verðu máli.
I von um fyrir-
gefningu syndanna?
Kreppa ríður nú húsum í hinum
vestræna heimi með tilheyrandi
bakslagi fyrir sjálfstæða vitund
kvenna. Konum er byrluð sektar-
kennd og sagt að með þátttöku í at-
vinnulífinu séu þær að taka vinnu
frá þeim sem raunverulega þarfnist
hennar, það er að segja karlmönn-
unum. Um leið er hlutverk hinnar
heimavinnandi móður blásið upp
og dásamað í hverri „mammaaf-
hverjuspringasápukúlurnarekki“-
auglýsingunni á fætur annarri, og
konum á framabraut í atvinnulíf-
inu er stillt upp sem óhamingju-
sömum, bitrum og geðveilum grýl-
um sem harma það eitt að hafa
aldrei eignast böm. Allt þetta veld-
ur því að konur fyllast eggjahljóði,
og merkilegt nokk: Lesbíumar líka
- þrátt fyrir alla okkar frelsun und-
an hefðbundnum hugsanagangi
samfélagsins. í innlendum jafnt
sem erlendum tímaritum má lesa
umræður um sjálfsfrjóvgun, sæð-
isgjafir og rétt til tæknifrjóvgunar
fyrir lesbíur. Það er eins og æðsti
draumur hverrar lesbíu sé að
standa í bleyjuþvotti til dómsdags
í von um að hljóta fyrirgefningu
syndanna!
✓
A bakinu í 17 mánuði
Ég skil náttúmna ágætlega og ég
skil mjög vel að böm verði til. Það
er gangur lífsins. Ég á hins vegar
bágt með að skilja að konur liggi á
bakinu í sautján mánuði og reyni
hvað þær geti til að verða óléttar.
Sömuleiðis á ég bágt með að skilja
lesbíur sem dreymir um tækni-
frjóvganir vegna þess að samfarir
við karlmenn samræmist ekki
þeirra lesbíska eðli. Mér er spum:
Samræmist getnaður, meðganga
og fæðing lesbísku eðli? Sam-
kvæmt mínum bókum er það
nokkuð sem tilheyrir gagnkyn-
hneigðum konum og á lítið skylt
við lesbíska lifnaðarhætti.
Eitt og annað
vanhugsað
Börn em og verða vissulega alltaf
hluti af lífi lesbía og homma, og
það er gott því börn auðga um-
hverfi sitt og gera það betra. Og
auðvitað er skiljanlegt að mörg
okkar vilji njóta þess að ala upp
börn. En ég hef grun um að eitt og
annað sé vanhugsað í barneignar-
löngun lesbía, því eggjahljóðið
heyrist aðallega ef ekki eingöngu í
yngri kynslóðinni. Fyrir því hef ég
heyrt nefnda þá ástæðu að eldra
fólkið hafi verið búið að eignast
sín böm áður en það kom úr felum
og leggi þar af leiðandi ekki
áherslu á þann þátt lífsins sem lýt-
ur að getnaði og endurteknum
bameignum.
Af hverju eggjahljóð?
En eins og allir vita er það veruleg-
ur minni hluti okkar sem er for-
eldrar. Líklegri skýringu á eggja-
Ákvörðun þín snertir okkur allar
og það er ýmislegt sem má um
hana segja.
Að verða móðir þýðir ekki að...
...þú verðir loksins eðlileg.
...þú verðir loksins raunvemleg
kona.
...þú verðir óeigingjöm og elsk-
andi manneskja.
...þú sýnir pólitískt hugrekki.
...þú verðir meira kúguð en bam-
lausar lesbíur.
...þú eigir börn þín.
...eignist þú dóttur, verði hún lrka
lesbísk.
...eignist þú son, verði hann und-
antekningin sem sannar regl-
una, þ. e. a. s. karlmaður án
kvenfyrirlitningar.
hljóðunum held ég að sé að finna í
niðurstöðum erlendrar rannsóknar
sem ég heyrði af fyrir skömmu.
Þær hljóma á þann veg að það
samkynhneigða fólk sem hefur lif-
að framan af ævi sem gagnkyn-
hneigt væri, sé ánægðara með
...þú sért ekki að fæða nauðgara í
heiminn.
...þú sért að skapa lesbíur fram-
tíðarinnar.
...að þú getir endurlifað lífi þínu í
gegnum börn þín.
...að þú getir krafist þess að aðrar
lesbíur taki ábyrgð á þér og
barni þínu.
...að eignist þú dreng, þá hafir þú
rétt til að draga hann inn í hið
lesbíska samfélag.
En að verða móðir þýðir að...
...þú munt njóta meiri forréttinda
og virðingar í heiminum.
...þú munt njóta meiri forréttinda
og virðingar meðal lesbía.
...þessi aukna virðing þín verður
á kostnað annarra lesbía.
sjálft sig sem lesbíur og homma
heldur en yngra fólkið sem kemur
úr felum án þess að hafa nokkra
reynslu af ástarsamböndum við
fólk af gagnstæðu kyni. Við könn-
umst vel við kýrnar sem halda að
grasið sé grænna handan við girð-
...forréttindi þín verða meiri ef þú
eignast son.
...þú ert að uppfylla skilyrði karl-
veldisins um kvenleika og móð-
urhlutverk.
...þú ert að uppfylla það hlutverk
sem þér hefur verið ætlað frá
fæðingu - „loksins alvöru
dúkka að leika sér að“.
...þú ert að taka þátt í aukningu
bameigna sem kalla konur af
vinnumarkaði og kemur sér vel
fyrir íhaldsöflin.
...þú ert að taka á þig átján ára
skuldbindingu að minnsta kosti.
...þú munt alltaf hafa meiri skyld-
um að gegna gagnvart barni
þínu heldur en lesbískum vinum
og ástkonum.
...þú munt festast meira en
inguna. Fólki hættir svo oft til að
halda að það sé að missa af því
sem það hefur ekki prófað. Getur
það verið að barneignir og hinn
hefðbundni heimilispakki sé þar á
meðal?
Ykkar er svarið.
nokkru sinni fyrr í gildru um-
önnunarhlutverksins - sem er
nú einu sinni helsta gildra kven-
þjóðarinnar.
..börn þín kunna síðar meir að
hata þig fyrir að hafa ekki alist
upp við forréttindi hinnar hefð-
bundnu kjamafjölskyldu.
..sama hvað þú gerir, ef þú eign-
ast dreng mun hann áreita stúlk-
ur og síðar meir konur, og kann
jafnvel að verða nauðgari.
..þú ert að veikja líkama þinn og
minnka lífslíkur þínar. Þú eykur
líkurnar á að blæða út, fá heila-
blóðfall, lamast eða fá krabba-
mein. Þær hættur sem tengjast
meðgöngu og bamsburði eru
vel varðveitt leyndarmál.
Bev Jo: For lesbians only, 1988.
Samkynhneigðir og börn
Ertu að hugsa um að verða ólétt?
Fyrir konur sem kalla sig lesbíur