Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 4
Fréttir frá Harmonikufélagi Rangæinga
Samstarf Harmonikufélags Rangæinga og
Harmonikufélags Selfoss hefur reynst hin besta
vítamínsprauta fyrir bæði þessi félög og eru
engin áform önnur uppi en að halda því áfram.
Æft hefur verið til skiptis á Hellu og Selfossi
og var aðalverkefni síðasta vetrar undirbúningur
fyrir landsmótið á Isafirði. Lögð var áhersla á
að fara með íslenska tónlist í farteskinu og
endirinn varð sá að aðeins eitt lag á okkar
prógrammi var erlent. Undirritaður er sérlega
ánægður með hvernig til tókst og stoltur af
okkar fólki sem taldi alls 11 harmonikuleikara
auk gítar- og bassaleikara enda langar og
strangar æfingar að baki undir styrkri stjórn
Grétars Geirssonar. Aður en lagt var af stað til
ísafjarðar var haldin lokaæfing í Safnaðar-
heimilinu á Hellu 21. júní og mættu á milli
50 og 60 manns til að hlýða á herlegheitin.
Undirritaður gat því miður ekki verið með á
lokasprettinum þar sem hann hafði verið
bitinn í bakið af Þursi og er satt að segja orðinn
nokkuð langþreyttur á þessu sífellda narti
þursans og myndi svo sannarlega koma honum
fyrir kattarnef væru einhver ráð til þess.
Landsmótið á ísafirði er án efa hápunkturinn
á starfi þessa árs. Þar var frábærlega vel að öllu
staðið og eiga Isfirðingar allan heiður skilið
fyrir undirbúning og utanumhald allt og ekki
spillti veðrið fyrir. Var haldið heim á leið með
bros á vör og gleði í hjarta og færum við okkar
bestu þakkir vestur. Eftir landsmót var ekkert
formlegt í gangi en 9. júlí var spilað á
Sólheimum í Grímsnesi og 31. júlí var spilað
á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli við góðar undirtektir
heimilisfólks. Það er ákaflega gefandi að spila
á þessum stöðum og er mannbætandi mjög.
Um kvöldið voru svo nikkurnar þandar á Kaffi
Langbrók í Fljótshlíð og var mikið sungið og
mikið spilað og var haft á orði að þetta yrði
endurtekið að ári. Á stjórnarfundi í félaginu
var rætt um hvort ekki væri tilefni til að færa
Tónlistarskóla Rangæinga harmonikur að gjöf
þar sem okkur hafði borist til eyrna fréttir um
fjölgun nemenda í námi á harmoniku og
tónlistarskólinn ætti auk þess 60 ára afmæli.
I Ijós kom að skólastjóri tónlistarskólans
Sigríður Aðalsteinsdóttir hafði strax mikinn
áhuga á þessu og hafði þegar ákveðið að leggja
fé til kaupa á harmonikum. Var gengið til
samstarfs við skólann og keyptar 3 nikkur
eftir að markaðurinn hafði verið kannaður
auk ferðar til höfuðborgarinnar með
kennaranum Grétari Geirssyni. Leggjum við
til andvirði einnar harmoniku af Hohner gerð
en tónlistarskólinn kaupir tvær kínverskt
ættaðar. Verða alls fimm nemendur í námi í
vetur allir í yngri kantinum og er þetta eflaust
árangur kynninga á hljóðfærinu í yngri
bekkjum grunnskólans en tónlistarskólinn
býður þar upp á nám á forskólastigi. Einnig
er fyrirhugað frekara samstarf tónlistarskólans
og harmonikufélagsins í formi tónleika,
frekari kynninga á hljóðfærinu og annarra
viðburða. í okkar félagi er lögð áhersla á að
allir geti spilað með sem vilja hvar svo sem
menn eru staddir tónlistarlega séð og er þetta
arfleið frá Jóa Bjarna heitnum og engin áform
um að breyta því. Áhugi er á að reyna
dansleikjahald hér fyrir austan fjall nú á
haustdögum og eftir japl, jaml og fuður var
ákeðið að halda dansleik í Básnum í Ölfusi
23. september nk. kl. 21:00. Við vitum að
þetta stangast á við haustfundinn en það er
ekki alltaf jólakaka með kaffinu eins og sagt
er. Svo sjáum við til með ball hér í
Rangárvallasýslu þegar líður meira á haustið.
Bestu harmonikukveðjur til allra þeirra sem
þetta lesa.
Texti: Haraldnr Konráðsson
Mynd: Siggi Harðar
Hljómsveit Rangœinga og Seljyssinga á Isafirði
4