Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 2
Ávarp formanns
Ágætu harmonikuunnendur
Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir liðinn
vetur. Nú fer senn í hönd skemmtilegasti tími
harmonikuunnenda, en það er komandi
sumar og allar þær útihátíðir sem í boði verða.
Vetrarstarfinu hjá harmonikufélögunum
víðsvegar um landið er að ljúka og Harmo-
nikudagurinn verður haldinn hátíðlegur um
land allt laugardaginn 7. maí. Eg hef síðustu
árin litið svo á að þessi dagur sé merki um
lok vetrarstarfsins hjá harmonikufélögunum.
Það er von mín að öll aðildarfélög S.I.H.U.
muni láta tóna harmonikunnar hljóma sem
víðast um land.
Starf stjórnar sambandsins hefur verið hefð-
bundið, þau verkefni sem stjórn þarf að sinna
hafa ýmist verið framkvæmd eða þeim slegið
á frest eða hætt við. Þar má nefna harmon-
ikukeppnina sem átti að fara fram í apríl, en
vegna dræmrar þátttöku var ákveðið að hætta
við það verkefni. Eg er þeirrar skoðunar að
þessi keppni eigi að vera fastur liður á þriggja
ára fresti og ná þannig til sem flestra ung-
menna er stunda harmonikuleik víðsvegar í
tónlistarskólum landsins og eins hjá einka-
kennurum. Sú aðferð sem við höfum notað
til að koma þessari keppni á framfæri er ekki
að virka og þarf því að hugsa það dæmi upp
á nýtt. Það þarf að fá tónlistarskólana og
kennarana er stunda kennslu í harmonikuleik
til samstarfs varðandi þetta verkefni og eflaust
er fleira sem betur mætti fara.
Hætt var við fjáröflunardansleik, en í stað
þess tók stjórn sambandsins þá ákvörðun að
halda harmoniku-
tónleika í Salnum í
Kópavogi, laugar-
daginn 5- mars.
Undirritaður ásamt
Guðrúnu Guðjóns-
dóttur og Sigurði
Eymundssyni voru
fengin til að undir-
búa þennan við-
burð. Þarna komu
fram alls níu harmonikuleikarar ásamt einum
píanóleikara og léku ýmist einleik eða dúetta.
Það er óhætt að segja að þarna hafi flestir af
okkar bestu harmonikuleikurum komið fram
og gert þessa tónleika ógleymanlega þeim er
komu í Salinn þennan dag. Kynnir á þessum
tónleikum var Friðjón Hallgrímsson og vil
ég þakka honum fyrir hvað hann hélt vel
utanum tónleikana. Það er von mín að í fram-
tíðinni verði meira gert af því að halda svona
tónleika fyrir þá fjölmörgu harmonikuunn-
endur, sem vilja mæta og heyra í okkar frá-
bæru harmonikuleikurum. Ekki var látið
staðar numið við þessa tónleika, því efnt var
til dansleiks um kvöldið sem tókst með
ágætum. Eg vil færa þeim Guðrúnu og Sig-
urði mínar bestu þakkir fyrir samstarfið við
þessi verkefni. Segja má þó að skuggi hafi
fallið á daginn, þegar það spurðist út að gít-
arleikarinn á dansleiknum, Helgi E. Krist-
jánsson hafi orðið bráðkvaddur þremur
dögum síðar. Hans verður sárt saknað enda
góðvinur og hjálparhella harmonikuunnenda
víða um land. Hug-
myndin er að gefa út
geisladisk með því efni
er leikið var á tónleik-
unum í Salnum og
vonandi verður disk-
urinn tilbúinn í enda
maí. Reiknað er með að þessi diskur verði
gefinn út í takmörkuðu upplagi og seldur hjá
aðildarfélögunum og á öllum harmonikumót-
unum í sumar.
Það er ákveðið að næsti aðalfundur S.I.H.U.
verði haldinn í Reykjanesbæ dagana 23. - 25.
september 2016. Það er Félag harmoniku-
unnenda á Suðurnesjum sem ber veg og
vanda af fundinum þetta árið. Eg veit að vel
verður staðið að þessum fundi og það er von
mín að öll aðildarfélögin sendi sinn formann
og fulltrúa til þessa fundar. Eg vil að lokum
leggja áherslu á að ég gef ekki kost á mér við
formannskjör á næsta aðalfundi og vona ég
að nýr formaður með nýjar og ferskar hug-
myndir finnist til að taka við keflinu af mér.
Tvö af aðildarfélögum S.f.H.U. fagna 30 ára
afmæli á þessu ári og eru það Harmonikufé-
lag Reykjavíkur og Harmonikufélag
Vestfjarða. Eg vil óska þessum félögum til
hamingju með árin öll. Að lokum vonast ég
til að sumarið verði okkur öllum til gleði og
ánægju og að við fjölmennum á öll harmon-
ikumótin í sumar.
Gleðilegt sumar,
Gunnar Kvaran, formaður.
Sagnabelgurinn
Þetta er meðfætt
Um árabil hefur Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík haldið skemmtifundi sem hluta af
félagsstarfinu. Lengst af voru þeir haldnir í
Templarahúsinu við Eiríksgötu. Konurnar í
félaginu bökuðu fyrir fundina og seldu gestum
kaffi og með því, fyrir sanngjarnt verð. Þar
spreyttu margir tónlistarmenn sig og margir
harmonikuleikarar stigu þar sín fyrstu skref á
- s
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geir-
mundsson, Bragi Hlíðberg, Karl
Jónatansson og Reynir Jónasson.
2
sviði að leika fyrir hóp ókunnugs fólks. Þetta
fór misjafnlega í menn og um einhverja vissi
ég sem sváfu sáralítið eða jafnvel ekkert, ef
þetta vofði yfir þeim. Flestir þekkja þá reynslu
að það sem virkaði auðvelt fyrir hádegi, var
skyndilega orðið óyfirstíganlegt vandamál
stuttu seinna, þegar komið var upp á svið. Allt
í einu fóru að heyrast feilnótur, sem ekki var
vitað til að væru í hljóðfærinu.
Það mun hafa verið rétt fyrir síðustu aldamót
að til mín kom maður og bauð sig fram, ásamt
vini sínum, til koma fram á skemmtifundi og
flytja nokkur lög. Ætlaði annar að leika á
harmoniku en hinn að syngja. Ekki var ég
kunnugur þessum mönnum, en tók ekki illa
í hugmyndina. Sá er talaði fyrir þá félaga var
dálítið sérstakur og til marks um það, vildi
hann aldrei kaupa neinar veitingar, en þegar
honum voru boðnar þær, dorgaði hann tepoka
upp úr vasanum og bað um heitt vatn. Annað
þyrfti hann nú ekki. Talaðist svo til um að
þeir kæmu fram á næsta fundi sem hugsaður
var eftir mánuð. Eg sló því fram að þá gæfist
þeim tími til að æfa, svo allt gengi nú vel.
Svarið verður mér minnistætt. Hann leit
örsnöggt á mig og sagði: „Nei, við þurfum
þess ekki, þetta er meðfætt.“ Ekki man ég
hvað olli, en aldrei fengum við að njóta þessara
snillinga.