Harmonikublaðið - 01.09.2017, Side 7

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Side 7
einkenni dansleikja harmonikuunnenda. Allir voru glaðir og reifir, en allt í mesta hófi, þó trúlega hafi einhverjar undantekningar fundist, eftir nákvæma leit. I það minnsta varð þessi vísa til hjá Friðriki Steingrímssyni. Bakkusar hin beisku kynni, býsn, þau reyna á mœðu stráið. Þú lifir aðeins einu sinni, en ótal skipti getur dáið. Laugardagurinn heilsaði með brosi á brá. Eftir hefðbundin morgunverk hófust tónleikar klukkan tvö og fyrstir á svið voru fulltrúar Þingeyinga. Þar var blandað saman nýju og gömlu og gestir fengu ma. að kynnast frábærum hæfileikum Astu Soffíu Þorgeirsdóttur. I kjölfar Þingeyinga kom svo sameinað lið Rangæinga og Selfyssinga. Þar var léttleikinn í fyrirrúmi undir öruggri stjórn Grétars Geirssonar. Héraðsbúar voru næstir, en eins og hjá fleirum hefur fækkað í þeirra hópi. Þá var komið að óvæntu atriði til að brjóta aðeins upp dagskrána. Þar voru mættar fimm ungar heimakonur (Margrét og aumingjarnir), sem glöddu gesti með skemmtilegum flutningi á gömlum dægurperlum. Það sem sérstaklega var áhugavert var að allar þessar konur leika á hljóðfæri, en að þessu sinni léku þær á önnur hljóððfæri en þær eru vanar og tókst mætavel. Friðrik Steingrímsson naut tónleikanna eins og aðrir gestir og stóðst ekki mátið Lagaflóðið tónatœrt, trega og kvíða fargar. Upp á sviðið skína skært, skrautdívurnar margar. Hljómsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð kom sér nú fyrir á sviðinu og hóf upp raust sína af miklu öryggi sem fyrr undir stjórn Roars Kvam. Að því loknu voru kallaðir á svið félagar sem stjórn SIHU hafði ákveðið að heiðra. Var það glæsilegur hópur sem um árabil hefur verið í fylkingarbrjósti harmoniku- unnenda á landinu. Frá Harmonikufélagi Reykjavíkur voru þeir Einar Friðgeir Björnsson og Sigurður Alfonsson, frá Harmonikufélagi Vestfjarða Magnús Reynir Guðmundsson. Skagfirðingarnir Jón St. Gíslason og Hermann Jónsson. Þá var Sigurður Leósson úr Eyjafirði og síðan Þingeyingarnir Kristján Kárason og Rúnar Hannesson. Þrír Héraðsbúar voru ennfremur í hópnum, þeir Sigurður Gylfi Björnsson, Sveinn Vilhjálmsson og Jón Sigfússon. Hlutu allir þessir verðskuldað lófaklapp. Að því loknu var komið að síðasta atriði tónleikanna. Það var Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur sem sá um það eins og þeim er lagið undir öruggri stjórn Einars Friðgeirs Björnssonar. Var það ágætur endir á skemmtilegri dagskrá, sem nú var frestað um stutta stund þar til Ítrío kæmi sér fyrir á sviðinu. I fyrsta skipti í sögu landsmótanna voru heiðursgestirnir íslenskir Setning mótsins í blíðunni d Isafirði 1)2017 13. indsmót 2017 SMÍBANDS íSLENSKRA HARMONIK'UUNNENDA? Heimamenn pakka fyrir sig í upphafi tónleikanna Hljómsveit aldursforsetans FHUR dsmot MnNIKLLNNENDA. w: A L • ^ Æ i T I wl f’lt'® 1 Kvennakór Isafiarðar. Skrautlegastar af öllum sem fam komu 7

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.