Harmonikublaðið - 01.05.2016, Side 12
Cf&ir CuCImysson
Einn er sá maður sem lengi hefur staðið í fararbroddi eins af harmonikufé-
lögunum á Islandi. Sá heitir Geir Guðlaugsson, Akureyringur semflutti suður
á Skaga og hefur komið að starfi Harmonikuunnenda Vesturlands síðan á
níunda áratugnum. Hið vinsœla harmonikumót í Fannahlíð hefur notið
starfskrafta hans um árabil. Þá eru þau hjónin iðin við að heimsœkja harm-
onikumót og ekki alltafað spá í kílómetrafjöldann efgóður dansleikur er í
boði. Ritstjóri Harmonikublaðsins brá undir sig betri fietinum í blíðunni í
sumarbyrjun og tók hús á Geir og Jóhönnu konu hans á Kjaransstöðum í
gamla Innri Akraneshreppi á dögunum ogforvitnaðist um þau.
Hvar er Geir Guðlaugsson fæddur?
Eg er fæddur á Eyrinni á Akureyri þann 24.
október 1935. Foreldrar mínir þau Guðlaugur
Marteinsson og Elsa Jónsdóttir. Eg ólst upp í
Norðurgötu 4 til átta ára aldurs, þegar við
fluttum út á Hjalteyri þar sem faðir minn fékk
vinnu í síldarverksmiðjunni hjáThorsurunum.
Eg á minningu frá Norðurgötuárunum þegar
ég 7 ára, sjöunda nóvember 1942, féll út af
tröppunum hjá leikfélaga mínum. Ég höfuð-
kúpubrotnaði og mátti liggja heima í hálft ár.
Þennan vetur fór ég að reyna að gutla á munn-
hörpu og var farinn að geta spilað um vorið.
Var mikið um tónlist á heimilinu?
Faðir minn lék á harmoniku og allir hálf-
bræður hans. Mig minnir að það hafi bara
verið til ein nikka, svo þeir skiptust á að spila.
Marteinn hálfbróðir föður míns lék á böllum
og kenndi okkur krökkunum á Hjalteyri meira
að segja að dansa.
Hvenær eignaðistu fyrstu harmonikuna?
Ég fékk lánaða nikku sem krakki á Hjalteyri
og glamraði á hana og var nokkuð fljótur að
ná lagi. Fyrstu nikkuna eignaðist ég þegar ég
var fjórtán ára. Ég er fyrir löngu búinn að
gleyma nafninu á henni. Það var á svipuðum
tíma og ég fermdist en þá var mér gefin sög
til að spila á. Það gekk ágætlega að spila á
sögina. Nokkrum árum seinna var hún notuð
við byggingu íbúðarhússins á Kjaransstöðum.
Það var víst ekki spilað á hana eftir það.
Var mikið um dansleiki í sveitinni?
Það voru böll í félagsheimilinu að Reistará í
Arnarneshreppi og einnig í Kuðungnum sem
kallaður var. Það var félagsheimilið Hlíðarbær
í Kræklingahlíð. Þetta voru ekki stór hús,
bekkir meðfram veggjum, engin borð og lítil
veitingasala. Gestir höfðu veitingarnar með
sér, oft í vasapelaformi. Það er minnisstætt
hve dansgleðin var mikil hjá fólki á þessum
árum. Oll tækifæri voru notuð til að dansa.
': -CSk
Viðmœlandinn í Fannahlíð 2014
Hvenær lékstu fyrst á dansleik?
Það hefur trúlega verið 1950, þegar ég var
fjórtán-fimmtán ára. Þá var Marteinn föður-
bróðir minn að spila á Reistará og einhver
þurfti að leysa hann af í kaffi. Ég kunni ótta-
lega lítið en reyndi samt með dyggum stuðn-
ingi ballgesta. Það var mest um vert að halda
taktinum og þó lögin væru svona og svona,
slapp þetta til og gestirnir voru sáttir.
Hvar kynntist Geir Jóhönnu?
Það gerðist þannig að hún kom norður að
vinna á elliheimilinu í Skjaldarvík sumarið
1953. Hún frétti afballi í Kuðungnum. Hún
hafði gaman af að dansa og þá hlutu leiðir
okkar að skarast, því ég var að spila í Kuð-
ungnum í Hlíðarbæ. Við fengum ókeypis inn
á böllin, ef ég var að leysa af í kaffipásunum.
Þá má segja að við höfum byrjað að stíga okkar
lífsdans og hann stendur enn. Jóhanna hafði
frá tíu ára aldri búið með foreldrum sínum í
Stóru Býlu hér í hreppnum, en Þórarinn faðir
hennar var sveitakennari hér. Kennslan fór
fram í Heynesskóla, sem í dag er samkomu-
húsið Miðgarður.
Hvenær hófst tónlistarnám?
Það er nú varla hægt að tala um þess háttar
hjá mér. Mér tókst að læra F-lykilinn þegar
ég var í kirkjukórnum hér í sveitinni, en ég er
voðalega seinlæs og má segja svona stautfær.
Síðar fór ég að syngja í kirkjukór Akraness
hjá Hauki Guðlaugssyni og þar ég búinn að
syngja í tíu ár.
Hvenær fluttist Geir á Kjaransstaði?
Við komum hingað að norðan árið 1954. Ari
síðar keyptum við í félagi við foreldra hennar
jörðina Kjaransstaði. Þá stóð bærinn niður við
sjó, en hér var allt einn mýrarfláki. Arið 1965
hófum við að byggja á núverandi stað, mun
hærra í landinu. Á næstu
árum byggðum við íbúðar-
hús, fjós og hlöðu. Við
fluttum inn í íbúðarhúsið
1967. Það var nóg um að
hugsa á þessum árum.
Harmonikan var ekki snert
og enginn í sveitinni vissi að
bóndinn á Kjaransstöðum
léki á harmoniku. Árið 1975
varð breyting á því, þegar
eiginkonan gaf bóndanum
harmoniku þegar hann varð
fertugur. Nú var sleginn nýr
tónn á Kjaransstöðum.
Á Laugabakka 2015 eftir 60 ár
12