Fjölrit RALA - 10.06.1978, Page 10
-6-
FRAMKVÆMI): Meðal þeirra nœlinga sem gerðar voru á árinu má nefna:
1. Allt búfá var vegið á 3-4 vikna fresti.
2. Á svipuðum tíma var mælt hve mikil uppskera stóð eftir í hverju hólfi.
3. Gerðar voru nœlingar á tegundasamsetningu gróðurs.
4. Fóðurgildi og efnamagn uppskerunnar var rannsakað.
5. Við slátrun lambanna voru ýmis sýni tekin og rannsökuð.
6. Fylgst var náið með heilsu ög þrifum búfjárins.
Ormalyf (Thibenzol og/eða Ripercol) var gefið á þriggja vikna fresti allt
sumarið og ef skita sást á lömbum fengu þau sulfa. Saursýnum var safnað öðru
hverju, eftir því sem efni og aðstæður leyfðu, og ormaegg og hnýslar taldir.
Ldtið var vel eftir heilbrigði fjárins og innyfli lambanna skoðuð við slátrun
og sýni tekin úr afbrigðilegum lömbum.
Uppskerumælingar á groðri byggjast á sjónmati á uppskeru ásamt klippingum
til að leiðrótta matið. Notaðir eru uppskerumælingahringir sem lagðir eru
á jörðina eftir föstum línum ca.40-80 sinnum í hverju hólfi. Áætlað er hve
mikil uppskera er innan hringjanna, en til að geta umreiknað matstölur yfir
í raunverulega uppskeru er klippt innan úr 5.-10. hverjum hring eftir aðstaeðum
og sú uppskera þurrkuð og vigtuð. Á þessum sýnum var síðan ákvarðaðmr meltan-
leiki íji vitro samkvæmt svokallaðri Tiliey og Terry-^ aðferð. Auk þess voru
sýnin efnagreind á efnarannsóknastofu R\LA á Keldnaholti, nema sýnin frá
Hvanneyri, sem voru efnagreind á rannsó.nastofu Bændaskólans á Hvanneyri.
Aðferðir voru þær sömu á báðum stöðum:
Þurrkun sýna var gerð við 70-100°C.
Prótein var mælt með semi-miero Kjeldahl með kopar-selen hvata.
y
Fosfór var mældur með molybdat .vanadat aðfefð.
Kalsíum, magníum, kopar, mangan, jám og zink með atomic-absorption
litrófsmæli.
Kalíum og natríum var mælt með logaljósmæli.
Öll steinefnin voru mæld eftir þurrbrennslu í sýruskoli af öskunni.
1) J.M.A.Tilley and R.A.Terry, 1963: A two stage technique for the in vitro
digestion of forage crops. J.Brit.Grassl.Soc., 18:104-111.