Harmonikublaðið - 01.12.2015, Side 6

Harmonikublaðið - 01.12.2015, Side 6
QJ71<3 Minning Hinn 18. september 2015, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands félagi okkar og vinur, Baldur Lofts- son. Baldur fæddist 5. október 1932 að Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Elín Guðjónsdóttir og Loftur Loftsson. Baldur ólst upp við almenn sveitastörf ásamt fjórum systkinum. Þann 30. janúar 1956 kvæntist Baldur Elínu Jónsdóttur frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi. Eignuðust þau fimm börn. Þau skildu. Þann 21. júlí 1978 kvæntist Baldur Öldu Sigurrós Joensen. Þau eignuðust eina dóttur, en fyrir á Alda fjögur börn. Árið 1976 fluttist Baldur til Þorlákshafnar. Baldur stundaði lengst af vörubílaakstur. Hann var lengi mjólkurbílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna en fór síðan að gera út sinn eigin vöru- bíl og stundaði akstur til starfsloka. Baldur var mikill tónlistarunnandi, spilaði á harmoniku og píanó. Einnig söng hann í kórum á árum áður. Baldur spilaði oft á böllum og samkomum. Hann var einnig um tíma með sína eigin hljómsveit ásamt Lofti bróður sínum og fleirum. Baldur var góður spilari og oft var gaman að hlusta á hann, þegar hann komst í sving stuðið. Hann kunni mörg af þessum gömlu góðu lögum, sem ekki heyr- ast mikið nú orðið. Baldur var einn af stofn- endum Harmonikufélags Selfoss og var alla tíð virkur félagi. Alltaf var hann tilbúinn að spila hvort sem var á böllum eða við önnur tækifæri og er hans sárt saknað. Félagar HFS vilja að lokum senda Öldu og fjölskyldunni okkar bestu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Harmonikufélags Selfoss, Þórður Þorsteinsson, formaður. Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@intcrnet.is Veffang: www.ncdsti.is Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 6

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.