Tilvera - 15.01.1990, Síða 1

Tilvera - 15.01.1990, Síða 1
KVENNA ATHVARF FRÉTTABRÉF - samtaka um kvennaathvarf 91-21205 Janúar 1990,1. tölublaö 1. árgangur Á RÉTTRI LEIÐ? Nanna Christiansen, kynningarfulltrúi, kom aö máli viö mig og baö mig aö skrifa pistil í nýja fréttabréfið okkar TILVERU, hugmyndin er aö viö samtakafólk drepum niður penna og skrifum reglulega um mál sem okkur liggja á hjarta. Ég ætla nú aö byrja á aö óska TILVERU alls hins besta í framtíðinni og er þess fullviss aö meö veglegu fréttabréfi megi auka upplýsingastreymi til meölima samtakanna og annarra þeirra sem áhuga hafa á okkar málefnum. Áriö 1989 er nú á enda runnið og þegar ég lít til baka eru mér efst í huga þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsemi og útliti Athvarfsins. Nú er Athvarfið vistlegt heimili þar sem hægt er aö láta sér líða vel og bara þaö hefur heilmikiö aö segja. Starfshættir innan hússins hafa smátt og smátt verið aö taka breytingum sem vonlegt er. Viö erum bara rétt aö byrja og mótum starfið eftir því sem reynslan kennir okkur. Breytingar eru af hinu góða og endurskoöun á gömlum gildum er nauösynleg í starfi eins og okkar. Mikiö hefur veriö rætt um hugmyndafræði samtakanna á undanförnum misserum og hefur þaö hleypt nýju blóöi í starfsemina. Meö nýjum félagsmönnum koma nýjar hugmyndir, ný sjónarhorn sem vert er aö taka tillit til og nýta. Spurningin er ekki lengur hvort Kvennaathvarf eigi rétt á sér, þaö er löngu Ijóst bæöi okkur í samtökunum og öörum. Það sem brennur á okkur núna er hins vegar hvernig viö t.d. gætum náö til þeirra kvenna sem viö vitum aö búa viö mjög slæmar aðstæður en leita sér ekki stuðnings. Hvernig getum viö búiö betur aö börnunum í Athvarfinu? Á hvern hátt nálgumst viö konurnar sem til íslands eru komnar frá öörum menningarsvæöum (t.d. Asíu) en þekkja ekki rétt sinn og síöast ekki síst hvernig gerum viö Samtök um kvennaathvarf aögengilegri fyrir nýja meölimi? Mikið hefur áunnist á þessum árum sem viö höfum verið til. Mikiö átak hefur verið gert í kynningar- og fræöslumálum. Sjálfshjálparhópur fyrrverandi dvalarkvenna er nú í fullum gangi. Opiö hús er á fimmtudögum fyrir fyrrverandi dvalarkonur. Barnastarfiö er mun markvissara og í stööugri endurskoðun. Leitast er viö aö hafa sjálfstyrkingu í einhverju formi daglega í Athvarfinu. Grundvöllur hefur veriö lagöur aö aukinni samvinnu viö Félagsmálastofnun, skóla o.þ.h. því einangruð frá umheiminum komum viö ekki aö miklu gagni. Vel hefur veriö gert en betur má ef duga skal. Ég er viss um aö á meðan viö endurskoðum reglulega, setjum spurningarmerki viö gamlan "sannleika" og vinnum meö konum en ekki fyrir þær aö þá eru Samtök um kvennaathvarf aö gera sitt besta og þar af leiðandi á réttri leið. Meö baráttu- og nýjárskveðjum Jenný Anna Baldursdóttir.

x

Tilvera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.