Alþýðublaðið - 24.01.1998, Blaðsíða 1
Janúar1998
Stofnað 1919
Flokks-
stjórnarfundur
Fimmtudaginn 22. janúar var haldinn flokks-
stjómarfundur Alþýðuflokksins og var hann hald-
inn í nýrri félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgöm 8-10 sem tekin var í
notkun nýlega. Fundurinn tókst vel en aðalgestur
fundarins var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri sem fór yfir stöðuna í borgarmálunum. Mik-
il umræða skapaðist um stöðu ReykjavíkUrlistans
nú fyrir kosningamar en fundarmenn vom sam-
mála um það að vel hefði verið staðið að málum í
stjómun borgarinnar og að nauðsynlegt væri að
Reykjavíkurlistinn sæti áfram við stjómvölinn.
Ingibjörg ítrekaði mikilvægi þess að kratar sem
og aðrir flokkar tryggðu þátttöku í prófkjörinu til
þess að sýna hinn breiða stuðning sem Reykja-
víkurlistinn hefur.
Nýr Þing-
maður
Jafnaðar-
manna
Ásta B. Þorsteinsdóttir hefur nú tekið sæti á Al-
þingi íslendinga eftir að Jón Baldvin Hannibals-
son hætti þingstörfum og hvarf til annarra starfa í
íjarlægum og framandi löndum. f blaðinu í dag er
viðtal við Ástu um hið nýja starf og einnig má sjá
myndir frá kveðjuhófi Jóns Baldvins sem haldið
var 8. nóvember sl.
Kratar á Samakþingi
Prófkjör í
Reykjavík
Eins og allir vita verður nú haldið opið prófkjör
Reykjavíkurlistans næstu helgi og em frambjóð-
endur nú á fullu í að reyna að sanna fyrir borg-
arbúum ágæti sitt til stjómunar á Reykjavíkur-
borg. Kosningin fer fram á fimm stöðum.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 31. janúar frá
klukkan 10-20. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
er í Pósthússtræti 13 frá 13-19 alla daga.
Kjörstaðir 31. janúar em fimm.
Kjósendur sem hafa póstnúmer 101 og 107
kjósa á Hótel Sögu.
Kjósendur sem hafa póstnúmer 103, 104, 105
eða 108 kjósa á Grand Hótel.
Kjósendur sem hafa póstnúmerið 109 eða 111
kjósa í Gerðubergi.
Kjósendur sem hafa póstnúmerið 110 eða 112
kjósa í Artúni við Vagnhöfða.
Kjalnesingar kjósa í Klébergsskóla. Ekki þarf
að minnast á mikilvægi þess að allir Alþýðu-
flokksmenn mæti og kjósi og tryggi Alþýðu-
flokknum tvo borgarfulltrúa.
Alþýðuflokkurinn hefur verið þátttakandi í sam-
starfi skandinavískra Jafnaðarmannaflokka og
Alþýðusambanda. Samstökin ganga undir nafn-
inu Samak og hittast kratar á Norðurlöndum
mjög reglulega til að bera saman bækur og móta
sameiginlega stefnu í hinum ýmsu málum. Árs-
fundur samtakana var haldinn nú á dögunum og
sóttu fimm Alþýðuflokksmenn fundinn. Samtarf
þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur Alþýðu-
flokksmenn því góð sambönd við bræðraflokka
okkar á norðurlöndum er geysilega mikilvægt. Á
þennan ársfund mættu formenn allra krataflokka
og sýnir það vel styrk jafnaðarmanna á Norður-
löndum að þnr þeirra eru forsætisráðherrar í sín-
um heimalöndum, þeir Poul Nyrup-Rasmusen í
Danmörku. Pavo Lipponen í Finnlandi og Göran
Person í Svíþjóð. Thorbjom Jagland formaður
noskra krata var forsætisráðherra í síðustu ríkis-
stjórn og það er mat manna að ekki líði á löngu
þangað til að hann verður kominn í þann stól aft-
ur. Það er ljóst að við verðum að fara að taka okk-
ur á hér á Islandi og setja jafnaðarmann í stól for-
sætisráðherra. Myndir frá fundinum eru í blaðinu
í dag og tók Eyjólfur Sæmundsson þær.
Forystumenn Norðurlandakrata, Poul Nyrup, Sighvatur, Rannveig, Pavo Lipponen og Jagland.
ífÞYIHIltl.MIIfl
Jónas Finnbogason
Vesturbergi 69
111 Reykjavík