Feykir - 12.06.2019, Blaðsíða 6
sumt af því er einsamalt í
gömlum húsum sínum og lítt
fært um að annast daglegar
þarfir sínar. Flest af þessu fólki
hefir átt hér heima um áratuga
skeið, sumt frá barnæsku, hefir
starfað hér, átt hér heimili,
maka og börn, lifað hér meðlæti
og mótlæti. Það hefir bundið
tryggð við staðinn, er að vissu
leyti samgróið umhverfinu.
Því vill það dvelja hér uns yfir
lýkur, vill ekki fara héðan, t.d. á
Þórði var umhugað um
að blaðamaður kynnti sér
starfsemi Sæborgar þar sem
hann fullyrti að þar færi
fram gott starf og það sem
meira væri, að aðstaða fyrir
heimilisfólk á dvalarheimilinu
væri framúrskarandi góð
og sá hann fyrir sér að slíks
væri þörf á Sauðárhæðum
á Sauðárkróki. Eyjólfur er
framkvæmdamaður mikill,
líkt og þær 50 íbúðir Búhölda
sýna sem risu á Sauðárkróki
undir hans forystu, og heyrðist
blaðamanni að sá gamli væri
kominn í framkvæmdaham.
Ekki kæmi á óvart ef hann
færi að hreyfa við málum til
að stækka og auka aðstöðu
dvalarheimilis á Sauðárkróki.
Þegar við komum í Sæborg
á Skagaströnd tekur Jökulrós
Grímsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, fagnandi á móti Þórði
sem færði henni blóm og
konfekt í þakklætisskini fyrir
þann tíma er hann dvaldi á
heimilinu. Okkur er boðið
inn, kveðju kastað á þá sem
sitja frammi í sameiginlegu
rými áður en bankað er upp á
hjá heimilisfólki og aðstaðan
skoðuð.
Uppi á vegg í sameiginlegu
stofunni hangir bréf Lárusar
Guðmundssonar til Jóns
Ísbergs, sýslumanns Austur-
Húnvetninga, þar sem hann
fer þess á leit að hann beiti
sér fyrir því að á Skagaströnd,
eða Höfðakaupstað eins
og byggðin hét þá, risi
dvalarheimili enda ástæðan
ærin og líklegt að íbúar
staðarins kæmi að málum með
myndarlegum hætti.
Bréfið hljóðar svo:
Herra sýslumaður Jón Ísberg.
Hér í Höfðakaupstað er margt
af öldruðu og vanheilu fólki,
UMFJÖLLUN
Páll Friðriksson
Fyrir 30 árum síðan og hálfu ári betur var Sæborg, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd, vígt formlega
eða þann 22. október 1988. Undirbúningur og bygging þess var ekki alveg átakalaus en Lárus
Guðmundsson, sem kenndur var við Herðubreið á Skagaströnd var mikill baráttumaður fyrir því að
dvalarheimili risi á staðnum og lagði til eina miljón króna og bað sýslumann Austur-Húnvetninga, Jón
Ísberg, um að greiða götu byggingarinnar. Sýslumaður fór í málið og tók föstum tökum en var sakaður
um að misfara með opinbert fé. Enn stendur húsið líkt og Jón og fleiri sýslungar hans stefndu að og ber
þess vitni að vel hefur að allri hönnun og skipulagningu verið staðið. Blaðamaður slóst í för með Þórði
Eyjólfssyni, sem dvaldi á heimilinu um skeið, til Skagastrandar og heimsótti Sæborg fyrir skömmu.
Kaffið drukkið í sameiginlegri stofu dvalarheimilisins sem staðsett er í miðju hússins.
MYNDIR: PF
Dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd heimsótt
„Þið getið tekið af mér æruna,
en húsið stendur“
elliheimilið á Blönduósi fyrr en
því eru öll önnur úrræði þrotin.
Spurning vaknar í huga mér,
hvað sé hægt að gjöra öldruðu
og vanheilu fólki hér til úrbóta á
komandi tímum. Að sjálfsögðu
þarf að byggja hér íbúðir fyrir
aldrað fólk í Höfðakaupstað,
sem væri starfrækt af hrepps-
félaginu. Þessu verður á næstu
árum brýn þörf, þar sem Höfða-
kaupstaður er í örum vexti og
fólksflutningur hingað auðsær.
Ég legg til úrbóta ofanrituðu
máli lítinn byrjunarvísi, gef
hér með eina miljón krónur,
sem er innstæða til 10 ára (frá
1. júní 1974) ásamt vöxtum, í
sparisjóði Skagastrandar, er
á bók 830. Ég hugsa mér að
ráðamenn Höfðakaupstaðar
standi einhuga saman að
undirbúa framkvæmd þessa
máls án tafar. T.d. með því
að ákveða byggingarlóð,
ákveða árlega framlag í fjár-
hagsáætlun Höfðahrepps,
vekja áhuga hreppsbúa fyrir
þessu málefni, styðja að því
að einstaklingar leggi fram
fjárgjafir ef vilji og fjárgeta er
fyrir hendi. Ennfremur benda á
fjáröflunarleiðir, t.d. ef sjómenn
eða verkafólk hafa áhuga á
að helga eins dags störf, einn
róður, o.fl.
Elfa tímans rennur áfram,
þeir sem nú eru á manndóms-
skeiði og telja sér „alla vegi
færa“ lifa kannski ár elli og
vanheilsu.
Rétta þarf hug og hönd til
hjálpar fyrr en síðar.
Og þá framkvæmdir hefjast,
má vænta þess að það opinbera
leggi fram einn hluta.
Hjálagt sendi ég yður herra
sýslumaður sparisjóðsbókina
nr. 830 með einnar milljón
króna innistæðu til varðveislu,
þar til skipuð hefir verið bygg-
ingarnefnd af hreppsnefnd
Höfðahrepps.
Herðubreið í Höfðakaupstað
16. sept. 1974,
Lárus G. Guðmundsson.
Þórður Eyjólfsson færir Jökulrós Grímsdóttur, hjúkrunarforstjóra, blóm og konfekt
með þökk fyrir góðar velgjörðir er hann dvaldi á Sæborg. Emilía Jökulrós var í
heimsókn hjá ömmu sinni og var tilbúin að vera á myndinni.
Hólmfríður Pálsdóttir var heimsótt og er hún mjög ánægð
með dvölina á Sæborg.
6 22/2019