Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 2

Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 2
Fréttir frá barnastarfi Árið 1997 komu 116 böm til dvalar í Kvennaathvarfið þ.a. 55 drengir og 61 stúlka. Meðalaldur þeira var 5.8 ár. Það yngsta var 3. vikna og það elsta 19 ára. Að meðaltali dvöldu um 5,3 böm í athvarfinu á dag og meðaldvalartími var um 17 dagar. Lengsta dvöl barna í Athvarfinu voru 74 dagar. Á haustmisseri voru ekki margir nemendur sem sóttu skóla Athvarfsins en þeim mun fleiri böm sem nýttu sér leik- skólann og annað barnastarf. Kemur það til vegna þess að haustið og fyrri partur vetrar einkenndist af vem ungra bama í Athvarfinu sem og að eldri börnin sóttu sína eigin skóla sem er ætíð það besta í stöðunni. Um jólin var líf og fjör í Athvarfinu. Þar lögðu margir hönd á plóginn til þess að gleðja börnin og gera jólin þeirra sem hátíðlegust. Á Þorláksmessu birtust þrír svartlæddir "jóla- sniglar" með jólatré sem þeir færðu okkur frá Bifhjóla- samtökum Lýðveldisins og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þá var nú hægt að byrja að skreyta tréð og ekki dró úr fögnuði barnanna þegar þeir þeyttust í burtu með miklum vélagný á fákum sínum. Fram eftir aðfangadegi vom ýmsir aðilar bæði samtök og einstaklingar að koma við hjá okkur með sittlítíð í poka til bamanna sem og gjafir sem biðu þeirra undir jólatrénu frá velunnumm Athvarfsins. Ekki er hægt að segja annað en að það voru sæl og mett börn sem fóru í rúmin á aðfaranótt jóladags. Að lokum var árið kvatt með viðeigandi ljósadýrð og sprengingum. Eftir mikið bolluát á bolludag var vömbin enn á ný þanin sem aldrei fyrr á sprengidag og áthátíðinni lauk með húllum-hæ á öskudag í Fjölskyldugarðinum ásamt hundruðum annara barna. Þegar upp var staðið skemmtu allir sér vel og hægt er að fara að huga að næstu hátíð, páskunum. Þegar fer að vora verður stefnan tekin, eins og áður, að bóndabýlinu Grjóteyri í Kjós. Hjónin á bænum hafa undanfarin ár tekið á móti okkur og öðrum leikskólabömum úr Reykjavík og nágrenni og boðið þeim í hlöðu til sín að sjá og heilsa upp á nýfædda vorboða. Með hækkandi sól lítum við bamastarfsmenn með til- hlökkun í hjörtum til komandi vors og sumars með von um að viðri vel til útiveru og skemmtiferða. Kær kveðja ! Bamastarfsmenn Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfsbæklingurinn þýddur á fimm tungumál Túlkaþjónusta Upplýsinga- og Menningarmið- stöðvar Nýbúa tók að sér að þýða Kvennaathvarfs- bæklinginn á fimm tungumál og er hann nú til auk íslenskunnar á ensku, frönsku, víetnömsku, rússnesku og norsku. Þessar þýðingar skipta miklu máli fyrir þær erlendu konur sem leita til Kvennaathvarfsins en til stendur að fá bæklinginn þýddan á fleiri tungumál í nánustu framtíð. Útskiptareglan framhald afbls. 1. tilkomu framkvæmdastjóra sem bæri ábyrgð á starfinu og kosin hefði verið hefðbundin stjórn til að fram- kvæma stefnu Samtakanna og bera ábyrgð á eignum þeirra og rekstri. Að mati stjórnar em þessar breytingar spor í rétta átt, en hún telur þó nauösynlegt að ganga lengra og afnema regluna. Samtökin standa í dag frammi fyrir því vandamáli að missa hæft starfsfólk vegna reglunnar og hefur stjórnin samþykkt að framvegis verði gerðir ótímabundnir ráðningasamningar við starfsfólk. Þau rök sem studdu útskiptaregluna era ekki fyrir hendi lengur. í dag er Athvarfið rekið með launuðu starfsfólki og á faglegum grundvelli. Þess er gætt að launakjör séu þokkaleg miðað við það sem gerist á vinnumarkaðnum og séð er til þess að starfskonur njóti handleiðslu, sem er nauðsynlegt vegna eðlis starfsins. Einnig hafa starfs- konur möguleika á að þroskast í starfi með þátttöku í námskeiðum og þjálfun. Ráðstefnan Norrænar konur gegn ofbeldi haldin á Grænlandi Ráðstefnan Norrænar konur gegn ofbeldi 1998 verður haldin í bænum Ilulissat á Norður Grænlandi dagana 18.-23. september n.k. Undirbúningur grænlensku kvennanna er að fullu hafinn og er gert ráð fyrir að hægt sé að taka á móti 100-120 ráðstefnugestum. Þema ráðstefnunnar verður að þessu sinni „Afbrýðisemi“. Þetta verður í fimmta sinn sem ráðstefnan Norrænar konur gegn ofbeldi er haldin en sú fyrsta var haldin í Noregi fyrir fimm árum síðan. Samtök um kvenna- athvarf stóðu fyrir ráðstefnunni árið 1995, sem haldin var í Munaðarnesi en á næsta ári verður hún haldin í Finnlandi.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.