Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 14

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 14
Sumarhátíðin að Ýdölum 2017 Félag harmonikuunnenda í Eyjafirði ásamt Harmonikufélagi Þingeyinga héldu að þessu sinni sína árlegu sumarhátíð sem alla jafna fer fram helgina fyrir verslunarmannahelgi að Ýdölum í Aðaldal en undanfarin ár hafa þessi mót verið haldin að Breiðumýri í Reykjadal. Ástæða fyrir þessari nýbreytni voru ýmis atriði sem ekki þóttu nógu góð að Breiðumýri en þar má nefna að húsnæði þar var orðið of lítið vegna mikillar aðsóknar og staðurinn óhentugur að ýmsu öðru leyti. Því var ákveðið að reyna fyrir sér á nýjum stað og er skemmst frá að segja að þetta þótti takast með afbrigðum vel. Að Ýdölum er aðstaða öll mikið betri, þar er samkomuhúsið langtum stærra og rýmra um mótsgesti og einnig er mikið meira og betra pláss fyrir ferðahýsi af allskonar gerðum útifyrir. Eins og venjulega var fólk farið að koma strax á fimmtudaginn en á föstudaginn fóru mótsgestir að flykkjast að. Flestir gistu í allskonar ferðahýsum svo sem húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og tjöldum. Einnig komu margir úr nágrenninu á dansleikina og tónleikana án þess að gista. Ætla má að vel yfu 300 manns hafi komið til að skemmta sér saman þessa helgi. A föstudagskvöldið byrjaði svo ballið í orðs þess fyllstu merkingu. Nú var leikið einungis á einum stað en á Breiðumýri var jafnan auka samkomutjald útifyrir til að auka dansplássið. Nægt pláss var nú á stóru dansgólfi og næg sæti fyrir alla sem vildu. Fjórar hljómsveitir léku hvort kvöld en á föstudagskvöldið byrjuðu þau Omar Skarp- héðinsson ásamt fleirum frá Neskaupstað. Við af þeim tók Akureyringurinn Einar Guð- mundsson og fleiri, þá Fjörkálfarnir frá Akureyri og Þingeyingurinn SigurðurTryggva- son endaði svo dansleikinn um klukkan tvö eftir miðnætti. A laugardaginn voru svo tónleikar þar sem margt góðra hljóðfæraleikara komu fram. Fyrst lék Asta Soffía Þorgeirsdóttir frá Húsavík nokkur klassísk lög af mikilli snilld. Þá lék Sérsveitin svokallaða sem er hópur harmo- nikuleikara frá Akureyri sem komið hefur saman til að leika sér með hljóðfærin. Þá kom dúettinn Agnes og Elsa einnig frá Akureyri og eru þær af yngri kynslóð harmonikuleikara og hafa þær æft saman um skeið. Reynsluboltinn Einar Guðmundsson lék af sinni alkunnu snilli og fór létt með eins og venjulega og að endingu léku svo Vesturfararnir undir stjórn Roars Kvam en nafn sitt fengu þeir af því að vera fulltrúar Eyfirðinga á landsmótinu á Isafirði í sumar. Hlé var gert á tónleikunum um stund og voru bornar fram vöfflur með rjóma og sultu eins og best gerist. Þótti það vera vel til fundið og sátu gestir yfir kaffibolla og spjalli um stund. 14 HéraSsbúar ásamt aðstoðarmönnum á sviðinu í Ýdölum Gamalkunnug blanda Eyfirðinga og Þingeyinga Elsa ogAgnesfrá Akureyri á tónleikunum Um kvöldið var sameiginlegt grill og þar gátu gestir lagt kræsingar á glóðir og svo snæddu margir sameiginlega á eftir. Happdrætti var og fjöldi góðra vinninga sem dregið var úr um kvöldið fyrir ballið. Klukkan tíu hófst svo dansleikurinn en þar léku hljómsveitirnar BRAZ frá Akureyri, Aðalsteinn ísfjörð ásamt fleiri góðum, Héraðsbúar með Jón Sigfússon í fararbroddi voru næstir og Strákabandið frá Húsavík sló síðustu tónana þegar klukkan var farin að ganga þrjú. Leið svo þessi helgi í vellystingum og góðu veðri og áttu þar margir góðar stundir í góðra vina hópi og undu sér við hljóðfæraleik og nutu samvista sem aldrei fyrr. Texti og myndir: Valberg Kristjánsson - ritari FHUE

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.