Samtökin '78 - Hýraugað - okt. 2010, Blaðsíða 4

Samtökin '78 - Hýraugað - okt. 2010, Blaðsíða 4
La Cage aux Folles DROTTNINGAR, ÁST OG DRAMA Nú er sýnd á Broadway í New York þriðja uppfærslan frá upphafi af söngleiknum La Cage aux Folles. Saga verksins hófst árið 1973 þegar út kom í Frakklandi leikrit með sama nafni eftir Jean Poiret. Eftir leikritinu var síðan gerð bíómynd árið 1978 sem margir hafa séð og seinna komu tvær framhaldsmyndir. Árið 1983 rataði verkið til Bandaríkjanna og upp á svið á Broadway en þá höfðu þeir Harvey Fierstein (handrit) og Jerry Herman (lög og söngtextar) samið þessa söngleikjaútgáfu sem síðan hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Parið George (eigandi nætur- klúbbsins La Cage aux Folles) og Albin (dragdrottningin Zaza, aðalstjarna klúbbsins) hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. George tók hliðarspor eitt sinn forðum og eignaðist soninn Jean-Michel sem hann ól upp ásamt Albin sem gekk stráknum í „móðurstað“. Nú hefur Jean-Michel fundið sér stúlku [!] til að giftast, og þá þurfa tengdaforeldrarnir að hittast. Foreldrar stúlkunnar, sem heitir Anne, eru mjög siðprúð og afturhaldssöm hjón, pabbinn er stjórnmálamaður hvers aðal- stefnumál er að loka öllum sóðabúllum eins og La Cage. Upp hefst mikill feluleikur sem endar í skemmtilegum árekstrum tveggja menningarheima og jafnvel hommarnir þurfa að takast á við eigin fordóma og hræðslu við viðmót umheimsins. Sýningin er uppfull af skemmti- legum uppákomum, drottningum af bestu sort, ást og drama. Tónlist Jerrys Hermans er einstaklega grípandi, einfaldar fallegar melódíur sem auðvelt er að fá á heilann. Aðalleikararnir tveir, Kelsey Grammer (Frasier), sem leikur George, og Douglas Hodge (Albin), voru báðir tilnefndir til Tony-verðlauna og Douglas fékk þau. Þeir hafa nýlega báðir undirritað samning um að leika áfram til 13. febrúar 2011. Allir í leikhús! Sýningin er uppfull af skemmtilegum uppákomum, drottningum af bestu sort, ást og drama Leikritið La Cage aux Folles var frumsýnt 1. febrúar 1973 í Théâtre du Palais-Royal.. Flestir muna eftir bíómyndinni The Birdcage með Robin Williams og Nathan Lane í aðalhlutverkum en sú mynd kom á eftir leikritinu, frönsku bíómyndinni og söngleiknum. >>> SPILA MYNDBAND Allar þrjár Broadway- uppsetningarnar af La Cage hafa unnið til Tony- og Drama Desk-verðlauna í hinum ýmsu verðlaunaflokkum. >>> SPILA MYNDBAND Lagið „I am what I am“ eða „Ég er eins og ég er“ heyrðist fyrst í söngleiknum, flutt af George Hearn í hlutverki Albin/ Zaza. Diskóútgáfa Gloriu Gaynor af laginu kom út seinna sama ár og varð það fljótlega að þeim þjóðsöng hinsegin fólks sem við þekkjum. >>> SPILA MYNDBAND „Les Cagelles“- stelpurnar munu heiðra okkur á Galaballi Samtakanna ‘78 sem haldið verður í Iðnó 9. október 2010. >>> NÁNAR ÍT A R E F N I I love you Phillip Morris Saga loddara sem gerir allt til að gefa ástmanni sínum það sem hugurinn gæti girnst. Framsækin mynd með samkynhneigðri aðalpersónu. Kynhneigð hans er þó engan veginn í aðalhlutverki í myndinni. Hedwig and the Angry Inch Segir frá klikkaðri ævi Hansels Schmidts, sem gerist Hedwig Schmidt eftir klúðraða kynleiðréttingaraðgerð. Rokkaður söngleikur með áhugaverðum ádeilum. To Wong Fu, Thanks for Everything, Julie Newmar Saga þriggja dragdrottninga sem ferðast þvert yfir Bandaríkin. Skemmtileg ádeila á hugarástand samkynhneigðra innan senunnar. Er senan okkar eina athvarf, eða hvað? HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: Bíókvöldi með popp og kók ... 4

x

Samtökin '78 - Hýraugað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Hýraugað
https://timarit.is/publication/1500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.