Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 10

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 10
Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga Á aðalfundi okkar sem var haldinn í október var skipt um þrjá í stjórn. Úr stjórn gengu Guðný Gestsdóttir og Sigurður Leósson og voru þau Kjartan Sigurðsson og Sigríður Ivars- dóttir kosin í staðinn. Einnig hætti Þórhildur Sigurðardóttir sem formaður og tók Sigurður Ólafsson við formannsstöð- unni. Árshátíð var haldin í nóvember á Breiðumýri og var nokkuð vel mætt (70-80 manns). Þá var haldinn dansleikur, bögglauppboð og vísnaþáttur með Kveðanda 10. janúar. Góð skemmtun, vel mætt og hraustlega boðið í allt sem Friðrik Steingrímsson uppboðshaldari bauð upp. Fimm dansæfingar voru haldnar og ágætis mæting á þær. Þá tók félagið þátt í Fikkahátíð ásamt öllum kórum í Þingeyjarsveit, Húsavík og Mývatnssveit. Var hún haldin í Ydölum 5. mars og var húsfýllir, um 500 manns. Tókst þetta mjög vel og öllum til sóma sem að stóðu. Sálubót sem œfir á Stórutjörnum Fikkahátíð var haldin í tilefni af því að 100 ár voru í fyrra frá fæðingu Friðriks Jónssonar (Fikka). Hann var ættaður frá Helgastöðum í Reykjadal, en bjó á Halldórsstöðum í sömu sveit og svo á Húsavík. Líkast til þekkja allir harmon- ikumenn hans sögu, bæði sem harmo- nikuspilara og laga- höfundar. Hann lærði ungur á orgel, en 1932 eignaðist hann fyrstu harmonikuna. Hann stjórnaði áratugum saman kirkjukórum í Lundarbrekku, Ljósavatni, Einarsstöðum, Grenjaðarstað, Nesi og eitt ár á Húsavík. Alls 48 ár. Þá spilaði hann á böllum vítt og breitt um Norðurland. Kórarnir sem tóku þátt voru allir kirkjukórarnir sem Friðrik stjórnaði, sem voru sameinaðir núna í einn í Bárðardal og Ljósavatnsskarði og stjórnaði Dagný Pétursdóttir honum. Einnig voru sameinaðir kórar í Aðaldal, Reykjadal og Kinn og stjórnaði Jaan Alavere þeim. Þá voru kirkjukórarnir í Mývatnssveit og Húsavík með sameiginlegan flutning, þó Friðrik hafi ekki stjórnað þeim. Þeirra stjórnandi var Jörg Sonderman. Ennfremur fluttu Sólseturkór eldri borgara á Húsavík nokkur lög undir stjórn Steinunnar Halldórsdóttur og Sálubót sem æfir á Stóru Tjörnum undir stjórn Jaans og Karlakórinn Hreimur sem Steinþór Þráinsson stjórnaði. Allir fluttu kórarnir þrjú lög hver eftir Fikka og svo allir saman tvö lög. Var það magnaður kór um 170 manns og fengu þau mjög góðar undirtektir. Boðið var uppá kaffiveitingar í hléi. Dagskráin sem byrjaði kl. 20:00 tók um 3 tíma. Þá tóku félagar úr Harmonikufélagi Þingeyinga við um kl. 11:30 og spiluðu fyrir dansi til kl.02:00. Texti: Siggi á Sandi. Myndir: Jónas Þór Jóhannsson Karlakórinn Hreimur Dalalíf Starfsemi Harmonikufélagsins Nikkolínu hefur verið hefðbundin í vetur. Æfingar hafa verið haldnar að jafnaði hálfsmánaðarlega „eftir réttir og fram til sauðburðar". Spilað var á dvalarheimilinu Silfurtúni og hjúkr- unarheimilinu að Fellsenda á aðventunni, félagar spiluðu á þorrablóti að Staðarfelli og einnig á vorhátíð á Fellsenda. Á Harmoniku- daginn eru fyrirhugaðir tónleikar í dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Okkar stærsta verkefni er svo útihátíðin og dansleikur að Laugarbakka í Miðfirði á þjóð- hátíðardaginn 17. júní nk. Vonumst við til að sjá sem flesta þar og að dansinn megi duna vel og lengi. Nikkolína fékk svo óvænta heimsókn um daginn, á æfingu til okkar mætti Hlédís Sveinsdóttir dagskrárgerðarmaður hjá sjón- varpsstöðinni N4. Hún sér þar um þáttinn Að vestan. Hlédís spjallaði við Melkorku formann, stofnfélagana Halldór Þ. Þórðarson og Guðbjart A. Björgvinsson og svo unglambið Ríkarð Jóhannsson trommu- og saxófónleikara, sem verður níræður í haust. Hún myndaði einnig æfinguna, afraksturinn má sjá þessa dagana í þættinum Að vestan á N4. Bestu kveðjur úr Dölum, Sigrún H. 10

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.