Fjölrit RALA - 10.06.1978, Page 34
0-
á óáborna og áboma landinu seinni hluta sumars eöa við lok beitartímanns
og er þá orðinn mjög lálegur. Á Auðkúluheiði helst meltanleikinn aftur
á móti nokkuð jafn allan beitartímann, en mikill munur er á áboma og
óáboma landinu, enda er meltanleikinn svipaður á óáboma landinu á
Auðkúluheiði og við Sandá sem er áborið.
Á láglendi er ekki hægt að merkja neinn mun á meltanleika eftir því
hvaða beitarfénaður gengur á landinu, en hann virðist heldur hanrri í
þungbeittu hólfunum en þeim láttbeittu.
G.ó, Ó.G.
Efnamagn gróðurs.
Gróðursýni, sem tekin voru til uppskerumælinga voru efnagreind.
Niðurstöðumar eru £ töflum 49-142. . Eins og áður greinir eru sýnin af
beitargróðrinum eins og hann kemur fyrir á landinu. Efnagreiningamar eru
því á tiltækum beitargróðri og segja ekkert um valmöguleika fjárins. ósagt
skal látið, hversu miklum annmörkum þetta veldur við túlkun á niðurstöðum,
en ekki þarf að efast um, að efnagreiningamar gefi vísbendingar um gæði
beitarinnar.
Efnagreiningamar eru með þeim hætti að gera má grein fyrir:
1. Mismun í efnasamsetningu gróðurs á beitarstöðum.
2. Breytingum í efnasamsetningu beitargróðurs á beitartíma.
3. Mismun^í efnasamsetningu gróðurs eftir tilraunaliðum, þ.e.
beitarálagi og tegundum búfjár.
Rátt þykir að takmarka efnagreiningar á beitargróðri eftir því sem
unnt er þau ár sem eftir eru. Þeim verði þó að halda áfram, þannig að
mynd fáist af efnasamsetningu beitargróðursins á öllum tilraunastöðum og
liðum, þau ár sem rannsóknin stendur.
Á þessu stigi stendur ekki til að benda á athyglisverðar niðurstöður
enda er ekki búið að vinna svo úr fyrirliggjandi gögnum að ályktanir verði
dregnar, heldur em frumtölur birtar hár.
F.P.