Alþýðublaðið - 24.01.1998, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1998, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLADIÐ Janúar1998 Stiórnmál móta lífsskilyrði fólks! Einn af ffambjóðendum Alþýðuflokks- ins í prófkjöri Reykjavíkurlistans er Magnea Marinósdóttir verslunarstjóri í The Body Shop í Reykjavík. En hver er hún? Hvaðan kemur hún? Hvers vegna er hún að skipta sér af póhtík? Hér kemur stutt viðtal. Hver ertu? „Eg er 29 ára og bý ásamt syni mín- um í Vesturbænum í Reykajvík. Ég vinn í miðbænum sem er mjög hentugt með tilliti til vegalengda því allra minna ferða fer ég gangandi, hjólandi eða í strætó. Einkar umhverfisvænt." Hvaðan ertu og hverjir eru foreldrar þínir? „Ég ólst upp á Akurreyri en annars er ég ættuð úr Þingeyjarsýslum. Móðir mín er Dómhildur Lilja Olgeirsdóttir sjúkraliði en faðir minn er Marinó Jónsson húsasmíðameistari. Ég er elst þriggja systkina. Bróðir minn heitir 01- geir Þór, prentsmiður í Reykjavík, og systir mín heitir Þórunn Osk, lágfiðlu- leikari í Belgíu.“ Hvers vegna fluttir þú til Reykjavík- ur? „Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum á Akureyri fór ég einn vemr til að kenna unglingum í grunnskólanum Lundi, Öxarfirði. Ein meginástæða þess að ég fór út á land var til að geta sinnt syni mínum í ró og næði fjarri ys og þys. Dvöldin í Öxarfirði var með eindæmum indæl en hins vegar stefndi hugur minn til höfuðborgarinnar þar sem ég vildi hetja nám við Háskóla ís- lands.“ Hyaðfórstu að kera þar? „Ég hóf nám í stjómmálafræði og út- skrifaðist árið 1995 eftir nokkuð skrykkjóttan námsferil. Ég var reyndar í fullu námi í tvö ár en eftir að reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna var breytt 1992 hætti ég að taka námslán og fór að vinna með náminu. Ástæðan var sú að með því að taka námslán var ég að setja mig og mína nánustu í veru- lega fjárhagslega tvísýnu. Annars átti það almennt við um foreldra, hvort sem þeir voru einstæðir eða ekki, þar sem hinar nýju úthlutunarreglur tóku ekki tillit til veikinda bama á prófatíma og sá sveigjanleiki, sem námsmönnum var boðið upp á með að taka haustpróf, var afnuminn í reynd. Niðurstaðan var að 25-30% námsmanna með böm, fyrst og fremst einstæðir foreldrar eða mæður, hættu námi. Ég skrifaði heil- mikla grein um málið á sínum tíma enda stórlega misboðið; jafnræði til náms var afnumið með einu penna- striki Þannig að menntamálaráðherra hraktiþigfrá námi? „Nei, hvorki hann persónulega né þáverandi og núverandi fjármálaráð- herra en þessi ákvörðun leiddi mig í sannleika um vald stjómmálamanna; þeir geta ráðið ótrúlega miklu um örlög fólks. í raun get ég sagt að þessi reynsla mín hafi orðið til þess að ég fór að hugsa mikið um póhtík og hversu miklu máli skiptir hvaða hugmynda- fræði og verðmætamat ríkir hjá þeim sem stjóma.“ En hvenœr hófust afskipti þín afpóli- tík? „Þau hófust með beinum hætti þegar ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn í upphafi árs 1995. Síðan 1996 hef ég setið í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og í fyrra var ég kosin í framkvæmdastjóm sambands ungra jafnaðarmanna. Hins vegar er því við að bæta að allt frá því ég komst til vits og ára hef ég aðhyllst hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar. Tregðu mína til að taka þátt í pólitík fyrr en nú með afger- andi hætti má aftur á móti rekja til þeirra tvíeggjuðu tilfinninga sem ég ber í garð stjórmála. I gegnum tíðina hef ég einatt haft andúð á stjómmálum vegna alls hins ófagra sem hefur litað hana. Á sama tíma heillast ég af stjóm- málum sem vettvangi til þess að láta gott af mér leiða “ Nú ertu að bjóða þigfram íprófkjöri Reykjavíkurlistans, hvaða málefhi ætl- ar þú að leggja áherslu á? „Ég legg mikla áherslu á menntamál og umhverfismál. Eftir að gmnnskól- inn var fluttur frá ríki til sveitarfélaga hafa opnast stórkostlegir möguleikar á því að auka fjölbreytni í skólastarfi og einnig að færa ákvarðanir í skólamál- um nær íbúum hverfanna. Vægi sveit- arstjómanna er alltaf að aukast - sem betur fer - en um leið skiptir nú meira máli en áður hveijir halda um stjómar- taumana því fleiri ákvarðanir, sem skipta fólk máli, em nú teknar í sveitar- stjómum. Auknu valdi fylgja auknar skyldur og ábyrgð og ég tel að félagar mínir í Reykjavíkurlistanum hafi sýnt það að mikill munur er á stefnu okkar og Sjálfstæðisflokksins - nú em byggð- ir leikskólar en ekki minnismerki. Mér finnst líka að leggja eigi meiri áherslu á umhverfismál, sérstaklega þann þátt sem lýtur að heimilunum sjáífum. Fólk er orðið meðvitað um umhverfi sitt og vill vera umhverfisvænt, eins og það er kallað, en það þarf að gera því kleift að vera það í meira mæli en nú er. Þama á ég við hluti eins og að fólk hafi aðgang að sorptunnum fyrir flokkað msl við heimili sín. Mér finnst einnig mengun frá bílaumferð allt of mikil en fólk skortir raunverulega valmöguleika. Það má einfaldlega bæta með því t.d. að leggja reiðhjólastíga sem myndu gera fleirum kleift að hjóla í vinnuna en í dag er það stórhættulegt, a.m.k. ef þú ert út á götu!“ Þannig að þetta er það sem þú vilt takaþátt íbreyta? ,Já, og raunar margt fleira en merg- ur málsins er sá að stjómmál móta lífs- skilyrði fólks og það skiptir máli hveij- ir stjóma. Þess vegna styð ég Reykja- víkurlistann og vill leggja mitt af mörk- um til þess að hann fái tækifæri á að stjóma áfram enda margt ógert því það tekur meira en fjögur ár að ná þeim markmiðum sem Reykjavíkurlistinn stefnir að. Ég held raunar að Ingibjörg Sólrún sé besti borgarstjóri sem setið hefur í Reykjavík í langan tíma.“ Jœja en þá er bara þetta klassíska, eitthvað að lokum? ,Já. Mig langar að hvetja þá sem þetta lesa til að íhuga það að koma og taka þátt í prófkjörinu þann 31. janúar n.k. því lýðræði gengur jú út á það að fólk taki þátt. Þegar í prófkjör er komið gilda atkvæði allra jafnt hvort sem það er ég, Ingibjörg Sólrún eða einhver sem aldrei hefur komið nálægt pólitík. Póli- tík skiptir alla máli.“ Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur: Tryggjum velferð - treystum grunn Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur. Velferð verður að byggja á trausti. Aukin verkefni sveitarfélaga með sjálfsstjóm þeirra í mörgum málum gefur velferðarmálum aukið vægi með- al borgarbúa, þar sem sambandið á milli Ijármögnunar og þjónustu í formi umönnunar, heilsugæslu og skóla- göngu er skýrt og greinilegt. Jafnframt eiga borgarþúar að geta verið í nánum tengslum við þá sem taka endanlegar ákvarðanir í málefnum þeirra. Þess vegna á lýðræðisleg stjómun sveitarfé- laga að vera einn af homsteinum vel- ferðarstefhu jafnaðarmanna. Kjörin borgarstjóm á að vera trygg- ing okkar fyrir því að íbúar hafi áhrif á eigin mál, og um leið trygging fyrir ábyrgð stjómmálamanna. Stefna jafnaðarmanna í sveitar- stjórnarmálum Þörfin fyrir þjónustu sveitarfélaga á væntanlega eftir að aukast á næstunni. Öldruðum fjölgar og þeim þarf að veita viðunandi þjónustu. Aukin þörf fyrir þekkingu og menntun kemur til með að auka væntingar í garð skólanna. Þess vegna verður að nýta sem best þær tekjur sem verða til í borginni. Það verður að leggja áherslu á að halda uppi atvinnu til að auka tekjur og draga úr þörf fyrir fjárhagslega aðstoð vegna atvinnuleysis. Það verður að styðja at- vinnulausa til að komast aftur í vinnu. Borgin verður að ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar starfs- mannastefhu. Lykilatriði: Fjölskyldumál eiga að vera í forgrunni. Halda skal áfram uppbyggingu í leik- skólamálum. Þar stíga bömin fyrstu skrefin á menntabrautinni. Öll böm eiga að hafa jafna aðstöðu til að nýta sér það sem samfélagið býður upp á. Skapa þarf feðrum aukinn rétt til að taka þátt í uppeldi bama sinna strax frá fyrstu mánuðum. Næg dagvistarrými og góð þjónusta leikskóla stuðlar enn- fremur að jafnrétti kynjanna. Grunnskólinn á að vera góður vinnu- staður fyrir nemendur og kennara, hann þarf að vera fær um að sinna þörf- um allra nemenda og efla þroska þeirra og færni, þeim sjálfum og íslensku samfélagi til heilla. Við þurfum því að halda áfram uppbyggingu skólakerfis- ins. Þar á ég m.a. við einsetningu grunnskólans, lengda viðvem og aukin gæði í skólastarfi. Tómstundastarf bama og unglinga verður að vera fjölbreytt. Efla má sam- starf við félagasamtök í þessu skyni. Vekja þarf áhuga bama fyrir íþróttum og ýmsum Iistgreinum og gera þeim kleift að sinna sínum hugðarefnum. Tölvutækni ber að nýta á uppbyggileg- an hátt. Bæta þarf aðstöðu nokkurra íþróttagreina yfir vetrarmánuðina með því að byggja fjölnota íþróttahús. Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er eitt brýnasta úrlausnarefni borgar- stjómar. Áldraðir verða að geta notið eins góðrar umönnunar og hægt er með heimilishjálp og hjúkmn. Aukið lýðræði og opnari stjómsýsla verður keppikefli mitt í borgarstjóm. Það má efla áhrif félagasamtaka, og hverfasamtaka og -stjóma, svo að ákvarðanir sem snerta fólk verði teknar sem næst því. Auka þarf upplýsinga- streymi frá borginni, bæði í formi prentaðs máls, og svo má nýta heima- síðu borgarinnar betur en nú er gert. Það verður þó ætíð að taka mið af heildarhagsmunum borgarbúa, og kostnaður við þjónustu og rekstur má ekki vera í miklu ósamræmi við tekjur borgarsjóðs. Jafnaðarmenn vilja traustan grunn Velferðarsamfélag verður að byggja á traustum gmnni. Jafnaðarmenn hafa verið í fararbroddi í velferðarhugsun. Við gemm okkur grein fyrir því að til þess að við getum sýnt í verki þá sam- kennd sem í bijósti okkar býr verðum við að tryggja ákveðnar efnislegar framfarir. Velferð kostar fé og fyrir- höfn. Atvinna Þess vegna leggjum við jafnaðarmenn áherslu á frelsi fólks til orðs og æðis, svo fremi það valdi ekki öðmm skaða. Við viljum veita athafnamönnum frelsi til að beita hugviti sínu og verkhyggju við framleiðslu og þjónustu, því það skapar atvinnu og tekjur fyrir einstak- linga, ljölskyldur og borgina alla. Jafn- framt viljum við að samtök launafólks hafi góða möguleika til að beijast fyrir sanngjömum og réttlátum kröfum sín- um, hvort sem þær varða kjaramál eða aðbúnað á vinnustað. En án auðugs at- vinnulífs þrífst ekki velferð. Atvinna fyrir alla sem vilja og geta unnið er því ein af fmmkröfum jafnaðarmanna. Festa í fjármálum Jafnframt verður fjármálastjóm borg- arinnar að vera með skynsamlegum hætti. Varast ber skuldasöfnun, einkum þegar góðæri er í efnahagslífi. Skulda- söfnun sjálfstæðismanna hefur á vissan hátt sett okkur stólinn fyrir dymar. Ef ekki hefði komið til hinn gífurlegi fjár- austur á síðustu ámm Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjóm væri borgar- sjóður nú rekinn með þokkalegum af- gangi. Sátt við íbúa og lífríki Byggingar-, skipulags- og samgöngu- mál verða að valda sem minnstri rösk- un á umhverfinu. Aðstaða Reykvík- inga til útivistar er að mörgu leyti góð. Brýnustu úrlausnarmálin em fráveitu- mál. Þar náðist nýlega mikilsverður áfangi undir forystu núverandi meiri- hluta borgarstjómar sem skilur að það getur kostað töluvert að hreinsa um- hverfið. Það verður að halda áfram á þessari braut. En í þessu eins og svo mörgu öðra verðum við að líta okkur nær og forðast óþarfa sóun. Að endingu Það er keppikefli okkar að Alþýðu- flokkurinn fái tvo fulltrúa í borgar- stjóm. Þess vegna er mikilvægt að allir stuðningsmenn flokksins taki þátt í prófkjörinu og greiði flokknum at- kvæði sitt. Ég vonast til þess að sjónar- mið mín og málflutningur verði til þess að Alþýðuflokksmenn velji mig sem annan af tveimur fulltrúum í borgar- stjóm. Ég treysti mér til verksins og til samstarfs við Alþýðuflokksfólk og aðra smðningsmenn Reykjavíkurlist- ans til að vinna að velferð borgarbúa á komandi kjörtímabili. Stefán Jóhann Stefánsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.