Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 8

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 8
harmonikuleikarar. Fyrsti heiðursgestur SIHU á landsmóti var sænski harmonikuleikarinn Nils Flacke, en hann lék fyrir gesti landsmótsins á Laugum í Reykjadal árið 1990. Þá skapaðist sú hefð á bjóða upp á tónleika snillings á landsmóti. Síðan hafa margir snillingar leikið listir sínar á landsmótum. Tónleikum Itríos verður gert betri skil á öðrum stað í blaðinu. Nú var aðeins eftir að fá sér eitthvað í gogginn og mæta galvaskur á ballið í íþróttahúsinu sem skyldi hefjast klukkan níu. Lokadansleikurinn fór að vonum. Nikkólína hóf leikinn. I kjölfar þeirra komu félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og síðan Eyfirðingar. Allar þessar hljómsveitir sáu til þess að gólfið var fullt af dansandi unnendum í sínu besta skapi. Það voru síðan heimamenn með þá Villa Valla og Baldur Geirmunds í fararbroddi, sem luku þessum skemmtilega dansleik á þann hátt sem þeim er einum lagið. Máttu þeir leika nokkur aukalög, enda stuðið ósvikið. Skemmtilegu landsmóti var lokið og gestir héldu heim næstu daga með sarpinn fullan af ljúfum minningum um góðra vina fund við Skutulsfjörð. Mótið var gestgjöfunum, Harmonikufélagi Vestfjarða, undir stjórn formannsins Karítasar Pálsdóttur til mesta sóma, enda gestrisni Vestfirðinga viðbrugðið. Texti: FriSjón Hallgrímsson Myndir: Siggi HarSar TIL SÖLU Vönduð og vel með farin hnappaharmonika, Bugari Armando 508 gold,til sölu. Verð 500.000 kr. Jón Sigurjónsson Sími 464 3148 Hjarðarhóli 1 640 Húsavík V_______________________) 8 Roar Kwam með sína hljómsveit FHUE Lokatónninn sleginn á tónleikunum afléttsveit Harmonikufélgs Reykjavíkur Góðþátttaka í dansinum á laugardagskvöldinu Itríó ásamt nokkrum jylgifiskum á ballinu

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.