Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 3
Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2 108 Rejkjavík Sími 696 6422, frídjonoggudnj@internet.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, ivivm heradsprent. is Forsíða: Forsíðumjndina tók Siggi Harðar á Borg um verslunarmannahelgina. Meðal efnis: - Fréttir frá Harmonikufélagi Rangæinga - Landsmót SÍHU á ísafirði - Flemming á Borg - Þingeyingar á Landsmóti SIHU á Isafirði - Nú er lag á Borg - Sumarhátíðin á Ydölum 2017 - Itríó á landsmótinu - Fjör í Fannahlíð - Hvítasunnan á Borg - Lag blaðsins eftir Þórð G. Halldórsson - Harmonikan í Árbæ - Frostpinnar að vestan - Harmonikudagurinn á Breiðamýri - í þá gömlu góðu Auglýsingavd-ð: Baksíða 1/1 síða kr. 25.500 1/2 síða kr. 16.500 lnnsíður 1/1 síða kr. 20.500 1 /2 síða kr. 12.500 1/4 síða kr. 7.500 1/8 síða kr. 5.000 Smáaugjjsingar kr. 3.000 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. nóvember 2017. V__________________1____________________________J 77 W Stjórn S.Í.H.U. nð(n, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Gunnar Kvaran alf7@mi.is Álfalandi 7, 108 Reykjavík. S: 568-3670 / 824-7610 Varaformaður: Jónas Þór Jóhannsson Brávöllum 9, 700 Egilsstaðir S: 471 1465 / 893 1001 Netfang: jonas.thor@simnet.is Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207 / 861-5998 Gjaldkeri: Melkorka Benediktsdóttir melb.ss@simnet.is Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur S: 434 1223 / 869 9265 Meðstjórnandi: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varamaður: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456 4684 / 892-0855 Varamaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet.is Búðarhóli, 861 Hvolsvöllur S: 487 8578 / 893 4578 Ritstjóraspjall Að loknu landsmóti leitar ýmislegt á huga harmonikuunnendans. Höfum við gengið til góðs, eins og þar stendur. Landsmótið á Isafirði var að flestra mati vel heppnað mót, þar sem fulltrúar félaga komu fram og léku listir sínar á hefðbundnum landsmótstónleikum. En landsmót er ekki aðeins landsmót. Þau má líta á sem einskonar uppskeruhátíð. Þau eru ennfremur hálfgert ættarmót þar sem harmonikuættin hittist og gleðst við gnægtaborð harmonikunnar. Þar mátti heyra í hvað tími síðasta vetrar fór. Það mátti líka greina þróun síðustu ára. I gegnum tíðina hefur mátt heyra hvar hin ýmsu félög standa og hvar áherslur þeirra liggja. Fljótt farið yfir eru nokkur stór og nokkuð öflug félög og önnur minni. Félög hafa byrjað og hætt eins og gengur. Af þeim fimmtán félögum sem nú mynda landssambandið sendu ellefu þeirra fulltrúa. Síðastliðið sumar heyrðum við ágætt samstarf félaga á landsmótinu. Harmonikufélög Rangæinga og Selfyssinga komu fram saman, með eina hljómsveit við mjög góðar undirtektir. Harmonikuunnendur Vesturlands tók hins vegar ekki þátt og var það miður. Ennfremur vantaði Skagfirðinga. Lengra er síðan Húnvetningar og Hornfirðingar hafa sent fulltrúa. Gestgjafarnir léku á alls oddi, þó aldurinn sé farinn að færast yfir. Þeir hins vegar skörtuðu einum af bestu harmo- nikuleikurum landsins, Helgu Kristbjörgu. Þingeyingar fóru svipaða leið með Ástu Soffíu. En allt er þetta afstætt. Trúlega hefur þó aldrei verið annað eins mannaval í harmonikulífinu á Islandi eins og nú um stundir. Aldrei hafa jafnmargir Islendingar staðið fyrir harmo- nikutónleikum og í sumar. Alls hafa verið haldin sex mót í sumar, en auk þess hafa ungir harmonikuleikarar staðið fyrir tónleikum víðs vegar. Itríóið kom fram á tónleikum á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði auk þess að leika á landsmótinu. Þá má ekki gleyma að tríóið lék fyrir dansi á Siglufirði og þótti standa sig mjög vel. Asta Soffía hélt tónleika ásamt félögum sínum frá Noregi á nokkrum stöðum á Norðurlandi auk Hannesarholts í Reykjavík. Flemming Viðar hélt lokatónleika sína á hátíðinni „Nú er lag á Borg“ um verslunarmannahelgina. Annað eins tónleikahald er algjörlega óþekkt meðal íslenskra harmonikuleikara. Það má því segja að þrátt fyrir fækkun á landsmóti sé útlitið nokkuð gott. Það má jafnvel segja aðeins minna en mikið betra. Gæði fyrir magn. Nú þarf aðeins að bíða þess að einhverjir af þessum frábæru tónlistarmönnum snúi heim til að rækta heimaakurinn. Þá væru komnir góðir arftakar þeirra, sem staðið hafa í farabroddi við kennslu undanfarin ár og geta nú á efri árum, notið þess að hlusta á árangurinn. í fréttum var þetta helst Fyrsta harmonikufélag landsins, Félag harmonikuunnenda í Reykjavík, varð 40 ára 6. september. I bígerð er að efna til kaffisamsætis þann 5. nóvember í tilefni afmælisins. Til stendur að gera sögu félagsins skil í næsta tölublaði. Flemming Viðar Valmundsson hélt í lok ágúst til Kaupmannahafnar, þar sem hann mun verða við nám næstu þrjú árin við Hinn konunglega tónlistarháskóla. Þar fyrir hittir hann Jónas Ásgeir og Jón Þorstein, sem nú eru að hefja síðasta veturinn. Helga Kristbjörg hefur lokið námi við sama skóla. Litlu munaði að illa færi þegar eldur varð laus í húsbíl Svenna Sigurjóns og Kristínar þar sem þau voru stödd í Stykkishólmi í vikunni efir landsmótið á ísafirði. Þau voru að taka á sig náðir þegar Kristín þóttist finna brunalykt. Þegar út var komið sáu þau að eldur logaði út úr vagninum aftanverðum. Þau sluppu með skrekkinn, en Svenni brenndist illa á vinstri hönd við að slökkva eldinn. Hann lét það þó ekki koma í veg fyrir að leika fýrir dansi í Fannahlíð rúmri viku seinna. Bíllinn var hins vegar dæmdur ónýtur. Tónleikahald Astu Soffíu og félaga síðastliðið sumar fór ekki fram hjá harmonikuunnendum, þó ritstjórinn hafi ekki átt þess kost að hlýða á. Stefnt er að grein um tónleikana í desemberblaðinu. Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geirmundsson, Bragi Hlíðberg og Reynir Jónasson. V___________________________________) Kt. SÍHU: 611103-4170 3

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.