Tilvera - 15.10.1990, Side 4

Tilvera - 15.10.1990, Side 4
FÉLGASGJÖLDIN Því miður verður að minna á félagsgjöldin. Margir hafa verið duglegir að greiða en mikið vantar þó á að allt sé komið. Á næstunni leggja innheimtukonur land undir fót og knýja dyra hjá þeim sem enn eiga ógreidd gjöld. Þið sem hafið ekki hugsað ykkurað greiða félagsgjöldin, vinsamlegast sparið okkur sporin og óþarfa kostnað með því að tilkynna það til skrifstofu samtakanna. Félagsgjöldin eru mikilvægur þáttur í rekstri Kvennaathvarfsins, fyrir utan daggjöld dvalarkvennanna eru þau einu föstu tekjur þess. Árlega sækja samtökin um fjárstuðning til ríkis og sveitarfélaga með fleiri en 1000 íbúa, enn höfumvið ekki fengið það sem Kvennaathvarfið þarf samkvæmt rekstraráætlun. Það sem á vantar hefur alltaf komið frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem hafa styrkt Kvennaanthvarfið. EF ÞIÐ ERUÐ AÐ FLYTJA , GLEYMIÐ ÞÁ EKKI AÐ TILKYNNA BREYTT HEIMILISFANG TIL SAMTAKANNA, EÐA A.M.K. Á PÓSTHÚSIÐ YKKAR. MiNNINGAKORT Við minnum á minningakort Kvennaathvarfsins, en þau eru til sölu á skrifstofunni Vesturgötu 3, Hlaðvarpanum. Þau er hægt að panta í síma og greiða með gíróseðli. Q KVENNA ATHVARF Markmið samtakanna eru: 1. Aö reka athvarf, annars vegar fyrlr konur og börn þeírra, þegar dvöl í heimahúsi er þeim óbærileg vegna andlegs eöa líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimílismanna og hins vegar fyrir konur, sem verða fyrir nauögun. 2. Að koma á fót ráðgjöf fyrir konur sem beittar hafa verið nauðgun. 3. Að rjúfa þá þögn sem ríkir um ofbeldi innan fjölskyldu, með því að stuðla að fræðslu og um- ræðu, meðal annars í því skyni að vinna að viðurkenningu samfélagsins á að því beri að veita þeím vernd og aðstoð er slíkt ofbeldi þola. Samtök um kvennaathvarf, Vesturgötu 3, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík, Sími: 91-23720, Nnr. 7473-3638, Kennitala 410782-0229, Gíró 44442-1,

x

Tilvera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.