Fjölrit RALA - 10.06.1978, Page 11
-7-
Aðferðin við mælingu á breytingum á gróðurfari byggist á því að finna
tíðni einstakra tegunda, og er breytingin á milli ára sýnd í % tíðni
hverrar tegundar af fjölda athugana.
í þessum tilgangi voru notaðar tvær gerðir'af römmum,- annars vegar
18 x 18 cm rammi með annan 4 x 4 cm ramma markaðan í einu horni og hins
vegar 10 x 10 cm rammi með annan 2 x 2 cm merktan í einu hominu. Stærð
rammans er miðuð við það að fá sem hæfilegasta tíðni sem flestra tegunda
til þess að sjá sem best breytingu á milli ára.
Minni ramminn var notaður á ræktaðar mýrar á Hvanneyri og Hesti og einnig
á mosaríkt graslendi í Alftaveri, þar sem gróðursamsetningin er fábreyttari.
Stærrj mmminn (18 x 18/4 x 4) var notaður á annað óræktað land þar sem fjöl-
breytni í tegundasamsetningu er meiri. Rxkjandi tegundir voru lesnar úr
minni reitnum, en hinar úr þeim stærri. Rammamir eru lagðir niður með ákveðnu
millibili á merktar línur £ hverju tilraunahólfi. Reynt var að gera a.m.k.
100 athuganir í hverjum 2 endurtekningum en í stærri hólfunum hefur fjöldi
athugana verið mun meiri.
Þessi aðferð hefur sýnt sig að vera mjög næm á allar breytingar í gróður-
farinu, en sem næling á gróðursamsetningunni í heild er hún ekki eins heppi-
leg, þar sem tegundimar eru lesnar í mismunandi stórum römmum eftir tíðni
þeirra.
HÓLFANÚMER: I skýrslu þessari er notaður þriggja stafa talnalykill til
að tákna hólfanúmer:
Fyrsti_tölustafurj_
1 - Sauðfjárbeit eingöngu.
2. = Blönduð beit (sauðfá og nautgripir).
3 = Nautgripabeit eingöngu.
4 = Sauðfá beitt á áborið og lvngeytt land.
Annar_tölustafur:
1 = Lxtil beit, óáborið.
2 = meðal beit, óáborið.
3 = Mikil beit, óáborið
4 = Lítil beit, áborið.
5 - Meðal beit, áborið.
6 = Mikil meit, áborið.
7 = Beit á ræktað land með aðgang að óræktuðu landi.
8 = Beit á afrátt.
Þriðji_tölustafur:*
0 = Engin endurtekning.
1 = Endurtekning 1.
2 = Endurtekning 2.
* Á ekki við í Kelduhverfi og við Sandá því þar eru engar endurtekningar.