Fjölrit RALA - 10.06.1978, Side 144
-1 40-
Uppskera groðurs a beitilandinu var niceld við hverja vigtun og sýni tekin
til efnagreininga og in vitro meltanleikaákvörðunar. Brennisteinn, kopar
og molybden í gróðrinum var ireelt í nokkrum sýnum hjá Hill Farming Research
Organization í Skotlandi og einnig í sýnum úr beitartilraun á Auðkúluheiði
til samanburðar. Efnagreiningar á blóðsýnum voru gerðar hjá Tilraunastöð
háskólans í meinafræði, en aðrar efnaákvarðanir gerðar hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Tölvuforritið Samtal (Stefán Aðalsteinsson, 1976-) var notað í IBM 1620
tölvu Háskóla íslands við flesta útreikninga.
Niðurstöður.
Meðaltöl helstu niðurstaða . ásamt meðalfráviki eru sýnd í l.-7.töflu.
í l.-3.töflu er sýnd uppskera, meltanleiki og efnamagn gróðursins á tilrauna-
landinu. lömbin, sem fengu engan kopar og þau sem fangu kopar hö’fðu aðgang
að samskonar landi, en hafa ber í huga að í. töflunum er ekki endilega um að ræða
ræða sýni af þeim gróðri sem lömbin átu. Nægilegt fóður virðist hafa verið
til staðar allan tilraunatímann en meltanleikinn er mjög lágur, sórstaklega
á óræktaða landinu (l.tafla). Nægilegt hráprótein virðist vera í gróðrinum
(l.tafla) en kalsíum og fosfór (2.tafla) virðast yfirleitt vera undir þeim
mörkum, sem talið er nægjanlegt fyrir sauðfú (N.R.C., 1975). Magn annarra
stein- og snefilefna svo sem magnesium, kopiirs, járns og zinks virðist nægjan-
legt (3.tafla). Kopar, molybden og brennisteinn £ þremur meðalsýnum úr til-
rauninni var í ofangreindri röð: 8.4 ppm, 1.1 ppm.og 0.17% en í sýnum af
Auðkúluheiði 10.8 ppm, 1.0 ppm og 0.20%. Á oáðum stöðunum eru þessi efni innan
eðlilegra marka (Lesperance, 1967; N.R.C., 1975).í gróðri.
Þungi á fæti og fallþungi (4.og 5. tafla) er lllegur í tilrauninni en
enginn raunhæfur munur (P>0.01) var milli hópa. Ekki var heldur neinn raun-
hæfur munur (P>0.01) milli hópa að því er varðarr'slátumiðurstöður (5.tafla)
eða fótleggjamælingar (6.tafla) og blóðmælingar (7.tafla).
I