Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 19

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Page 19
Þórður G. Halldórsson Höfundur lagsins að þessu sinni er Þórður G. Halldórsson. Þórður var fæddur í Hnífsdal 9. desember 1921 en flutti sex ára gamall til Hafnarfjarðar. Hann var ekki frægur fyrir tónlistariðkun, en hann átti auðvelt með að setja saman lög á píanó. Þetta lag sendi hann í danslagakeppni SKT (skemmtiklúbbs templara) vorið 1953 og hlaut þriðju verðlaun í flokki gömlu dansanna. Sjómannavalsinn hlaut fyrstu verðlaun. Stjörnunótt var gefið út á 78 sn. plötu árið sem það tók þátt í keppninni. Það var trió Bjarna Böðvarssonar sem flutti ásamt söngvaranum góðkunna Sigurði Olafssyni. Þórður starfaði sem sjómaður og skipstjóri framan af ævi, en söðlaði um á miðjum aldri og fór í Samvinnuskólann. Að því loknu sneri hann sér að fasteignasölu og stofnaði Eignasöluna, sem hann rak í áratugi. Hann hafði gaman af að setja saman melódíur og orti jafnvel sjálfur texta, en allt var þetta til gamans gert og dægrastyttingar. Góður kunningi Jón Sigurðsson (í banknum) útsetti lögin gjarnan, sem ekki hafa heyrst opinberlega, nema örfá. Ekki er að vita nema þar leynist gullmolar. Þórður lést þann 26. október 1999. Harmonikan í Árbæ Guðmundur og Grétar nutu sín ígömlu Lœkjargötu 4 Smárinn, pau Ólafur, Eyrún Isfold og Guðný Kristín meðpapajazz á trommunum Harmonikuhátíð Reykjavíkur var haldin í Árbæjarsafni sunnudaginn 16. júlí. Þetta mun vera í átjánda skiptið sem þessi hátíð er haldin. Stofnandi hátíðarinnar, Karl Jónatansson, harmonikukennari með meiru féll frá í janúar á síðasta ári og er hátíðin áfram haldin í minningu hans og hans starfa í þágu harmonikunnar á Islandi. Margir urðu til að taka þátt í þetta skipti. Grétar Geirsson og Guðmundur Samúelsson fluttu sína mögnuðu dúetta, Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson léku listir sínar fyrir gesti safnsins. Smárinn með meistara Guðmund Steingríms á trommurnar. Systurnar Inga og Þorgerður Eiríksdætur létu sig ekki vanta og Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum lék fyrir dansi í kornskemmunni. Vitatorgsbandið með Guðrúnu Guðjónsdóttur í fararbroddi mætti á svæðið og lék fyrir gesti, auk margra fleiri sem gerðu daginn eftirminnilegan. Aðstandendur Harmonikuhátíðar Reykjavíkur, Ingi og Jónatan Karlssynir vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til Guðrúnar Guðjónsdóttur og Sigurðar Alfonssonar fyrir elju við smölun harmonikuleikara til að koma og spila á Harmonikuhátíð Reykjavíkur en þetta annaðist Karl sjálfur á meðan hans naut við. Auk þess stóðu þau skötuhjú, ásamt fleira góðu fólki, nemendum Karls, að afmælistónleikum sem haldnir voru í Salnum, Kópavogi á níræðisafmæli hans árið 2014. Texti og myndir: Ingi Karlsson Þorgerður og Inga í sólinni við Dillonshús 19

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.