Tilvera - 15.01.1990, Side 3

Tilvera - 15.01.1990, Side 3
FRÁ RITSTJÓRA Hvar sem litiö er virðumst viö standa á einhverskonar tímamótum, járntjaldiö falliö, loönan horfin, jöröin komin inn í nýtt stjörnumerki, nýtt ár framundan og viröisaukaskatturinn oröin staöreynd. Er breytt fréttabréf Samtaka um kvennaathvarf ekki rökrétt framhald þessara umróta? Heiti fréttabréfsins TILVERA byggist á því meginviöfangsefni samtakanna aö fást viö TILVERURÉTT þeirra kvenna og barna sem hefur veriö brotiö á. Úti í frá viröist manni einatt sem Samtök um kvennaathvarf séu þekktust fyrir aö TILVERA Kvennaathvarfsins standi á horleggjum. En innan Samtakanna lítum viö svo á aö viö höfum sannað TILVERUrétt okkar og séum komin TIL (aö) VERA. Auk félagsmanna, sem nú eru hátt á sjöunda hundrað, veröur TILVERU dreift til fjölmiöla, stjórnmálamanna, velunnara samtakanna og annara sem á einhvern hátt tengjast samtökunum og málefnum þeirra. Enda þótt TILVERA sé smá í sniðum á hún vonandi eftir aö gegna meginhlutverki sínu, aö dreifa upplýsingum um verkefni samtakanna til félagsmanna og annara áhugamanna um málefni þeirra og efla á þann hátt starfsemina í Samtökum um kvennaathvarf. Ef vel tekst til gæti TILVERA einnig vakið athygli á alvarleika heimilisofbeldis og nauögana hér á landi og oröiö farvegur skoöanaskipta. Sjónir fjölmiöla hafa aö undanförnu beinst að ofbeldi unglinga, fram hefur komið aö flestir "ofbeldisunglinganna" koma frá heimilum þar sem ofbeldi er stundaö og dregur þaö ekki úr áhyggjum okkar af börnunum sem koma í Kvennaathvarfið. Meö bestu kveöju og óskum um aö þiö njótiö TILVERUNNAR á árinu 1990. Nanna Christiansen P.s. ertu búin(n) aö greiöa árgjaldiö? BAK VIÐ BYRGÐA GLUGGA "Ég var nýkomin heim, ég man aö þaö var grenjandi rigning og ég stóö í forstofunni og hristi bleytuna af kápunni minni. Skyndilega var innri huröinni hrundiö upp og áöur en ég vissi hvaðan á mig stóð veörið var gripið sterkum höndum um kverkar mér og öskraö: "Meö hverjum varstu núna hel.. dræsan þín." Ég reyndi aö svara um leið og ég barðist við aö ná andanum og slíta mig lausa. Hann henti mér utan í vegg og sparkaði í mig um leið og hann lét spurningarnar dynja á mér: meö hverjum haföi ég verið, væri ég búin aö finna mér nýtt viðhald o.s.frv . Ég veinaði af ótta og kvölum. Hann herti afturtakið á hálsinum á mér og öskraöi aö nú skyldi hann drepa mig. Ég horföi í augu hans og vissi að honum var alvara, þetta var uppá líf og dauða. Þaö var eldri dóttir mín, 14 ára, sem kom mér til hjálpar, hún kom hlaupandi fram, réöst á árásarmanninn og skipaöi honum grátandi aö sleppa mér. Hann gegndi. Gagntekin ótta hljóp ég út um leið og ég kallaöi til dætra minna aö þær skyldu koma meö mér. Ég áttaöi mig ekki á því fyrr en ég var komin út í bíl að ég var bara á sokkunum.” Þannig segist henni frá konunni sem trúir mér fyrir reynslu sinni. Hún er falleg og traustvekjandi. Hún hefur gegnt sama starfinu frá því hún lauk námi og það grunar áreiöanlega engan hvaö hún hefur upplifaö. Hún segist hafa leynt reynslu sinni, því hún kæri sig ekki um samúð. Árásarmaöurinn sem um ræöir er ekki ókunnugur brjálæðingur sem ræöst inn í hús varnarlausra kvenna, heldur er hann maöurinn hennar, faöir dætra hennar, besti vinur hennar síöastliöin 15 ár. Hún segir hjónabandiö hafa veriö gott, þau hafi verið mjög samrýmd og eina alvarlega ágreiningsefni þeirra hafi veriö áfengisnotkun hans. Síðastliöin tvö ár hafi hann drukkið meira en góðu hófi gegndi og að lokum hafi hún gefist upp og sagt honum aö hún vildi skilnaö. Viöbrögö hans uröu sjúkleg afbrýöisemi, hann fullyrti aö hún væri búin aö finna sér annan mann. Hún segir aö næstu vikur hafi veriö hrein martröö, hann réöst á hana af minnsta tilefni, hann misþyrmdi henni og ásakaöi um framhjáhald. En hann snerti ekki dætur þeirra. Eitt sinn læsti hann hana inni í herbergi í fleiri klukkustundir, eftir aö hafa klætt hana úr hverri spjör, svo hún slyppi ekki út um gluggann. Af og til kom hann inn í herbergið, sló hana og yfirheyrði um ímyndaða elskhuga. Kvöldiö sem hún flúöi meö dætur sínar út í bíl leitaði hún til Kvennaathvarfsins. "'Ég hef alltaf getaö leitaö til tengdamóður minnar, hún er ein af þeim fáu sem veit hvernig ástandiö á heimilinu er, en þetta kvöld vissi ég að ég þyrfti eithvaö meira, bæöi hans vegna og mín vegna. Það var mikill léttir aö koma í Athvarfiö og geta talað um þaö sem ég haföi gengiö í gegnum, ég hef aldrei áöur talaö um tilfinningar mínar á þennan hátt og mér fannst það gott. Ég var undrandi yfir því hvað viö erum margar sem höfum svipaöa reynslu, það viröist algengt aö drykkjumenn fyllist sjúklegri afbrýöi á vissu tímabili. Ég tók auðvitaö mest eftir þeim konum sem voru giftar drykkjumönnum, en í Kvennaathvarfiö koma líka konur sem ekki eiga drykkjumenn." Hún segist hafa dvaliö í Kvennaathvarfinu í hálfan mánuð og eftir að hún fór þaðan sækir hún reglulega fundi í sjálfstyrkingarhóþi fyrrverandi dvalarkvenna. Nú er liðiö ár frá því hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. Þau hjónin búa enn saman, hann er búinn aö fara í áfengismeðferð, er hættur að drekka og hefur ekki barið hana aftur, en hún býr viö stöðugar ógnanir því afbrýðisemin er enn jafn sjúkleg. Þegar ég spyr hvaö hún ætli aö gera veröur hún ráöþrota á svip og segist gera sér grein fyrir aö svona geti þetta ekki gengið, en hún viti bara ekki hvað hún eigi aö gera. Þaö er augljóst aö þrátt fyrir allt vill hún honum vel, hún lítur á hann sem sjúkling sem þyrfti aö leita sér hjálpar. En hún er hrædd, hún þorir alls ekki aö nefna skilnað aftur, enda er upphafleg orsök skilnaöarins úr sögunni. Hún hefur einu sinni reynt aö fara frá honum, en þá fór hún meö dætur sínar út á land, sólarhring síðar haföi hann fundiö þær og var kominn. Þaö er ráðaleysi í röddinni þegar hún segir: "Hvaö get ég gert, ég fæ hvergi frið fyrir honum svo eiginlega get ég hvorki farið né veriö." N.C.

x

Tilvera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.