Fjölrit RALA - 10.06.1978, Page 31
-27-
Efnagrei.riingar’ £ búfjársynum.
Greint er frá þunga og efnamagni nokkurra búfjárlíffæra úr tilrauninni
á Hesti í 30.-37.töflu. Ekkert óeðlilegt fannst við þessar nKlingar og
vxsast til greinar um niðurstöður úr kopartilraun, sem birt er í viðauka við
þessa skýrslu.
Efnagreiningar á blóðsýnum, sem tekin voru úr lömbunum reglulega yfir
sumarið, eru sýndar í 30.-34.töflu. I öllum tilvikum virðast meðaltölin
vera innan þeirra marka, sem eðlilegt getur talist.
I 35. og 36.töflu eru niðurstöður úr mælingum á vinstri framfótlegg lamb-
anna. Það er athyglisvert að tilraunin hefxr lítil áhrif á lengd fótleggjar
og það er áberandi hvað kálbeitin síðari hluta sumars hefur mikil áhrif á
þunga, minnsta ummál og öskúhlutfall fótleggjarins, sérstaklega hjá tví-
lembingunum.
Niðurstöður á nKlingum innyfla eru sýnd ir í 37.töflu. Líffærin, sem mæld
voru, eru þyngst úr kállömbunum en lítil'l munur er annars á tilraunalömbunum.
Koparinnihald lifrarinnar er innan eðlilegi’a marka, en þó er athyglisvert
hversu lágt það er í afréttarlömbunum.
ð .G.
Heilbrigði og sníkjudýr.
I tilrauninni í Álftaveri var héilbrigðd ánna almennt góð. Hvorki var
júgurbólgu nó tannlos að finna. Nokkur löml. fengu skitu í júlí og var þeim
gefið súlfa. Þrif þeirra voru orðin eðlileg í ágúst. Á beitartxmanum drapst
ein ær afvelta og þrjár ær drápust af óþekk ;um orsökum. Einnig fórst eitt
lamb í gjá.
Heilbrigði í tilrauninni á Auðkúluheiði var yfirleitt góð en við slátrun
voru margir diLkar með vott af vægri ormasnitun í lungum (Dictyocaulosis)
og einnig var nokkuð um hvítar stjöxnur í ]ifrum (Hepatitis interstitialis
parasitaria) 'samhliða vægurn. lungnabreytingum. Ein ær farinst dauð-afvelta á
beitartxmanum.
Yfirleitt var heilbrigði fjárins í tilrauninni á Hesti góð. Nokkur lömb
fengu skitu og eitt lamb króníska liðabólgu. Ein ær og eitt lamb drápust
á tilraunátxmanum.