Harmonikublaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13
Troðið dansgólf í Fannahlíð. Þannig varpað alla helgina
Sirrý og Helgi heilluðu áheyrendur
Það má öllum vera Ijóst að þær sumarhátíðir sem haldnar hafa verið
síðustu ár í Fannahlíð og Miðgarði hefðu ekki átt sér stað ef ekki hefði
komið til allt það frumkvæði og ósérhlífni sem Kjaranstaða fjölskyldan
hefir sýnt, til að svo mætti verða. En endanleg ákvörðun hefir verið
tekin af okkur þessum fáu sem eftir eru starfandi innan HUV að
standa ekki frekar að Fannahlíðarhátíð á vegum félagsins. Þetta var
reyndar fyrirhugað fyrir ári síðan, en vegna fjölda áskorana var þessi
nýliðna síðasta hátíð haldin. Geir Guðlaugsson formaður greindi frá
þessari ákvörðun á skemmtuninni og þar með að hún yrði ekki dregin
til baka. Það bar svo til tíðinda í lok samkomunnar að menn hófu
máls á því að stofna „Hollvina samtök Fannahlíðar“ með það að
markmiði að halda þessum sumarmótum áfram, voru þar fremstir í
flokki Sveinn Sigurjónsson og Sigurður Harðarson ljósmyndari. Ekki
voru formleg samtök stofnuð og tæpast von á að svo verði þó svona
væri tekið til orða í lok samkomu. En þessi Fannahlíðar hátíð tókst
ákaflega vel og virðist við lauslega athugun gjaldkera hafa skilað
nokkrum fjárhagslegum afgangi.
Gestur Friðjónsson ritari, með örlítilli viðbótfrá ritstjóra.
Akrajjall og Skarðsheiði, eins ogjjóluhiáir draumar. Myndir: Sigurður Harðarson
Málninsarbúðin
Sindragata 14 400 ísafiröi
Sími: 456 4550
Þarf að fara að mála?
Við eigum málninguna
og verkfærin fyrir þig!
13