Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 9

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 9
Flemming á Borg Heiðursgestur harmonikuhátíðarinnar „Nú er lag“ á Borg í Grímsnesi um verslunarmanna- helgina var Flemming Viðar Valmundsson. Það hefur verið regla hjá FHUR að bjóða upp á fyrsta flokks harmonikutónleika á sínum mótum, en yfirleitt hafa þeir verið erlendir, með fáum undantekningum. Flemming hefur verið nánast fastagestur á „Nú er lag“ frá unga aldri og vel þekktur innan FHUR og jafnvel leikið á danleikjum á Varmalandi. I vikunni fyrir mótið birtist í Morgunblaðinu heil- síðuviðtal við kappann og varla hægt að fá betri auglýsingu. Það mátti greina á tónleikunum því annar eins fjöldi hefur ekki sótt tónleika hjá FHUR í háa herrans tíð. Klukkan tvö mátti heita að hvert sæti í húsinu væri setið. Flemming hóf tónleikana á gamla standardinum Dizzy fingers eftir Confrey í útsetningu flytjandans. Þessu var fylgt eftir með annarri útsetningu hans á lagi úr Mjallhvít, Someday my prince will come eftir Churchill. Síðan kom hver perlan af annarri, Libertango eftir Piazzolla fékk að fljóta með ásamt hinu kostulega verki Got a match eftir Chick Corea, sem talsvert hugrekki þarf til að reyna að leika. Næst var boðið upp á hinn gullfallega Vals nr. 2 eftir Shostakovich í útsetningu Flemmings. Þá kom Prelúdía í g-moll eftir Rachmaninoff ásamt búlgörsku þjóðlagi Gankino Horo í aldeilis afbrigðilegum takti. Þarna fengu menn að heyra Flemming spinna í algleymi. Allt þetta leysti hann af miklum glæsibrag, auk þess að sjá um unggæð- ingslegar og grallaralegar kynningar sem skildust vel. Hins óviðjafnanlega Valse a Margeux eftir franska snillinginn Richard Galliano fengu gestir þar næst að njóta með tónlistarmanninum. Valsinn sá er talinn einn fallegasti vals sem saminn hefur verið í seinni tíð. Þá var næst á dagskránni íslenskt verk, þegar Flemming spann eigin útsetningu af Bláu augun þín eftir Gunnar Þórðarson. Þarna naut lagið sín sannarlega vel í glænýrri útsetningu. Tónleikunum lauk á Sverðdansinum eftir Khatchaturian. Það höfðu margir gestanna heyrt Flemming leika áður, en aldrei sem á Borg, enda ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Þá bætti okkar maður við Hríseyjarvalsinum eftir Pálma Snorrason, sérlega fallegum valsi, dálítið í stíl Ragnar Sundquist. Ekki dugði þetta áheyrendum og það var ekki fyrr en Flug Býflugunnar (Gyðingaflugmaðurinn) eftir Evgeny Derbenko, sem er eins konar útúrsnúningur á býflugu Rimsky-Korsakov hljómaði að ríflega tvö hundruð gestir þökkuðu fyrir sig og risu úr sætum. Eftirminnilegum tónleikum var lokið. Tónlistarmanninum fylgdu hlýjar kveðjur á leið hans til Kaupmannahafnar, en þangað hélt hann til framhaldsnáms tveimur vikum eftir tónleikana. Næstu tónleikar eru sannarlega tilhlökkunarefni. Friðjón Hallgrímsson Mynd: Siggi Harðar Úrval af nýjum og notuðum harmonikum /® BORSiNi / Z6R0 S6TT6 polverini Q Æm lencuf> Fisitalia 120 bassa kr. 430.000,- Excelsior 140 bassa kr. 220.000.- Serenelli 120 bassa kr. 80.000,- Eigum einnig ólar og aukahluti Zero-Sette 120 bassa kr. 225.000,- Guerrini 120 bassa kr. 160.000,- Golden Cup 96 bassa kr. 129.000,- ný Frontanelini 120 bassa kr. 35.000,- TDNAR Akureyri: Mosateig 5 Reykjavík: Álfalandi 7 Sími 462 1520 & 660 1648 Sími 568 3670 & 824 7610 Fisitalia frábærar harmonikur á góöu verði 9

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.