Harmonikublaðið - 01.12.2015, Page 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarniaðiir;
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2
108 Reykjavík
Sími 696 6422, frídjonoggudny@internet.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, www. heradsprent. is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíða: Forsíðumyndina tók Sigurður Harðarson
í sumarblíðunni í Fannahlíð í sumar.
Meðal efnis:
- Sagnabelgurinn
-1 fréttum var þetta helst
- Muna og minjasafn harmonikufélaga
- Minning, Baldur Loftsson
- Harmonikuball á Egilsstöðum
- Einu sinni á ágústkvöldi
- Harmonikufélag Rangæinga 30 ára 2015
- Sumarhátíðin í Fannahlíð
- Skemmtiferð Harmonikufélags
Vestfjarða til Stykkishólms
- Lag blaðsins, Jónatan Olafsson
- Frostpinnar að vestan
-1 þá gömlu góðu daga
- Haustverkin hjá FHUR
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
ínnsíður 1/1 síða kr. 20.500
1/2 síða kr. 12.500
1/4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 3.000
Skilafrestur efnis íyrir næsta blað er
25. apríl 2016.
oras
Það er því miður allt of sjaldan að ungir
harmonikuleikarar sjáist á harmonikumótum
sumarsins. Það er helst að þeir sitja upp á
sviði og leika nokkur lög, sem þeir eru jafn-
vel búnir að æfa sérstaklega fyrir þetta tilefni.
Það er nánast óþekkt að ungur harmo-
nikuleikari sitji og spili í íslenskri sumarblíðu
með öðrum á svæðinu. Það er mikill skóli
fólginn í því að leika af fingrum fram og
mikilvæg þjálfun fyrir eyrun og tónminnið
að leika nótulaust. Þetta er að sjálfsögðu
undir foreldrum komið, því ekki komast
ungir harmonikuleikarar á harmonikumót
án þeirra. Þar stendur trúlega stærsti hnífur-
inn í kúnni. Það er því miður ákaflega sjald-
gæft að foreldrar komi með unga harmo-
nikuleikara á harmonikumót. Það er þó ekki
óþekkt. Það er rík ástæða að leggja áherslu
á þetta. Látum alla unga harmonikunem-
endur vita af okkur og hvetjum foreldrana
til að koma í heimsókn með unga harmo-
nikuleikarann.
I nokkur ár hittust ungir harmonikunem-
endur á Reykjum í Hrútafirði. Þar dvöldu
þeir í tvær nætur og nýttu tímann til að æfa
sig undir leiðsögn og hitta aðra unga harm-
onikunemendur. Gisting var næg í gamla
heimavistarskólanum. Var almennt látið vel
af þessu og unga
fólkið naut þess að
æfa sig, hitta jafn-
aldra sína og hlusta
á aðra harmo-
nikuleikara. Nú
virðist þessum kafla
í harmonikusög-
unni vera lokið og
er það miður.
Almennt er talið að
kostnaður hafi öðru
fremur, orðið þessari samkomu banabiti.
Hvað er þá til ráða? Er þetta eitthvað sem
hægt er að byggja á, þó með öðrum hætti sé?
Gæti lausnin verið sú að gera þetta ódýrara
með því að hafa dag eða daga á Reykjavíkur-
svæðinu? Væri það athugandi að stefna öllum
nemendum í harmonikuleik á svæðið og gefa
þeim og kennurum þeirra tækifæri til að taka
upp gamla takta frá Reykjum. Með góðri
skipulagningu gæti þetta staðið frá morgni
til kvölds. Með þessu sparaðist gisting að
mestu, jafnvel að öllu leyti og ýmislegt yrði
auðveldara í framkvæmd. Ekki væri verra að
harmonikusnillingur væri til staðar, til að
hafa hönd í bagga og auka enn frekar vægi
atburðarins.
Stjórn S.f.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður:
Jónas Þór Jóhannsson
Brávöllum 9, 700 Egilsstaðir
S: 471 1465/893 1001
Netfang: jonas.thor@simnet.is
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207 / 861-5998
Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson
sigeym@talnet.is
Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík
S: 471-1333 / 893-3639
Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson
hansdottir@simnet.is
Vallargötu 3, 420 Súðavík.
S: 456-4928/895-1119
Varamaður: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456 4684 / 892-0855
Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462-5534/820-8834
f fréttum var þetta helst
Framtíð harmonikumótsins Nú er lag, sem
haldið hefur verið á Varmalandi í Borgarfirði
undanfarin ár, gæti verið í óvissu, eftir að
gamli húsmæðraskólinn var seldur nú í
haust. Þetta kallar á verulegar breytingar
varðandi gistingu sem verið hefur á staðnum.
Hætt er við að plássi því sem nýst hefur til
gistingar á harmonikumótunum verði breytt
í kennslustofur, en grunnskóli hefur verið
rekinn í gamla húsmæðraskólanum undan-
farnin ár. Fyrr á árum var rekið Edduhótel
á sumrum í húsnæðinu. Undanfarin ár hafa
milli 15 og 20 manns nýtt sér gistingu í
tengslum við Nú er lag. Benda má þó á, að
harmonikumótin á Breiðumýri, Laugar-
bakka og í Fannahlíð hafa þó komist af án
gistiaðstöðu hingað til.
Á næsta ári verða þrjú ár frá því að keppnin
Harmonikumeistarinn var haldin. Það er
því kominn tími á næstu keppni. Vonandi
hafa ungir harmonikuleikarar áhuga á að
taka þátt í keppninni. Þá er ekki síður mik-
ilvægt að kennarar sýni keppninni áhuga.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa
svokallaðir hollvinir Fannahlíðar tekið
svæðið á leigu dagana 1. til 3. júlí næsta
sumar. Margir mega ekki til þess hugsa að
þetta vinsæla harmonikumót leggist af. Ekki
liggur fyrir með hvaða sniði mótið verður,
en það munu vera bókstafstrúar harmon-
ikuunnendur sem þarna standa á bak við.
Stórtíðindi mega það teljast að Jónas Asgeir
Ásgeirsson mun leika með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands í Hörpunni þann 14. janúar nk.
Jónas sigraði í keppni Listaháskólans og
Sinfóníunnar sem fram fór í byrjun nóvem-
ber. Sigurvegarinn fékk í verðlaun þetta
tækifæri. Þennan sama dag mun einnig leika
einleik á flautu með hljómsveitinni, annar
góðkunningi harmonikuunnenda, Sigríður
Hjördís Indriðadóttir (Sirrý), sem um árabil
hefur leikið á trommur á sumarhátíðunum
í Fannahlíð. Hún hefur reyndar ekki síður
heillað gesti þar með flautuleik.
f A
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geir-
mundsson, Bragi Hlíðberg, Karl
Jónatansson og Reynir Jónasson.
V__________________________________J
3