Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 10
Þingeyingar á landsmóti SÍHU
á ísafirði 2017
Þann 28. júní sl. fór hópur Þingeyinga til
Isafjarðar á rútu, að taka þátt í landsmóti
Sambands íslenskra harmonikuunnenda.
Bílstjóri var SigurðurTryggvason, en fararstjóri
Sigurður Olafsson. Ekki þóttum við
afkastamiklar í kveðskapnum, en á leiðinni
vestur varð þetta til.
Andinn kom ogandinnfór
enginn slíkan gratur.
En fyrir vestan bíður bjór
og bjartar sumarnœtur
Við komuna til ísafjarðar blasti
Skutulsfjörðurinn við í allri sinni dýrð.
Fjörðurinn er fagurblár
fjöllin speglar sjórinn.
A okkur bœrist ekki bár
og ekki gárast bjórinn.
A Isafirði gisti hópurinn í Herkastalanum við
Mánagötu, en félagar á eigin vegum gistu á
tjaldsvæðum bæjarins. Veðrið lék við mótsgesti
þó eina nóttina hafi gert hvell þegar tjald félaga
okkar Friðriks Steingrímssonar fauk.
Eftir jjögur upp hann rauk
ekki lítill krafiur.
Tjaldið burt með Friðrik fauk.
Hann fannstpví miður afiur.
Daginn eftir komuna litum við á bæinn og
fórum á sýningu Asgeirs Sigurðssonar í
Safnahúsinu. Klukkan tvö á föstudaginn var
mótið sett. Þann dag vorum við á tónleikum
í íþróttahúsinu frá þrjú til fimm og daginn
eftir frá tvö. Þá byrjuðu félagar okkar Rúnar,
Katrín ogÁsta Soffía, svo við vorum stundvís.
Stóð dagskrá til ríflega sex og endaði á
glæsilegum tónleikum harmonikuleikara, sem
eru við nám í Danmörku. Þessir dagar voru
alger veisla. Á kvöldin voru böll. Fyrstu
Hópurinn við komuna til Isafjarðar
kvöldin, fórum við milli Hússins, Krúsarinnar
og Edinborgarhússins. Allsstaðar var
dúndrandi fjör.
I Edinborgarhúsinu bauð ungur piltur Sigríði
í dans og fóru þau létt yfir.
Með strengi oggigt í hœgri hupp
hími ég og þjóra.
En Sigríður, hún yngir upp
um áratugi jjóra.
Er ég skána í hœgri hupp
og haustnóttin er dimm
mun ég og reyna aðyngja upp
um áratugi fimm.
Aldrei verð ég á pví leið
að iðka rallið.
En aLLa stiga upp ég skreið
eftir priðja ballið.
Síðasta kvöldið var stórdansleikur í
íþróttahúsinu. Allt fór mótið vel fram og á
formaður Vestfirðinga Karítas Pálsdóttir
heiður skilinn. Fyrir utan dagsskrá var spilað
á tjaldstæðum og sungið. Trúi ég að allir hafi
verið sælir, enda veðrið gott.
Á heimleiðinni gerðust menn værir og
míkrófónninn lá í gólfinu, vanræktur af öllum
og þegar ég tók hann upp reyndist
sambandsleysi í snúrunni.
I mér heyrist ekki neitt
eitthvað dapurt tólið.
Það líkist okkur, lúið ogpreytt
og langar kannske í bólið.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir tók saman
Mynd: Sigurður Olafsson
Harmonikusdfn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmomkum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 cg 844 0172.
Nctfang: assigu@mtcrnct.is Vcffang: www.ncdsti.is
BygiuWwlii
10