Harmonikublaðið - 01.09.2017, Qupperneq 15
ftríó á landsmótinu
Óefað var stærsti viðburðurinn á ísafirði
tónleikar Itríósins á laugardeginum. I fyrsta
skipti voru heiðursgestirnir Islendingar og í
fyrsta skipti var ekki leitað erlendis eftir
snillingi til að leika fyrir landsmótsgesti. Segja
má að margir hafi lengi verið búnir að bíða
þessara tónleika enda stórviðburður.
Félagarnir hófu leikinn á verkinu Stars
(Stjörnur) úr smiðju Pawels Barneks og félaga
hans úr Motion tríóinu. Alls ekki svo slæm
hugmynd að byrja tónleika, enda verkið
fallegt, draumkennt og dálítið óráðið. Næst
var boðið upp á Himnalestina eftir
Wojtarowicz. Þetta er eitt af frægari verkum
Pólverjanna. Mjög krefjandi stykki þar sem
lítið pláss er fyrir mistök. Taktfast eins og lest
sem heldur áfram og hefur enga stoppistöð,
aðeins endastöð. Þremenningarnir fluttu þetta
af miklu öryggi. Þá var komið að Astor
Piazzolla, þeim mikla meistara. Fyrir valinu
varð Sumarið úr Arstíðunum. Þarna er allt
með meiri ró og spekt, en sumarið hefur að
geyma einstaklega fallega laglínu. Þá var komið
að verkinu „mutta“ eftir eitt fremsta
nútímatónskáld Finna, JukkaTiensuu. Þarna
er nútímaverk frá 1985, sem hljómar eins og
algjör framúrstefna. Laglína er aukaatriði en
hljóðfærin fá að finna til tevatnsins. Hræddur
er ég um að margir tónleikagesta hafi ekki
fengið neinn botn í verkið. En mikið var
gaman að fylgjast með þremenningunum
koma þessu til skila. Þá var komið að Sailing
eftir samnemanda þeirra í Kaupmannahöfn.
Aheyrilegt en mjög sérstakt stykki. Þá var
komið að eina verkinu sem ekki var samið á
tuttugustu öldinni. Aría Bachs á G - streng
var eitthvað sem tónleikagestir könnuðust við
og kunnu svo sannarlega að meta. Flutningur
tríósins var frábær enda undirtektir í takt við
það. Trúlega hefðu áheyrendur þegið meira í
Itríó á sviðinu á Isafirði
þeim dúr. Þá var aftur komið að verki úr
smiðju Motion tríósins. Að þessu sinni Café
Paris. Einstaklega áheyrilegt verk úr smiðju
Janus Wojtarowicz. Þetta féll vel í kramið á
ísafirði í sérlega fallegum flutningi
listamannanna. Þá var farið að líða að lokum
veislunnar og næst fengu áheyrendur Rondo
Caprissioso eftir Zolotaryev, fallegt verk úr
penna Rússans. Lokalagið var svo Balkanskur
dans, sem er þjóðlag frá Makedóníu.
Gríðarlega fallegt og grípandi verk úr smiðju
Pólverjanna í Motion Trio. Þarna fór tríóið á
kostum sem aldrei fyrr og tónleikagestir voru
sem dáleiddir. Þeir slepptu listamönnunum
ekki fyrr en þeir höfðu leikið eigin útsetningu
(nokkuð sem þau mættu gera meira af) af
tveimur íslenskum þjóðlögum, Dýravísum og
Krummavísum. Þarna fengu harmoniku-
unnendur svo sannarlega að heyra hvers
megnugur hópurinn er með frábærri
útsetningu. Eftirminnilegum tónleikum var
lokið með öruggum íslenskum sigri. Allur var
flutningur þremenninganna öruggur og
kynningar sömuleiðis. Spilamennskan var á
köflum svo ótrúlega flott að áheyrendur
svitnuðu. Eina, sem undirritaður heyrði frá
gestum, sem flestir voru af barnsaldri, var að
örlítið léttara hefði ekki sakað. Var jafnvel talað
um Mozart og Strauss og Raddir vorsins í því
sambandi.
Komið sem fyrst aftur Helga Kristbjörg, Jón
Þorsteinn og Jónas Ásgeir, þið voruð góðir
gestir.
Friðjón Hallgrímsson
15