Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Qupperneq 10
10
SJÓNARHORN
Hommar í Bretlandi unnu bæði sigur og töpuðu í réttindabaráttu sinni í
lok febrúarmánaðar. Breska þingið færði aldur karlmanna sem mega
ákveða það að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum úr 21 ári í 18 ár, en
samtök homma höfðu barist fyrir því að aldurinn yrði lækkaður niður í 16
ár. Þetta var í fyrsta skipti í 25 ár sem breska þingið ræddi málefni
homma, en þeir voru síðast á dagskrá í The House of Commons þegar lög-
um var breytt og það hætti að vera glæpsamlegt að karlmaður stundaði
kynlíf með öðrum karlmanni.
Káti bóndinn og hommaaldur í Bretlandi
Hýrasta þing í
heimi rýfur aldar-
fjórðungs þögn
Ástæða þess að barist var fyrir því
að aldurinn yrði 16 ár er engin til-
viljun. Gagnkynhneigðir í Bret-
landi mega byrja kynlíf sextán ára
með sér eldra fólki og baráttan var
af þeim sökum öll háð á þeim nót-
um að það sama ætti að ganga yfir
homma og heterósexúal fólk. Mál-
ið snerist ekki um rétt fólks til að
stunda kynlíf á tilteknum aldri,
heldur um það að jafnræði ætti að
ríkja á milli fólks, sama hver kyn-
hneigðs þess er.
Mannrétdndi - ekki
gredda
Það athyglisverða við þetta mál á
breska þinginu var það að menn
voru klofnir í afstöðu sinni til
málsins þvert á alla pólitíska
flokka. Það munaði aðeins 14 at-
kvæðum að samþykkt yrði að færa
aldurinn niður í 16 ár, og það var
mikill meirihluti fyrir málamiðlun-
artillögu sem að lokum var sam-
þykkt og lækkaði aldurinn í 18 ár.
Edwina Currie, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra breska Ihalds-
flokksins, fór framarlega í hópi
þeirra sem börðust fyrir 16 ára
markinu. Það var hún sem mælti
fyrir tillögunni á þingi. Þar tók hún
algerlega upp málstað samtaka
homma og undirstrikaði að málið
snérist um mannréttindi og jafn-
ræði fyrir lögunum. Ihaldssamari
þingmenn sögðu að verja þyrfti
unga drengi fyrir kynferðislegum
ágangi eldri karlmanna og vildu
sumir jafnvel ekki breyta lögunum
neitt. Rödd þessara manna hljóm-
aði hins vegar hjákátlega og fékk
lítinn hljómgrunn.
Þegar ákvörðun þingsins lá fyr-
ir reyndu nokkur hundruð manns
að komast inn í þinghúsið í gegn-
um vamarvegg lögreglu, og tals-
maður baráttuhópsins „Outrage“
sagði að í hefndarskyni yrðu
hommamir á þingi „out-aðir“.
Það vekur athygli aðkomu-
manns í London hvað sterkir
straumar fara um hommapólitík í
landinu. Pólitrkin felst ekki svo
mikið í því sem þekktist á árum
áður, að berjast hálfpartinn í felum
fyrir því að fá að vera til. Allir eru
stoltir af því að vera gay, en vilja
að það sé sjálfsagður hlutur að al-
menn mannrétdndi eigi líka við
um homma. Og þetta viðhorf nýtur
stuðnings þess kerfis sem alþjóð-
legir samningar hafa sett yfir Evr-
ópu. Það búast til að mynda allir
við því að mannréttindadómstóll
Evrópu hnekki ákvörðun breska
þingsins um „hommaaldurinn“ á
jafnræðisgrundvelli, þ. e. að ekki
megi mismuna fólki fyrir lögunum
vegna skoðana þess eða tilfinn-
inga. Og þó ofstækisfyllstu þing-
menn segi: „Við hlustum ekki á
þennan Evrópudómstól sem gæti
allt eins skyldað okkur til að færa
aldurinn niður í 12 ár eins og í
Hollandi (svo vitnað sé beint í einn
þeirra), er öruggt að bresk stjórn-
völd munu fara eftir niðurstöðu
mannréttindadómstólsins. Nú þeg-
ar er mál bresks homma fyrir dóm-
stólnum og er niðurstöðu í því
prófmáli að vænta næstu mánuði.
Allt bendir því til þess að 18 ára
hommaaldurinn sé aðeins tíma-
bundið fyrirbæri.
*
Osýnilegar lesbíur
Það er hins vegar er líka áberandi í
Bretlandi hvað lítið>fer fyrir lesbí-
unum, bæði í opinberu lífi sem og
næturlífi. Þær virðast vera áratug-
um á eftir hommunum í þróuninni.
Þær sáust nánast ekki fyrir utan
þinghúsið þegar um fimm þúsund
manns biðu þar með kertaljós eftir
úrslitum atkvæðagreiðslunnar og í
háskólunum eru þær ósýnilegar í
samanburði við hommana. For-
dómarnir gegn þeim virðast líka
vera meiri, enda gerir þessi þjóð -
sem Edid Creson, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frakka, kallaði
hommaþjóð heimsins númer eitt,
sem leiddi meðal annars til falls
hennar úr stóli forsætisráðherra -
mikið úr móðurhlutverkinu. Og
barátta hommanna lætur ekki einu
sinni háskólaborgina Oxford
ósnerta. Nokkrum dögum eftir að
úrslitin í þinginu lágu fyrir, boð-
uðu hinir 32 kampusar Oxfordhá-
skóla til mótmælagöngu gegn
hommafóbíu og ákvörðun þings-
ins að lækka aldurinn aðeins niður
í 18 ár. Þátttaka í göngunni var
miklu meiri en skipuleggjendur
hennar þorðu að vona. Um 300
manns gengu fylktu liði í grenjandi
rigningu um helstu götur borgar-
innar, hrópuðu slagorð og blésu í
flautur.
Hámenntaðir hommar
Eitt slagorðanna var: We are here,
we are queer, we are not going
shopping. Þetta þótti íslendingi
dálítið skrýtið slagorð, en skýring-
in á því er sú að í fyrra stóðu
hommar í Oxford fyrir mótmælum
sem fólust í því að fara í verslun
Marks og Spencer í borginni til að
máta kjóla. Mótmælin ullu mikilli
reiði á meðal borgarbúa, en fengu
að sama skapi mikla athygli.
Hommarnir í Oxford eru annars
flestir hverjir í skápnum, sérstak-
lega þeir sem búa í borginni að
staðaldri. Borgin skiptist nánast
algerlega á milli háskólaborgar-
anna og íbúanna, eins og um tvo
þjóðflokka sé að ræða í sama bæn-
um. I Oxford búa um 150 þúsund
manns, eða svipaður fjöldi og á
Stórreykjavíkursvæðinu, og þar er
aðeins einn hommabar sem heitir
„The Jolly Farmer“. Reksturinn á
barnum virðist ganga vel, alla
vega gekk ekki að setja upp
„venjulegan“ bar í húsnæðinu. Það
var nefnilega reynt að breyta barn-
um í einn slíkan, en sá rekstur fór á
hausinn. I Oxford lætur enginn
heterósexúal maður sjá sig inni á
bar sem einu sinni var hommabar.
Og bjórframleiðendur fundu því
nýja aðila til að breyta staðnum
aftur í hommabar og þá fór hann
að bera sig.
Á þessum bar, sem er mjög
vinalega innréttaður á breska
pöbbavísu, var mér hugsað til þess
hvað það væri gaman ef slíkur
staður væri til í Reykjavík. Staður
án kvenmanna, og vona ég að syst-
ur mínar lesbíurnar móðgist ekki
við þessa ósk mína.
Kynvillti neytandinn
Undanfarin tíu ár hafa stórir sigrar
unnist í hommabaráttunni bæði hér
á landi og í löndunum í kring um
okkur. Allur almenningur er farinn
að venjast þeirri staðreynd að
hommar eru til. í Bretlandi virðist
hið eðlilega framhald þessara sigra
koma fram í því að hommar fara út
í atvinnu- og veitingarekstur án
þess að fela hverjir þeir eru. Þetta
hefur leitt til þess að menn í við-
skiptalífinu eru í vaxandi mæli
farnir að gera sér grein fyrir því að
það má græða á hommunum og
menningu þeirra. Og þegar þannig
er komið í þjóðfélagi sem allt
ræðst af peningum og viðskiptum,
eru menn orðnir menn með mönn-
um. Islenskir hommar ættu í ljósi
þessa að hleypa í sig kjarki og fara
ekki bara út úr skápnum, heldur
einnig út úr bauknum, og segja
upp á enskuna: We are here, we
are queer, we are definately going
shopping.
- hmp
Við upphaf mótmœla í Oxford. Greinarhöfundur og Sveinn Haraldsson, doktorsnemi við Oxfordháskóla.