Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 17

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 17
Hvítasunnan á Borg Fyrsta harmonikumót sumarsins fór fram fyrstu helgina í júní. Að þessu sinni bar hvítasunnu upp á þessa helgi. Af þeirri ástæðu var sjómannadagurinn færður aftur um viku, en Selfyssingar og Rangæingar héldu sínu striki og stefndu fólki á Borg. Heldur voru veðurguðirnir mótshöldurum andsnúnir og sendu rigningaský í hrönnum austur. Það varð því heldur minni þátttaka en í fyrra og allt mótshald daufara fyrir vikið. Strax á fimmtudegi mættu þeir fyrstu og urðu fagnaðafundir hjá mörgum eftir vetrarlangan aðskilnað. Föstudagurinn heilsaði með háu rakastigi, sem við var brugðist á viðeigandi hátt með fortjöldum og stígvélum. Garðar Olgeirsson hóf síðan leik í félagsheimilinu á tilsettum tíma og strax var góð þátttaka í dansinum. Sveinn Sigurjónsson átti leið fram hjá og var drifinn á svið og áfram hélt dansinn. Sveinn á sumarbústað í Biskupstungum og fann lykt af balli þegar hann kom austur fyrir Kerið og datt í hug að líta inn. Þórður Þorsteins og Birgir Hartmanns luku síðan ballinu. Daginn eftir hafði heldur dregið úr vætunni og þá var tónleikadagskrá í félagsheimilinu. Þar lék ma. sameinuð hljómsveit Rangæinga og Selfyssinga undir stjórn Grétars Geirssonar og gaf góð fyrirheit um þátttöku á landsmótstónleikunum. Um kvöldið var dansað og hafði lítið fjölgað, því miður. Það var því nægt pláss fyrir dansarana, sem þáðu það með þökkum. Reynir Jónasson hóf ballið og fékk síðan hvíld þegar Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson tóku við. Þeir léku þar til Vindbelgirnir mættu, sem síðan hurfu til annarra verka þegar Svenni Sigurjóns var gripinn á hlaðinu. Þórður og Birgir luku síðan dansinum. Fyrsta harmonikumóti 2017 var lokið og gaf þrátt fyrir kröftug mótmæli frá veðurguðunum góð fyrirheit um komandi sumar. FriSjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar Það vantaði eitthvaö annati enn pUssið á Borg Júni var lengst afblautur á Suðurlandi 17

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.