Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 22
/ \W/i/\\X=
IÞA GOMLU GOÐU
Gamla síðan er úr Harmonikunni frá árinu 1987 og sýnir að
ýmislegt var til gamans gert og blaðið var stöðugt á vaktinni. Birt
með góðfúslegu leyfi ritstjóranna Hilmar Hjartarsonar og Þorsteinn
R. Þorsteinssonar.
Gömludansa keppni á Hótel Borg
Danslagakeppni Hólel Borg — Mynd 2
Höfundar laganna sem lenlu í úrslitum,
fyrir framan sviðið á Borginni talið frá
vinstri: Bjarni Sigurðsson, Ólöf Jónsdótt-
ir, Cuðjón Matthiasson, Valdimar J.
Auðunsson og Viðar H. Guðnason (sitj-
andi). Þeir Hörður Hákonarson og Karl
Jónatansson voru ekki viðstaddir.
Harmoníkuleikararnir á Borginni frá
vinstri. Sigurður A Ifonsson og Jón Sig-
urðsson.
Verðlaunahafarnir, frá vinstri: Ólöf
Jónsdóttir, Viðar H. Guðnason og Jó-
hannes Benjamínsson, fyrir ofan höfuðið
á Jóhannesi má sjá í Jón Sigurðsson.
r
Ihaust og fyrripart vetrar efndu
forráðamenn Hótel Borgar í
Reykjavík, til danslagakeppni í
gömludönsunum.
Skemmtiklúbbur Templara SGT
stóð fyrir danslagakeppni hér á árun-
um áður, en þá var keppt í bæði nýju
og gömludönsunum.
Núna var það hljómsveit Jóns Sig-
urðssonar sem sá um flutning laganna
á Borginni, ásamt Sigurði Alfonssyni
harmoníkuleikara, sem er vel þekktur
innan raða harmoníkuunnenda, og
landsmönnum kunnur sem einn af
umsjónarmönnum harmoníkuþátta
RUV.
í samtali við Jón Sigurðsson, tjáði
hann mér að um 120 danslög hefðu
borist í keppnina. Úr þessum fjölda
voru síðan valin 25 lög til flutnings,
og var Jón einn af fimm sem völdu úr
lögunum. Hinir fjórir vilja halda
nöfnum sínum leyndum, og er það
miður, þar sem ekki verður annað
séð, en að þeir (þau) vilji firra sig allri
ábyrgð á vali laganna, og láta Jón ein-
an um að axla þá byrði. Þessi 25 lög
voru svo flutt á fimm sunnudags-
kvöldum, og valin tvö lög til úrslita.
Þegar eftir voru 10 lög, var þeim
deilt niður á tvo sunnudaga og valin
þrjú lög hvert kvöld, til úrslita.
Síðasta kvöldið voru því 6 lög sem
kepptu til verðlauna, sem voru öll
flutt tvisvar um kvöldið eins og venja
var í forkeppninni.
Við talningu atkvæða voru fjórir úr
hljómsveitinni, einn úr starfsliði
Hótel Borgar og einn gestur úr saln-
um.
I efsta sæti varð svo lagið Hesta-
mannaræll, lag Ólafar Jónsdóttur frá
Akureyri við texta Jóns Sigurðssonar.
í öðru sæti varð Skíðaferð, polki
lag og texti eftir Viðar H. Guðnason
og í þriðja sæti varð svo tangóinn
Söknuður, lagið einnig eftir Viðar, en
við texta eftir Jóhannes Benjamíns-
son.
Veitt voru peningaverðlaun fyrir
þrjú efstu lögin, og voru þau svo gefin
út á plötu, ásamt sjö öðrum lögum.
Við óskum höfundunum til ham-
ingju, svo og aðstandendum Hótel
Borgar, sem eiga hrós skilið fyrir
þetta lofsverða framtak. Það væri
gaman ef þetta gæti orðið árviss við-
burður, að fá bæði keppnina, og
plötu á eftir. Þ.Þ.
4