Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 21

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 21
Harmonikudagurinn á Breiðamýri Harmonikudagurinn var haldinn hátíðlegur á Breiðamýri laugardaginn 6. maí. Asgeir Stefánsson reið á vaðið og fórst vel úr hendi sem endra nær. Þá var komið að Tónlistarskóla Húsavíkur. Við skólann kenna þau Arni Sigur- bjarnarson, Line Werner og Krista Sildoja og sýndu þau öll að þar eru frábærir kennarar. Nemendur þeirra stóðu sig hver öðrum betur og þurfum við harmonikuunnendur ekki að örvænta með framtíð harmonikunnar. Nöfn þeirra eru Hildur Gauja Svavarsdóttir, Helgi Jóel Jónasson, Hermann Veigar Ragnarsson, Karitas Embla Kristinsdóttir, Hilmar Bjarki Reynisson, Klara Hrund Baldursdóttir, Brynja Kristín Elíasdóttir, Fannar Ingi Sigmarsson, Almar Örn Jónasson, Magnús Karl Kjerúlf, Guðmundur Kjartan Kjerúlf, Mihkel Sildoja. Þá komu úr Bakkafirði, Skeggjastaðasystkinin Njáll, Himri og Þórey Lára Halldórsbörn ásamt Ragnari Jóni Grétarssyni tónlistar-kennara og sýndu þau enn og aftur frábæra hæfileika. Þá lék Jón Árni Sigfússon af sinni einstöku snilli og það var síðan Jón Sigurjónsson sem endaði tónleikana og tókst vel upp. Mjög góð mæting var og fengu allir viðstaddir veitingar að loknum tónleikunum, en endapunkturinn var samspil allra okkar spilara og tóku þeir nokkur þekkt lög. Varð harmonikudagurinn á Breiðamýri hin besta samverustund sem endranær og ætíð tilhlökkunarefni íyrir harmonikuunnendur. Texti og myndir: Sigurður Olafsson Upprennandi tónlistarfólk Þingeyinga. Einu sinni varÁsta Soffía í hópnum Skeggjastaðasystkinin ásamt kennara sínum Skemmtanir Félags harmonikuunnenda í Reykjavík veturinn 2017-2018: 14. október 4. nóvember 25. nóvember 6. janúar 14. apríl Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð 40 ára Afmæliskaffi FHUR í Breiðfirðingabúð Dansleikur í Breiðfirðingabúð Dansleikur í Breiðfirðingabúð Dansleikur í Breiðfirðingabúð 21

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.